Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 4
 4) NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. júní 1960 Landfógeti, biskup, ritstjóri og skóld vilc’u kenna fólki aS rœkta garðinn sinn Hinn 26. maí 1960 eru lið- in 75 ár frá stofnun Garð- yrkjufélags íslands. Þann dag fyrir þremur aldarfjórð- ungum komu 11 áhugamenn saman í barnaskólahúsinu í Reykjavik — stofnuðu félag- ið ,,Hið íslenzka garðyrkjufé- lag“ og settu því lög. Menn- irnir voru þessir: Schierbeck landlæknir, Árni Thorsteins- son landfógeti, Pétur Péturs- son biskup, Magnús Stephen- sen assessor, Theódór Jónas- son bæjarfógeti, Sigurður Melsted prestaskólaforstöðu- maður, Þórarinn Böðvarsson Schierbeek landlæknir, gekkst fyrir stofnun Garðyrkju- félagsins prófastur, Halldór Friðriksson yfirkennari, Steingrímur Thor steinsson skólakennari og skáld, Björn Jónsson ritstjóri og Hallgrímur Sveinsson dóm- kirkjuprestur- Má segja, að höfðingjar Reykjavíkur, bæði hið andlega og veraldlega vald, hafði sameinazt um stofnun félagsins. Aðalhvata- maður var Schierbeck land- læknir og með honum Árni landfógeti. Voru þeir land- læknirinn og landfógetinn mjög samhentir í því að efla garðræktina og skipa henni það rúm, er henni ber meðal áhugamála þjóðarinnar. Báðir skrifuðu í Garðyrkjuritið (sem Schierbeck stofnaði árið 1895) hugvekjur og leiðbein- ingar. Vakti m.a. fyrir Schier- beck að bæta mataræði manna með því að stuðla að ræktun og að efla garðyrkjuna í land- inu. Það hefur jafnan veitt margvíslegar leiðbeiningar í garðrækt. Á fyrri árum út- vegaði það einnig matjurta- fræ o.fl. sem að garðyrkju lýtur, og gerði tilraunir í mat- jurtarækt og blómarækt. Síð- ar hafa ýmsir nýir aðilar komið til sögunnar. Garð- yrkjuskólinn, Sölufélag garð- yrkjumanna, Grænmetisverzl- un landbúnaðarins, tilrauna- stöðvarnar, Búnaðarfélag Is- lands, blómaverzlanir o- fl. hafa tekið við ýmsum verk- efnum gamla garðyrkjufélags- ins. En félagið hefur að veru- legu leyti rutt brautina. Árið 1935, á 50 ára afmæli félags- ins, rekur Metúsalem Stefáns- son sögu þess í Frey og segir m. a., að ekki hafi að jafn- aði borið ýkja mikið á Garð- yrkjufélaginu, enda hafi það aldrei haft neitt starfsfé. En þrátt fyrir þetta muni þó svo fara, við nánari athugun, að flestar þær breytingar, sem orðið hafi í garðyrkju- málunum s.l. hálfa öld, megi rekja til félagsins og starfs- manna þess. Garðyrkjufélagið hefur starfað í tveimur áföngum — fyrst til 1901. Þá hætti það starfsemi um skeið og mun hafa verið litið svo á, að Bún- aðarfélag íslanids, eem stofn- að var um þær mundir, tæki við verkefnum þess. En hinn 1. desember 1918 hefst starf- semi félagsins að nýju- Var Einar Helgason garðyrkju- stjóri síðan lífið og sálin í félaginu og vann mikil nyt- semdarstörf. Mun hans lengi minnzt í íelenzkri garðyrkju- sögu. Eftir lát Einars 1935 var dálítið hlé á störfum fé- lagsins, en síðan í ársbyrjun 1937 hefur það starfað óslit- ið og margir nýir áhugamenn bætzt í hópinn. Hin síðari ár hefur félagið haldið uppi hagnýtri fræðslu- starfsemi í garðyrkju með fræðslufundum, útvarpserind- um og Garðyrkjuritinu. Það vill stuðla að því, að settur verði á etofn sem fyrst gras- garður í Reykjavík, þar sem ræktaðar verði sem flestar ís- lenzkar jurtir og einnig helztu skrautjurtir, tré og runnar. Grasgarðurinn yrði borginni mikill menningarauki og mjög til etyrktar grasafræðinámi í skólunum. Garðeigendur geta séð þar hvað þrífst og valið eftir því tegundir í garða sína. Garðyrkjusýningar hafa verið veigamikill þáttur í starfsemi félagsins. Alls munu hafa verið haldnar 16 garðyrkjusýningar hér á landi, sú fyrsta 1919. (Sjá Garðyrkjuritin 1955—1959). Hefur Garðyrkjufélagið geng- izt fyrir eða tekið þátt í 8 þessara sýninga, þ.á.m- þeim stærstu. Ennfremur var fé- lagið þátttakandi í stóru nor- rænu garðyrkjusýningunum í Kaupmannahöfn 1937 og í Helsingfors 1949. Garðyrkju- eýningin í Reykjavík haustið 1941 var fjölsóttasta sýning, sem haldin hefur verið á Is- landi til þess tíma. Sóttu hana um 22 þúsundir manna. Ársrit félagsins, Garðyrkju- ritið, hefur komið út frá 1885—1901 og síðan flest ár frá og með 1920. Sum árin hafa verið gefin út sérstök leiðbeiningarrit í þess stað, þ. e. Hvannir, Rósir, Matjurta- bókin, Gróðurhúsabókin og síðast Matjurtabókin 2. út- gáfa aukin og endurbætt ár- ið 1958. Er þar lýst ræktun allra helztu matjurta hérlend- is og leiðbeiningar um áburð og jarðveg, vermireiti og ræktun ýmissa jurta í þeim, ræktun berjarunna, varnir gegn jurtasjúkdómum o.sfrv. Er Mátjurtabókin hin gagn- legasta handbók öllum garð- ræktarheimilum og jafnframt kennslubók á bændaskólunum. 1 Garðyrkjuritinu er jafnan margskonar fræðsla um ýmsa þætti garðyrkjunnar. (Skrá um rit útgefin af félaginu er birt í Garðyrkjuritinu 1959 og saga þess rakin í ritinu árið 1955). Garðyrkjufélag íslands er félag áhugamanna í garð- yrkju jafnt og garðyrkju fræðinga. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Björn Kristófers- son garðyrkjumaður, vara- form.: Jóhann Jónasson for- stjóri Grænmetisverzl. land- búnaðarins, ritari: Ingólfur Davíðsson grasafr., gjaldkeri: Eyjólfur Kristjánsson verk- stjóri Brúarósi, Fossvogi og meðstjórnandi: Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunaut- ur. Félagið hefur jafnan skort starfsfé og starfar stjórn og aðrir starfsmenn félagsins endurgjaldslaust. Elnstæður lefðangur haf- rannsóksiasklpa hefst Eins og sagt var í fréttum fyrir nokkrum dögum, hefjast um næstu mánaöamót sameiginlegar hafmnn- sóknir 9 rannsóknaskipa frá 6 þjóðum á svæöinu milli íslands og Færeyja. Hefur undirbúningur með þessum rannsóknarleiöangri staöiö í rúm 3 ár. Er hér um aö ræöa einstæðan og sögulegan rannsóknaleiðangur, því að þess munu engin dæmi að svo mörg skip vinni sam- timis að rannsóknum á takmörkuöu svæöi. Á fundi Alþjóðahaírannsókna- ráðsins haustið 1956 var fyrst rætt um þessa samvinnu, en nokkru áður höfðu verið gerðar merkar rannsóknir á botnstraum- um í norðanverðu Norður-Atl- anzhafi. Bentu niðurstöður rann- sóknanna til þess, að slíkir botnstraumar myndu víða vera allsterkir, einkum á hryggjunum milli íslands og Færeyja og ís- lands og Grænlands. Sjö þátttökuþjóðir Þegar haustið 1956 var á veg- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins sett á laggirnar nefnd til þess að kanna möguleika á því að efna til samstarfs meðal fisk- veiðiþjóða Norður-Evrópu um at- huganir á rennslinu úr Norður- hal'i í Atlanzhaf. Að athuguðu máli var ákveðið, að fyrsti á- fangi þessarar samvinnu skyldi ná til ýtarlegra rannsókna á neðansjávarhryggnum milli ís- lands og Færeyja. S.l. haust var loks ákveðið, að hinar sameiginlegu rannsóknir skyldu framkvæmdar í júní mán- uði n.k. Sjö þjóðir tjáðu sig fús- ar til þátttöku, þ.e. Danir með eitt skip, Norðmenn 2, íslending- ar 1, Englendingar 2, Skotar 1. Rússar 1 og Þjóðverjar 2. í byrj- un þessa árs var svo endanlega gengið frá rannsóknaóætlun, sem allir voru sammála um. Af óvið- ráðanlegum ástæðum urðu Danir að draga sig til baka, svo að eft- ir urðu þá 9 skip. Allar þótttöku- þjóðirnar nema íslendingar eiga stór og vel útbúin rannsóknaskip, sem þau sehda til þessa leiðang- urs. Fiskideiid Atvinnudeildar Há- skólans hefur leigt Maríu Júlíu til rannsókna af íslands hálfu. Hefur skipið verið útbúið til þessa leiðangurs eins vel og að- stæður hafa leyft. Leiðangurs- stjóri verður Unnsteinn Stefáns- son, efnafræðingur, en auk hans taka þátt í leiðangrinum frá Fiskideild þeir ‘Birgir Halldórs- son, Heimir Þorleifsson og Sven Aage Malmberg. Skipstjóri á Maríu Júlíu verður Gunnar Ól- afsson. Lagt verðu.r upp frá Reykja- vík í kvöld og haldið til Vest- mannahafnar í Færeyjum til fundar við hin rannsóknaskipin. Munu þá leiðangursstjórarnir bera saman ráð sín, áður en rannsóknirnar hefjast. Því næst leggja öll skipin úr höfn, dreiía sér um svæðið norðan Færeyja og hefja samtímis athuganir sín- ar. Margvíslcgar athuganiir Leiðarlínur flestra skipanna liggja samsíða í stgfnu frá suð- austri til norðvesturs. Þegar komið er norður undir íslenzka landgrunnið, snúa skipin við og halda til baka eftir línutn, sem liggja samsíða fyrri leiðarlínun- um í io—15 sjómílna fjarlægð frá þeim. Á þessari leið verða gerðar athuganir- á 8—9 sjómílna millibili. Mælt verður hitastig og sýnishorn til efnagreininga tek- in á mismunandi dýpi frá yfir- borði til botns. Þéttastar verða mælingarnar ge.rðar í sjávarlag'- inu næst botni, en þar mun að- alrennslið yfir hryggina eiga sér stað. Jafnframt verða gerðar al- mennar veðurathuganir og mæl- ingar á gegnsæi sjávarins. Þegar skipin hafa lokið þessari fyrstu yfiríerð, munu þau hittast aftur í Vestmannahöfn og leiðangurs- menn bera saman gögn sín. Verð- ur þá tekin ' ákvörðun um það, hvort ásæða sé til þess að breyta áætluninni. Að því búnu láta skipin aftur úr höfn og endur- taka fyrri rannsóknir. Því næst fer hvert skip á tiltekin stað á hryggnum, þar sem það heldur kyrru fyrir í tvo sólarhringa og mælir straum eða endurtekur mælingar á hitastigi og seltu á klukkutíma fresti. Loks verður svo farin þriðja yfirferðin fram og aftur eftir hrvggnum og mæl- ingar því næst endurteknar í annað sinn á hinum föstu stöð- um. Rannsóknunum lýkur hinn , 18 júní. Einar Helgason, endurvakti vélagið og vann því manna mest GarSyrkjufélag íslands 75ára Tveir Tékkóslóvakar eru liér í boði Alþýðusambands Islands Mættu sem gestir á ráðstefnu verklýðsfél. Hér eru staddir í boði Al- nú að endurgjalda þessi góðu þýðusambands Islands tveir boð. Komu Tékkóslóvakarnir fulltrúar frá Alþýðusambandi hingað á fimmtudaginn var og Tékkóslóvakiu, Meliska sem er munu dveljast hér 10—12 daga. í miðstjórn tékkóslóvaska sam- Tékkóslóvakarnir komu á bandsins og Zizka sem erráðstefnu verkalýðsfélaganna starfsmaður þess, Alþýðusam-sem gestir, og í upphafi fundar band Tékkóslóvakíu hefur þrí-á sunnudag flutti Meliska á- vegis á undanförnum árumvarp. Bar hann fulltrúum is- boðið fulltrúum frá A.S.Í. tillenzkra verklýðsfélaga kveðjur kynnisferðar um Tékkóslóvakíu stéttarsystkinanna I Tékkó- og Alþýðusamband íslands er Framhaid á 11. síöu. _j

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.