Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 12
SLITIÐ FATÆKTARFJOTRANA! Molið kreppukerfi ofturhaldsins í áhrifamestu og síðustu ræðu útvarpsumræðnanna írá Alþingi á þriðjudagskvöld eggjaði Einar Olgeirsson verkamenn, bændur, útvegsmenn, menntamenn og milli- stéttir landsins aö taka höndum saman og mola kreppu- kerfi afturhaldsins, slíta af þjóðinni þá fátæktarfjötra, sem verið er aö hneppa fólkið í. Ræða Einars var öll hvöss og markviss ádeila á ríkis- stjórnina og stjórnarstefnuna, flutt af e’dmóði og þrótti, eins og ferskur gustur eftir smá- sálarlegt varnarnudd og af- sökunartilburði ráðherra og etjórnarþingmanna. Varnir ráð- herranna voru nær eingöngu eftir gömlu formúlunni: Aðrir eru ekki betri en við, aðrir hafa líka gert ljótt! — Hrakti Einar og hinir ræðu- menn Alþýðubandalagsins, Al- freð Gíslason og Ásmundur Sigurðsson, ásakanir og afsak- anir stjórnarliðsins hverja af annarri. Einar Olgeirsson lauk ræðu sinni á þessa leið: Uauðadómur kreppukerfisins Auðvaldið sagði alþýðu .ís- lands stríð á hendur með gengis- lækkuninni og þrælalögunum 19. febrúar. Alþýða íslands hefur nú svarað stríðsyfirlýsingu auð- valdsins á ráðstefnu Alþýðu- sambandsins 30. maí. Ein- róina hefur íslenzk verka- lýðsstétt, hver og einn ein- asti fulltrúi hennar, ákveðið að láta til skarar skríða um kauphækkanir. Dauðadómurinn yfir kreppu- kerfi afturhaldsins er íelldur. Afl alþýðunnar Og í þeim 30 þúsund verka- mönnum og verkakonum sem skipa Alþýðusamband íslands býr sá kraftur, er getur fullnægt dóminum. Og með þeim standa í anda allir þeir launþegar, sem enn eru sviptir verkfallsrétt- um. íslenzkir launþegar eru þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar. Eng- inn gerða.rdómsfjötur auðvalds- ins, hvorki 1942 né síðar, hefur staðizt það afl. Og kreppukerfi Gunnars og Gylfa mun heldur ekki standast því snúning. Útvegsmenn dæma „viðreisnina“ En það er ekki aðeins alþýð- an, sem hefur kveðið upp dauða- dóminn yfir þessu kreppukerfi. Landssamband íslenzkra útvegs- manna hefur gert það líka, svo ótvírætt sem verða má. Það er því komið svo, að vinnandi stéttirnar vilja ekki una þessu þrældómskerfi lengur og aðal- atvinnurekendastéttin lýsir því yfir, að hún geti ekki framar gert út undir þessu kreppu- kerfi, hún hafi verið blekkt til þess að gera út í vetur með lof- orðum sem síðar voru svikin. Svona gersamlega gjaldþrota er þessi aumi uppvakningur frá liðnum eymdartímum. En blindingjarnir í ríkisstjórn- inni ætla sér auðsjáanlega ekk- ert að sjá, sitja lengur en sætt er, og flýja svo kannski eins og Syngman Rhee til Banda- ríkjanna í leynireikninga þegar þeir hrökklast frá. Verkamenn, bandur, útvegs- menn, menntamenn og millistétt- ir! Takið höndum saman um all- ar byggðir þessa lands. Skerið upp herör til sjávar og sveita. Mölvið þetta kreppukerfi! Slítið af ykkur þá fjötra fá- tæktarinnar sem verið er að hneppa ykkur í og ve.rða sárari með degi hverjum. Steypið aí'iurhaldinu áður en það hefur leitt at\’innu- leysið og neyðina yiLr þjóð- Lna og eyðilagt öruggustu markaði hennar, gTafið gnmninn undan efnahags- legu sjálfstæði Islands! Munið að Island er nógu rílJi til þess að öllum börn- um þess geti liðið vel og gæti verið margfalt ríkara, ef því væri stjórnað af viti og réttlaAi. Fram til sóknar og sigurs, íslenzk alþýðustétt! Hin skaðsamlegu áhrii ráðstaíananna Ásmundur Sigurðsson var annar ræðumaður Alþýðu- bandalagsins í útvarpsumræð- unum á þriðjudagskvöld og ræddi hann einkum efnahags- málin. 1 byrjun ræðu sinnar svaraði Ásmundur hinni sóðalegu árás Birgis Finnssonar á Lúðvík Jósepsson, en Birgir lét sig hafa það að nota síðustu ræðu kvöldsins á mánudaginn til þokkalegra árása á Lúðvík. Sagði Ásmundur að einmitt vegna fortiðar Alþýðuflokksins í landhelgismálinu myndi mörg- um finnast að ræða Birgis hefði verið líkust því að flokkur hans reyndi að „verma sitt hræ við annarra eld, og eigna sér bráð sem af hinum var felld“. Hrakti Ásmundur fáránlegt áróðurstal Birgis um fram- komu Lúðviks í landhelgismál- inu. í aðalkafla ræðunnar rakti Ásmundur efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar, og ,,frelsið“ í viðskiptunum, sem lofað væri, og sýndi fram á skað- samleg áhrif þeirra ráðstafana á atvinnulíf og efnahagsmál ís- lenzku þjóðarinnar. Tók hann þar einkum til athugunar að fljótt mundi koma fram sam- dráttur í atvinnu og fram- leiðslu ef ríkisstjórninni tækist ætlunin um niðurskurð aust- urviðskiptanna, — þeirra markaða sem bezt hefðu dugað Islendingum á undanförnum árum. Hlutleysið eitt sðm- ir fullvalda smáríki Ríkisstjórnin íer í „ósjálfræði'1 eftir bandarískri forskrift um kjaraskerðingu Við eigum að segja okkur úr Atlanzhafsbandalaginu. Með því mæla öll rök. Við eigum að vísa hinum erlenda lier úr landi. Það er okkur lífsnauðsyn, ef til vopnaðra átaka kæmi. Við eigum að lýsa yfir hlutleysi landsins. Hlutleysið eitt sómir fullvalda smáþjóð. Á þessa leið mælti Alfreð Gíslason einn af ræðumönnum j Alþýðubandalagsins í útvarps- umræðunum s.l. þriðjudag, en hann sýndi fram á tengslin milli aðgerða ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum og áhrifa bandarískra stjórnarvalda og Atlanzhafsbandalagsins á nú- verandi stjórnarflokka. ★ Veglegt hlutverk Hlutlaust Island á veglegu hlutverki að gegna meðal þjóða sagði Alfreð ennfremur. Óháða afstöðu sína notar það í þágu sátta og friðar og til stuðnings þeim smáþjóðum, sem rang- sleitni eru beittar. Hlutlaust Is- land ástundar vináttu við allar þjóðir. Alfreð lauk ræðu sinni á þessa leið: „Við skulum berjast gegn allri erlendri íhlutun um mál okkar og afmá þann smán- arblett, sem herstöðvar og hernaðartildur er á þjóð okkar. Þokum til hliðar þeim mörmum og þeirri ríkisstjórn, sem telja hlýðni við Atlanzhafs- bandalagið æðsta boðorð sitt“. ★ Er ríkisstjórninni sjálfrátt? I fyrri hluta ræðu sinnar benti Alfreð á að hamfarir rík- isstjórnarinnar við það að koma á kjaraskerðingu væru slíkar að mönnum i öllum flokkum fyndist henni ekki sjálfrátt. Sýndi hann fram á með tilvitnunum og skýrri rök- færslu að þetta ,,ósjálfræði“ væri einmitt erlend fyrirmæli, sem bandarísk etjórnarvöld gæfu og stjórnarflokkarnir hefðu tekið að sér að fram- kvæma andstætt þjóðarhags- munum íslendinga. Bandarísk stjórnarvöld eru að þvinga upp á íslenzku þjóð- ina forskrift í efnahagsmálum, hina sömu cg þeir hafa þvingað upp á leppstjórnir sínar í S- Kóreu, Tyrklandi og víðar. Nú rísa þær þjóðir gegn vinum bandarísku forskriftanna og reka hina bandarískt sinnuðu stjórnmálamenn frá völdum, enda er forskriftin eingöngu miðuð við stórveldishagsmuni Bandaríkjanna. Áhugamál Bandaríkjastjórn- ar hér á landi er að halda her- stöðvum sínum, en það telur liún í hættu ef Islendingar eru velmegandi þjóð efnahagslega, og því skal nú hafin kjara- skerðing og ráðstafanir er miða að efnahagslegu ósjálf- stæði landsins. Alfreð lagði áherzlu á fram- komu Bandarikjanna, Bret- lands og annarra Atlanzhafs- bandalagsríkja í landhelgismáli íslendinga, að þessi ríki hefðu meira að segja þverbrotið sáttmála Atlanzhafsbandalags- ins með þeirri framkomu. Væri það eitt næg ástæða til úrsagn- ar úr hernaðarbandalaginu. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii iBankar og ráðu-f fneyti í stað Inn-i fflutningsskrifstJ = f dag hættir Innflutn- = = ingsskrifstofan störfum en E = tveir bankar, Landsbanki £ = og Útvegsbanki, taka við = = veitingu leyfa fyrir þeim = = vörum og öðrum gjald- £ = eyrisgreiðslum, sem leyíi — = þarf íyrir. að höfðu sam- E = ráði við viðskiptamálaráðu- — = neytið. ' £ íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiniiii Myndin var tekin í Tryggvagötu á uppstign- ingarda.g, er þrír ungir piltar voru þar á ferð með bát á kerru. Þeir voru að koma frá höfninni, þar sem þeir höfðu siglt á bátnum góða stund. Fjórði drengurinn á myndinni (til liægri) kom aðvífandi um það leyti er ljósmyndarinn „smellti af„ og vildi liafa = liönd á bátnum, en það = var litið óhýru auga af = hinum, eins og sjá má. (Ljósm. A.K.) aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiini iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu NÝI TÍMINN aiaimtudagur 2. júní 1960 — 19. árgangur — 20. tölublað

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.