Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 1
Miinið ■SSMHTi TIMINN Kaupið NÝJA TlMANN Fimmtudagur 5. október 1D61 — 1. tölublað. Danir varaðir við að láta teyma EFN 4 HAGSBANDAL AGIÐ sisr inn i Prófessor Jörgen Dich, einn kunnasfi mennfamaSur danskra sósialdemókrafa, hvetur Dani fil andsföÓu „Heföi verið stungið upp á því árið 1942, að við létum stjórn landsins í hendur níu mönnum, þannig t.d. að konungur útnefndi þá, myndu menn vafalaust hafa sagt um slíka uppástungu að hún væri fasistísk, en í dag ætla menn meira að segja að láta níu útlendinga ráða yfir okkur. Við það hafa menn ekkert að athuga“. Einn kunnasti menntamaður danskra sósíaldemókrata, Jörgen Dich, prófessor í hagfræði við há- skólann í Árósum, komst svo að orði þegar hann f'lutti fyi'irlestur um Efnahagsbandalag Evrópu og aðild Danmerkur að því a fundi verkamanna í skipasmíðastöð Burmeister og Wains í Kaup- snannahöfn, stærsta vinnustað Danmerkur. Krag utanríkisráðherra, sem Professor Dich hefur verið helzti hvatamaður að aðild Dana að bandalaginu, hafði einnig verið boðið á fundinn, en hann kom ekki. Dich minnti á það í erindi sínu að það væri fjarri því að hann væri einn um að leggjast gegn aðild Dana að bandalaginu, benti á að annar hagfræðiprófessor, Jörgen Pedersen, hinn mesti í- haldsmaður, sem væri sér ósam- mála um flest, væri sömu skoð- unar og hann varðandi Efnahags- bandalagið. Mótbárur í tíu liðum 1 fyrirlestri sínum gerði próf- essor Dich ýtarlega grein fyrir andstöðu sinni við aðild Dana að bandalaginu og tók að iokum saman niðurstöður sínar í tíu lið- um: 1. Vald þjóðþingsins verður skert og því fcngið svipuð verkefni og hreppsncfnd- Kjarnssprenging WASHINGTON 2 10 — Banda- ríjka kjarnorkumálanefndin til- l.ynnir að Sovétmenn hafi nú sprengt 16. kjarnorkusprenging- una síðan sprengingar voru hafn- ar að nýju 1. september. Sprengjan var sprengd í lofti í grennd við Novaja Semlja í Mið- Así- 2. Áhugi fólksins á lýðræðinu og stofnunum þess myndi dofna. 3. Hagsmunir Danmerkur yrðu fengnir í hendur nefnd manna sem cin gæti tekið ákvarðanir í dönsk- um málum. 4. Dönsk fyrirtæki yrðu háð erlendum liagsmunum. 5. Danskir verkamenn myndu eiga mikla crfiðlcika fyrir Ge'sleverkan óx á fveimur stöðum í Norður-Svíþjóð STOKKHÓLMI 1 10 — Það er enn of snemmt að segja nokk- uð ákveðið um hve mikið geisla- verkun muni vaxa í Svíþjóð vegna tilraunasprenginga Sovét- ríkjanna í september. Það er þó sennilegt að hún verði ekki rnjög frábrugðin því sem hún var haustið 1958! Síðan 12. september hefur eklci mælzt verulega aukin geislaverkun í nema tveimur at- hugunastöðvum í Norður-Sví- þjóð af samtals 25 slíkum í land- inu. Mesta gammageislun mæld- ist 17. september og nam hún 3 milljónum röntgena á klukku- stund, eða rúmlega 30 prósent af eðlilegri geislaverkun. höndum vegna fyrirhugaðs flutnings á vinnuafli milli aðildarlandanna. 6. Torveldara verður að koma upp nýjum iðngreinum í Danmörku, þar eð danska ríkinu verður bannað að styðja þær. 7. Miklir hlutar Jótlands myndu verða mjög háðir Ilamborg, nákvæmlega eins og fyrir 150 árum. 8. Þýzkir gósseigcndur og auðjöfrar gætu keypt upp jarðir og iðnfyrirtæki í Danmörku. 9. Gjaldeyristekjur og útflutn- ingur til annarra landa en aðildarrikja bandalagsins myndu minnka. 10. Raunvcrulcgar tekjur verkamanna og starfs- manna myndu stórskertar. Umræðurnar sem fóru fram á eftir fyrirlestri prófessors Dichs sýndu greinilega hina miklu and- stöðu meðal danskra verkamanna gegn aðild að Efnahagsbandalag- inu. í lokaorðum sínum benti próf- essor Dich á að atvinnumálaráð dönsku verkalýðshreyfingarinnar (Arbejderbevægelsens Erhvers- rád) hefði lýst sig andvígt aðild Dana að bandalaginu. Á hinn bóginn hefðu samtök stórbænda beitt sér fyrir henni, og þar væri að finna skýringuna á því að nær allir flokkar þingsins hefðu lýst sig samþykka henni. Greinaflokkur Haraldar gefinn út í bókarformi í dag kemur í bókaverzlanir bæklingur, er nefnist Rómar- samningurinn, eftir Harald Jó- hannsson hagfræðing. Hefur hann inni að halda greinar þær sam- nefndar, er birzt hafa í Þjóð- vitjanum að undanförnu. Bækl- ingurinn er 32 bls. að stærð, | prentaður í Prentsmiðju Jóns j Helgasonar. í stuttum formála segir höf- undur m.a. svo: „ísland virðist | geta tekið afstöðu til Efnahags- bandalags Evrópu með fernu móti: í fyrsta lagi getur Island tekið sömu afstöðu til Efnahags- bandalagsins og hvers annars ríkis; í öðru lagi getur Island óskað tollasamnings við Efna- hagsbandalagið (samkvæmt 18. grein Rómarsamningsins); í ■ þriðja lagi getur Island æskt | aukaaðildar að Efnahagsbanda- ! laginu (samkvæmt 238 grein | Rómarsamningsins): í fjórða \aei | getur ísland æskt inngöngu í Efnahagsbandalagið (samkvæmt 237. grein Rómarsamningsins).“ MJÖLK hækkar um KJÖTVÖRUR hækka um fjérðung Endanlegt haustverð á landbúnaðaraíurðum kemur til íramkvæmda í dag og er þar~ um mjög verulega hækkun að ræða á öllum liðum. — Kartöílur hækka mest eða um rúman þriðjung, kjöt um því sem næst íjórð- ung en mjólk um ca. 18 af hundraði. Verð á helztu landbúnaðaraf- urðum verður á þessa leið: Mjólkurafurðir Mjólk í lausu máli hækkar úi Vlðskiptajöfnuðurinn óhagsfæður um 208 milljónir króna á árinu • Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofu ís- lands um útflutning og innflutning í ágústmánuði sl. var viðskiptajöfnuðurinn hagstæður í mánuðin- um um 36 millj. 264 þúsund krónur. Út var flutt fyrir 173 millj. og 3 þúsund en inn fyrir 136 millj. 739 þús. kr. • Frá áramótum til ágústloka hefur verzlunar- iöfnuðurinn verið óhagstæður um 208 millj. 096 þús. kr. Inn hefur verið flutt fyrir 1.773 millj. króna en út fyrir 1.565 millj í fyrra var viðskiptajöfnuð- urinn óhagstæður á þessu tímabili um 499 millj. 913 þús. kr. Þá höfðu verið flutt inn skip og flug- vélar fyrir 276 millj. 965 þús. kr. en í ár hafa ver- ið flutt inn skip og flugvélar fyrir 80 millj. 252 þús. krónur. 3,32 lítrinn í kr. 3.90 eða um 17,5%.' Mjólk á flöskuni hækkar úr kr. 3.52 lítrinn í kr. 4(15 eða um 17.9%, ' ; - Mjólk í hyrnum hækkar úr kr. 3.92 lítrinn í kr. 4.55 eða um 16.1%.- Smjör hækkar úr kr. 57,40 kílóið í kr. 69.00 eða um 20.2%. Rjómi í lausu máli hækkar úr kr. 42,02 litrinn í kr. 46.00 eða um 9,5%. Pelaflaska af rjóma hækkar úr kr. 10.75 í kr. 11,75 eða um 9,3%. Skyr hækkar úr kr. 10.60 kíló- ið í kr. 11.60 eða um 9,4%. 45% ostur hækkar úr kr. 56,85 í kr. 63.30 eða um 11,2%. 1 sambandi við þessar hækk- anir má geta þess að mjólkur- verð til bænda hækkar úr kr. 4.18 lítrinn í kr. 4,71 eða um 12.6%. Útsöluverðið er við það mið- að að niðurgreiðslur ríkissjóðs haldist óbreyttar en þær hafa numið kr. 2,72 á lítra. Kjötafurðir Verð á nokkrum tegundum af 1. fl. dilkakjöti breytist á þessa leið: Súpukjiit hækkar úr kr. 22.00 k:lóið í kr. 27.50 eða um 25%. Læri hækka úr kr. 25,30 kíló- ið i kr. 32,00 eða um 26,5%. Ilryggur hækkar úr kr. 26.35 kílóið í kr. 33,00 eða um 25,2%. Slátur með sviðnum haus hækkar úr kr. 34,30 í kr. 36,50 eða um 6,7%. í sambandi við þessar hækk- 1 anir má geta þess að kjötverð til bænda hækkar úr kr. 19.69 j á k'ló í kr. 23,05 eða um 17,1%. | Útsöluverð er við það miðað að niðurgreiðslur haldist óbreytt- ar kr. 7.80 á kíló. Kartöflur Úrvalskartöflur hækka úr kr. | 2.76 kílóið í kr. 3,55 eða um j 28.6%. • ‘ I 1. fl. kartöflur hækka úr 1.92 kílóið í kr. 2,63 eða um 37%. Þess ber að geta að inni í nýja verðinu ert pökkunarkostn- aður sem verið hefur i gildi frá því í vor. Erfiðleikar Haustverð á landbúnaðaraf- urðum hefur aldrei fyrr komið svona seint. Ekkert samkomulag tókst i sex manna nefndinni um verðlagsgrundvöllinn. og var hann úrskurðaður í yfirnefnd. Hækkaði hann um 14,5%, en það jafngilti 13,5% hækkun til bænda. Eftir það fjallaði sex manna nefndin um skipti milli búgreina, og töldu bændur nauðsynlegt að gera hlut fjárbúsins meiri á kostnað nautabúsins þar sem afkoma fjárbænda hefði verið lakari. Tókst samkomulag um það sjónarmið, og er því hækk- un á kjöti nokkru meiri en á mjólk eins og sjá má hér fyr- ir framan. Því næst var svo íjallað um dreifingarkostnað og náðist loks niðurstaða í fyrri- nótt. Tíðinda von BRÚSSEL 2 10 — Hersveitir stjórnar Kongó í Leopoldville nálgast nú landamæri Katanga- fylkis norðanverð. Hernaðaryfirvöld i Elisabeth- ville tilkynna að 10 flutningabíl- ar með um 200 kongcska her- menn hafi þegar farið yfir landa- mærin til Katanga, en ekki hafi borizt fréttir um bardaga. Yfirvöld Sameinuðu þjóðanna settu Tshombe, ráðamanni í Kat- anga þau úrslita-skilyrði í dag, að láta alla erlenda leiguhermenn sína hverfa þegar í stað úr landi, ella yrðu SÞ að sjá til þess að það yrði gert, þar sem dvöl þess- ara hermanna væri ógnun við vopnahléð í Katanga.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.