Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 4
flmmtu Afmœliskveðja fli Eggerts Kæri Eggert! Flokkur þinn, Sósíalista- flokkurinn scndir þér hugheilar árnaðaróskir og hjartans þakkir á fimmtugsafmæli þínu. Flokkurinn þakkar þér meir en þrjátíu ára starf og stríð fyrir hugsjón vora, sósíalismann, fyrir flokka og hreyfingu verka- Iýðsins á fslancli. Ungur að aldri liófst þú ó- trauður baráttuna fyrir heill verkalýðsins og framtíðarþjóð- félagi mannanna, — og strax fékkst þú að kcnna á ofsóknum nuðvaldsskipulagsins, þegar þér var af pólitisku ofstæki valdhafanna vikið úr skóla fyr- ir að sfanda við hlið fátækra verkamanna í verkfalli — og venjuiégri mcnntabraut lokað fyrir þér. Flokkurinn þakkar þér þitt mikla og fórnfúsa starf, oft myrkranna á milli, lengst af sem framkvæmdastjóri flokks vors við lélear k'ör og erfiðar aðstæður. Eldmóður þiðn og órofa tryggð við málstað sósí- alismans mun ætíð vora öðrum félöeiim til fyrirmyndar. Flokkur vor mun aldrci gleyma því, er þú á tímum hættulegustu ofsóknanna gegn flokknum í hernumdu landi voru 1941, tókst sjálfur þá á- kvörðun, í fangclsinu ásamt Hallgrími Hallgrímssyni, að þið tækjuð á ykkur tvo, þá „sök“ að hafa skorað á brezka her- menn að vinna ckki sem verk- fallsbrjótar, og þoldir síðan sak- Iaus harða fangelsisvist árlangt. Flokkur vor hefur alltaf vit- að að þú varst ætíð reiðubúinn að Ieggja allt í sölurnar fyrir hann cg málstað vorn. Við von- um að flokkur vor og íslenzk verklýðshreyfing fái í vaxandi mæli að njóta krafta þinna á komandi tímum. Konu þinni, sem borið hefur svo drengilega mcð þér byrðarn- ar á erfiðustu tímunum og allt- af barizt þér við hlið, og fjöl- skyldu þinni allri sendum við hughcilar óskir á þessuni degi. Persónulega þakka ég þér okk- ar langa, nána samstarf og vona að það megi vel cndast samciginlegum málstað okkar til velfarnaðar. EINAR OLGEIRSSON. Þegar mér barst til eyrna fyrir stuttu að Eggert Þor- bjarnarson yrði fimmtugur 26. þ.m. hét ég sjálfum mér og öðrum að skrifa afmælisgrein. afmæiisbarninu sjálfsagt til nokkurrar hrellingar en öðrum til uppbyggingar. En það er nú svo með okkur, sem erum í þessu ieiagsmálastússi, að vegna annarra starfa komum við því oft ekki í framkvæmd, sem við helzt kysum að gera. Línur þessar eru hripaðar milli þjarkfunda um verðlagningu á landbúnaðarvörum þegar hug- urinn er bundinn við tölur og flækjur þeirra máia. Ekki ætla ég að vanmeta það starf, en gaman hefði verið að hafa svolítið næði o.g nota þessi tímamót í ævi Eggerts til að rifja upp nokkrar minningar frá liðnum dögum, en það verð- ur að bíða betri tíma. Það eru nú liðin rösk þrjá- tíu ár síðan ég fyrst kynntist Eggerti Þorbjarnarsyni. Leið- ir okkar lágu saman í hinni róttæku verkalýðshreyfingu. Þessi tæplega tvítugi piltur dró strax að sér athygli manna, hann var þá með glæsilegustu forystumönnum úr hópi hinna yngri. Hann var afburða ræðu- í félogsskap hans er gott að vera Það var haustmorgun snemma i október fyrir 23 árum. Himinninn var mettaður óveð- ursskýjum — ofviðri virtist í nánd. Stjórnmáiahiminninn var líka hnappaður stormskýjum. Oti í ninum stóra heimi hafði fasism- inn hreiðrað dyggilega um sig og undirbjó af kappi heims- styrjöld og kallaði „baráttu gegn kommúnisma”. Aíleiðingar kreppunnar miklu þjökuðu enn alþýðu hins vest- ræna heims. Atvinnuleysi, hungur og kröm hrjáðu þá ís- iendinga ekki siður en aðrar þjóðir hins kapítalistíska heims. Æ fleiri og fleiri verkamenn, sjómenn og menntamenn lands- ins sjá nauðsyn þess að mynda harðsnúinn verkalýðsflokk — byggðan upp á sósíölskum grundvelli sem baráttutæki sitt til sóknar og varnar gegn fas- isma og atvinnuleysi. Löng og ströng barátta sam- einingarmanna í Alþýðuflokkn- um og Kommúnistaflokki Is- lands var að ná hámarki. Ár- angurinn var að koma í ljós. Slíkur flokkur var að verða að veruleika — kommúnistar og vinstri jafnaðarmenn höfðu á- kveðið að taka höndum saman. Þetta voru . tímar mikilla vona — ekki sízt hjá æskulýðnum. — Inni í notalegri stofu í húsi einu við Njólsgötuna sit ég yfir rjúkandi kaffi og ræði við blóð- rauðan bolsa — Moskvulærðan — um sarneiningu æskulýðs- sambands kommúnista og jafn- aðarmanna. — Maður þessi var Eggert Þorbjarnarson. Þannig bar fundum okkar saman fyrst — og undir slíkum þjóðfélags- iegurri kringumstæðum. Eftir þetta hittumst við oft næstu árin, því að þessi „blóðrauði" varð fyrsti forseti ÆF-samb. ungra sósíalista og síðar fyrsti íramkvæmdastjóri Sósíalista- tlokksins, að ógleymdum þýð- ingarmiklum störfum sem hann leysti af hendi í verkamannafé- laginu Dagsbrún. f hartnær aldarfjcrðung hef ég horft á þennan mann og fylgzt með honum. Ég hef ekki komizt hjá að sjá ósérplægni hans, heiðarleika og einlægni í störfum fyrir málstað hins vinnandi manns. Frá Eggerti Þorbjarnarsyni hefur mér ávallt fundizt stafa birta og hlýja og manni líður notalega vel í nærveru hans. Það er gott að rökræða við hann, því að einnig þá bregzt honum ekki ljúfmennskan þótt hann sé máske á öndverðri skoðun. Kæri Eggert. Ég veit að þér er illa við allt það, sem þú kallar mas. En ef satt er, að þú sért fimmtug- ur í dag verðurðu enn að taka á þolinmæðinni og leyfa okkur gömlum og nýjum félögum þín- um og samherjum að hrella þig eina dagstund og taka við þakklæti okkar fyrir liðna tím- ann. Ekki sízt fyrir forustu þína í ÆF, sem fleytti sam- tökunum yfir örðugleika byrj- unaráranna. Störf þfn þar verða seint fullþökkuð. Ég óska þér og fjölskyldu þinni til hamingju með daginn. Ég vona að þér veitist ótlejandi tækifæri á næstu áratugum, til að vinna fyrir íslenzkt fólk í anda hugsjóna þinna. Sósíalistaflokknum vildi ég óska þess að hann mætti eign- ast marga slíka sem þig — þyrfti þó engu að kvíða. T. Þ. Eggert Þorbjarnarson. Kveðga fró Æskulýðsfylk- ingunni til Eggerts Þorbiarnarsonar, fimmtugs Fyrir hönd allra þeirra ungra sósíalista, sem staríað haía í Æskulýðsfylkingunni, sendum við þér árnaðaróskir okkar og kveðjur í tilefni afmæl- isins. Fyrir Z3 árum stóðst þú í fylkingarbrjósti þeirr- ar framsæknu sveitar ungs fólks, sem setti sér það mark að sameina ungt, róttækt og frjálshuga æsku- fólk í eina fylkingu. Stofnun Æskulýðsfylkingar- innar og saga hennar framan af er mjög tengd nafni þínu. Þú varst forseti hennar fyrstu árin, og sú elja og stjórnlist sem bú laaðir fram í þágu sam- taka okkar varð til mikilla Heilla. * • Þessvegna þakka ungir sósíalistar þér af heil- um hug. Starf þitt allt í þágu samtaka okkar hefur verið heilladrjúgt cg ungu fólki til fyrirmyndar. Við óskum þess að hin sósíalíska hreyfing megi enn sem fyrr njóta hins heilladrjúgja framlags þíns til stefnu og starfs sósíalista. Framkvæmdanefnd Æskulýðsfylkingarinnar maður, flutti mál sitt af eld- móði hugsjónamannsins en þó jafnframt hlaðið ótrúlegri þekk- ingu, af svo ungum manni að vera. Það voru fáir ungir menn á þeim árum. sem úr ræðu- stóli höfðu jafn sterk áhrif á tilheyrendur sína og Eggert. Afturhaldið skildi lika að hér var maður á ferð, sem var því hættulegur. Kratabroddarnir, sem þá höfðu Dagsbrún í sín- um höndum, stóðu fyrir því á árinu 1931 að Eggert var vik- ið úr fé'aginu fyrir hina skel- eggu baráttu sína. Brottrekstur hans — og nokkurra annarra félaga litlu síðar — átti að lama hina róttæku í félaginu með þvi • að svipta þá foryst- unni. Þessi hópur var ekki stór þá, en ég man eftir að við sögðum broddunum þá að þessi ungi maður ætti eftir að koma við sögu í Dagsbrún þegar verkamenn hefðu séð þeirra rétta innræti og snúið við þeim bakinu. Við vorum ekki í neinum vafa um að framtíð- in væri okkar. Einum áratug síðar, 1942, var Eggert orðinn ráðsmaður Dagsbrúnar fyrir fyrstu stjórn Sigurðar Guðna- sonar. Þessu starfi gegndi Egg- ert í nokkur ár og ávann sér sérstakar vinsældir félags- manna. Eggert hafði fengið inngöngu í Dagsbrún aftur árið 1938, þegar samfylkingaröflin í fé- laginu höfðu sigrað. Frá þess- um árum væri margs að minn- ast, t.d. fyrstu samninganna sem við stóðum í við atvinnu- rekendur 1942, þá lítt reyndir í þeim efnum, en þeir samn- ingar marka tímamót í sögu verkamannafélaganna. Þá væri . einnig fróðlegt að rifja. „uj^, þegar sömu cJflin í Dagsbrún sem stóðu fyrir brottrekstri Eggerts 1931 sviku okkur í hendur brezka hersins í verk- fallsbaráttunni í janúar 1941. Þessi svívirðilegi verknaður kostaði Eggert 8 mánaða fangelsisvist hjá erlendum og innlendum máttarvöldum. Með þessari framkomu og öðrum verkum sínum í verkfallinu 1941, gróf afturhaldið í Dags- brún sína eigin gröf, sem það féll í ári síðar og hefur ekki uppúr risið síðan. í faglegu hreyfingunni gegndi Eaaert ýmsum trúnaðarstörf- um. sat m.a. mörg Alþýðusam- bandsþing sem fulltrúi Dags- brúnar og var um skeið for- maður Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Eggert hætti störfum hjá Dagsbrún til að taka að sér enn vandameiri störf fyrir stjórnmálasamtök alþýðunnar. Sós’alistaflokkinn. Þau störf ætla ég ekki að rekja, enda væri bað mikið verk. en í ö”u starfi sínu hef- ur Eggert unnið sér vinsæld- ir og óskorað traust félaga sinna. Á fimmtugsafmæli Eggerts Þorbjarnarsonar er sannarlega margs að minnast, en íyrst og fremst er okkur þó í huga hinn góði og tryggi félagi, sem ávallt hefur verið reiðubúinn til þess að fórna bókstaflega öllu fyrir hugsjónir sinar og málstað alþýðunnar. Hin ómet- anlegu kynni við manninn sjálfan eru okkur efst í huga. Kæri félagi, um leið og ég flyt þér innilegustu hamingju- Ég var sendisveinn langt innan við fermingu en fylgdist af á- huga með rökvísu tali þínu. Mér fannst þú bera af í umræðun- um: Engin hálfvelgja, ekkert hik; rökrétt og markviss stefna að lokatakmarkinu, alræði ör- eiganna á íslandi! Nokkru síð- ar gekk ég í F.U.K. Síðan hafa leiðir okkar legið saman. Mig langar þess vegna til að senda þér nokkrar fátæklegar línur sem smá þakklætivott fyrir allt það, sem ég hef af þér lært og fyrir þá góðu og tjrausty vináttu sem- á,r.milli okkar hefur verið alla fjð. Þú hefur alltaf verið sami fórnfúsi trausti, samvizkusami og sí- starfandi félaginn; alltaf reiðu- búinn til að leggja máístað okkar, 'úefnu okkar, flokki okk- ar lið. F.U.K., Æskulýðsfylkingin og Sósíalistaflokkurinn hafa átt starfskrafta þína óskipta á fjórða áratug; á þessum árum óskir bið ég þig og aðra að afsaka þessi flýtisskrif, þér og þínum óska ég gæfu og geng- is á komandi t:mum og hreyf- ingu okkar á ég ekki betri ósk Framhald á 11. siðu. 4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 5. október 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.