Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 6
NÝITÍMINN I Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Ásmundur Sigurðsson. títgeíandi: Sósíalistaflokkurinn. Askriftargjald 100 kr. á ári. iiimiiimiiiiimiiiiiMiiiiumimiimiimmiiimnmHimMmummm"1*1" Skoðanaskipti I ¥/"ennedy Bandaríkjaforseti hélt fyrir skömmu ræðu | ^ á þingi Sameinuðu þjóðanna. Ræða þessi hefur vakið mikla athygli, og sumir hafa reynt að gera | hana að merkilegri boðskap en hún var í raun og veru. . En víst var þetta mjög athyglisverð ræða. Að vísu I komu ekki fram í henni neinar nýungar, og enginn ■ veit hvernig hugmyndir hennar kunna að standast I prófraunir veruleikans. En það er nýstárlegt að ræð- j an var á köflum ómengaður friðaráróður, Þar var mæit * með afvopnun og samkomulagi um bann við múg- morðstækjum; þar var sagt berum orðum að við yrð- um að tortíma morðtólunum ef þau ættu ekki að tor- tíma okkur. Slíkar almennar röksemdir hafa oft ver- ið fluttar áður, en nýungin er í því fólgin aö þær voru j nú í fyrsta skipti eftir stríð fluttar af forseta Banda- ríkjanna. Ummæli af því tagi sem hann lét sér um 1 munn fara hafa semsé til skamms tíma verið flokkuð undir óameríska starfsemi, kennd við kommúnisma eða það sem verra er: nytsamt sakleysi; — hvað hefur afturhaldsblöðum á Vesturlöndum þótt hlægilegra en friðardúfur? En nú er barátta fyrir afvopnun og friði allt í einu talinn sæmandi boðskapur fyrir fremsta liðs- odd hins vestræna heims. Það eru vissulega annálsverð tíðindi og tónninn einn ærið fagnaðarefni, hverjar hugmyndir sém menn kunna að hafa um heilindin. /\g jafnhliða þessu fá röksemdir og frásagnir, sem ^ áður voru bannhelgar, rúm á virðulegum stöðum 1 í borgarablöðunum. Þannig er Morgunblaðið dag eftir j dag farið að skrifa um geislavirkni; það segir að hætta sé á að tilraunir með kjarnorkuvopn hafi áhrif á erfða- • eiginleika og kunni að bitna á ófæddum börnum, jafn- | vel eftir margar kynslóðir; það ræðir um beinkrabba * og hvítblæði og strontium 90 af alvöruþunga. Þetta kunna að vera nýjar fréttir fyrir suma lesendur Morg- unblaðsins, en lesendur Þjóðviljans hafa þekkt þess- ar röksemdir gegn ógnum kjarnorkusprenginganna ár- um saman. Einn íslenzkra blaða hefur Þjóðviljinn sagt lesendum sínum frá þeim skelfilega háska sem er samfara tilraunum með kjarnorkuvopn, rakið frá- sagnir vísindamanna, birt eina greinina af annarri um stökkbreytingar á erfðum, hvítblæði og beinkrabba, í hálfan annan áratug. Og allan Þennan tíma hefur . Morgunblaðið mótmælt þessum frásögnum með ofstopa j og spotti, talið frásagnir vísindamannanna fleipur eitt, I og ráðizt með offorsi gegn þeim sem skrifuðu undir ■ Stokkhólmsávarpið eða tóku þátt í athöfnum sem hægt > var að kenna við það skelfilega orð: frið. Þangað til [ nú. Og víst er ástæða, til að fagna sinnaskiptum Morg- ' unblaðsins, þótt þeim fylgi bjálfalegur áróður og ein- | staklega flónskulegar getsakir um það að Þjóðviljinn 1 viðurkenni ekki þær staðreyndir sem hann hefur einn íslenzkra blaða flutt í fimmtán ár. Þótt menn ætli Morgunblaðinu ekki fagrar hvatir og festi ekki trúríáð á heilindi þess, er það ákaflega mikilvægt að það skuli nú í fyrsta skipti viðurkenna augljósustu sann- indi og vara við hættunni. Jjað er aðeins eitt sem er næsta ömurlegt. Skoðana- j skipti Kennedys og Morgunblaðsins stafa ekki af I virðingu fyrir röksemdum og staðreyndum; þær hafa ■ ekki hrinið á þessum aðilum frekar en vatn á gæs. I Það þurfti nýjar tilraunir Sovétríkjanna með kjarn- i orkuvopn til Þess að hættan væri viðurkennd; það I þurfti ótta við að Sovétríkin væru að öðlast algera yf- | irburði í vígbúnaðarkapphlaupinu til þess að farið væri ■ að ræða afvopnun af alvöru. Það eru þannig ekki rök- | semdir og staðreyndir sem hrífa, heldur vald. Það eru óskemmtileg sannindi, en ekki verður hjá því komizt I að horfast í augu við þau. En þótt tilefnið sé slíkt ber að vænta þess að hin auglýstu skoðanaskipti Banda- ríkjiaforseta og Morgunblaðsins endist einnig til þarf- legra athafna. — m. £ Fyrir nokkru fengu blaðamaður og ljósmyndari frá Nýja tímanum þess að skoða Tilraunastöð Haskól í meinafræði á Keldum í þeirra erinda að afla þar efnis og mynda fyrir blaðið. Að sjálfsöo^” OT margt í starfsemi stöðvarinnar sv fræðilegt, að ekki er á færi blaðamanns að lýsa því fyrir lesend- um rétt og skilmerkilega. Þess vegna verour hér aðeins stiklað á því stærsta og revnt að styðjast sem mest við frá- sagnir starfsmanna stöðvarinnar sjálfr- ar og jafnframt myndir þaðan látnar tala sínu máli, ef vera mætti að les- endur Þjóðviljans yrðu nokkru fróðari eftir en áður um þá forvitnilegu starí- semi, er fer fram innan veggja Til- raunastöðvarinnar að Keldum. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir Fréttamaður .Þjóðviljans átti fyrst tal við Pál A. Pálsson yf- irdýralækni, sem gegnt hefur störfum forstöðumanns við Til- raunastöðina .að Keldum, síðan dr. Björn Sigurðsson læknir lézt fyrir tveim árum, en hann hafði verið forstöðumaður stöðvarinn- ar frá stofnun hennar. Bað fréttamaðurinn Pál að segja í stuttu máli frá stofnun og starfssviði Tilraunastöðvarinn- ar. Varð hann góðfúslega við Því. — Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum tók til starfa 1948. Hún var reist að nokkru leyti fyrir framlag úr Kockefellersjóðnum. Það fram- lag nam um 200 Þúsund dollur- u.m. Verkefni tilraunastöðvar- innar má heita að sé ÞríÞsett- í fyrsta lasi, og Það er aðal- verkefni stöðvarinnar, að rann- saka búfjársjúkdóma ýmis kon- ar. Fram til Þessa hefur aðal- lega verið unnið að rannsókn- um á sauðfjársjúkdómum, sér- staklega langvinnum sjúkdóm- um eins og garnaveiki, riðu- veiki. visnu, mæðiveiki o.s.frv. í öðru lagi er hér í gangi mikil framleiðsla á allskonar Ivfium til yarnar bví, að sjúk- dómar herji j.Þúfé. .JÞ.að eru frámléidd hér bóluéíni gegn lambablóðsótt, lungnapest, garnaveiki cg serum gegn lambablóðsót.t, auk þess sem látin eru -hér ut iyf • tSl ’ varnar gegn fjöruskjögri í lömbum og ormaveiki í sau.ðfé. Þessi lyfja- framleiðsia hefur vaxið mjög ört á þessum 12 árum, sem rannsöknarstöðin hefur starfað, og það er ein meginástæðan til þess. að við eru nú að reyna að færa út kvíarnar og taka í notkun, væntaniega á næsta vetri, hluta af nýrri r’annsókn- arstof ub yggingu. í þriðja lagi er svo sjúkdéms- greining ýmis konar í líffærum, sem dýralæknar og bændur senda hingað úr gripum, sem voru sjúkir eða hafa farizt af völdum sjúkdóma. Þessi þjón- usta hefur líka aukizt verulega síðan stofnunin tók. til starfa. Þá er hér einnig starfrækt fyrir heilbrigðisstjórnina grein- ing á veirusjúkdómum í mann- fólki. Hér er stöð fyrir fsland,. er fylgist með innflúenzu hér á landi, og er hún í nánu sam- starfi við aðalstöð þeirra mála í London, sem aftur lýtur stjórn Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar. Auk þess er hér í gangi greining á fleiri veiru- sjúkdómum í mönnum en inn- flúenzu, svo sem mænuveiki og öðrum veirusóttum. Þá starf- semi annast Margrét Guðna- dóttir læknir. Þá er einnig til húsa hér rannsóknarstarfsemi á vegum sauðfjárveikivarnanna undir stjórn Guðmundar Gísla- sonar ’.æknis, og öll sjúkdóms- greining á líffærum og blóð- prufum á vegum þeirra eru gerðar hér innan veggja stofn.- unarinnar-. - — Er starfslið stofnunarinnar fjölmennt? — Þegar tilraunastöðin tók til starfa seint á árinu 1948 var starfslið hennar dr. Björn Sig- urðsson læknir, forstöðumaður, Halldór Grímsson efnafræðing- ur og Páll Pálsson dýralæknir. Einnig störfuðu þá hér við stofnunina ein aðstoðarstúlka og einn aðstoðarm.aður auk fólks, er vann við búreksturinn og gæzlu og hirðingu tilraunadýra. Síðan hefur starfsfótkinu fjölg- að allverulega. Nú eru starf- Einn af starfsmönnunum á Keldum, Páll Sigurðsson. 1 hcrbergini m.a. fram vef jaskoðun. Sýkti vefurinn, er skori nn niður í ör jiui þúsundustu úr millimctra, því næst er hann litaður og scttur á í undir smásjána til skoðunar. Einnig er hægt að taka mynd af s inni sjást tæki, sem notuð eru við þessar ranns óknir. (Ari Kára 6) — NÝI TÍMINN Fimiptudagur 5, október 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.