Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 9
Þegar blaðamaður og ljós- myndari Nýja tímans áttu ferð um Mosfellssveitina í slag- veðursrigningu ekki alls fyr- ir löngu, var m.a. staldrað við í gróðurhúsi Jóns Bjarna- soriar að Reykjum. Jón Bjarnason var ekki við sjálfur en við hittum að máli annan garðyrkjumann. Ana Kristjánsson, sem sýndi okkur húsin. Þarná er aðal- lega blómarækt og mest rækt- að’: af ne'likum. Stundum hafa beir þó verið með gúrk- ur.líka og lítið eitt af tómöt- UITl; Það er mikið að gera í svona gróðurhúsum og þeir Jón vinna að þessu einir, ásamt konu Árna. — Þetta er samt rniklu auðveidara en áður var, seg- ir Árni. Nú höfum við sjálf- virkan hitastilli sem sér um að halda hæfilegum hita í húsunum, svo maður þarf ekki að fara á fætur fyrir allar aldir og skrúfa fyrir heita vatnið Þegar mikið sól- skin er eða frá því þegar kólnar snögglega í veðri. Svo er hérna nokkuð alveg sér- stakt sem ég býst við að fá gróðurhús hafi hér á landi. Og hann opnar stórt kæli- rúm og sýnir okkur. Þar eru margar fötur með nellikum. — Það er mjög mikils virði að geta geymt blómin svona. sérstaklega þegar heitt er í veðri. Þarna geymast'þau lif- andi í marga daga og láta ekkert á sjá. Við spyrjum um söluna. Er raunverulega keypt svo mik- ið af blómum á íslandi að það svari kostnaði að rækta þau? Seljast nellikurnar? '— Jú, jú, alltaf rífandi sala. meðan þær eru til. Og á veturna komum við svo með laukana, mest túlípana. Komið þið bara aftur um eða eftir jólin og sjáið dýrðina. — Þú ert danskur að ætt og uppruna, Árni, er það ekki? — Jú, það er nú líkast til. En nú er ég íslendingur. Bú- inn að búa hér í fimmtán ár og hef verið hér hjá Jóni í tíu. —Og hefur náttúrlega orð- Arni Kristjánsson garðyrkjumaður við vinnuna. Hann fékk ekki að kalla sig Sorensson. Dct var Sörens — — — \ ið að skipta um nafn. — Ojá. Hét áður Arne K. M. Wind. Ég vildi fá að heita Árni Sörensson á ís- lenzku þvi að pabbi minn hét Sören, en það var ekki leyft. Þótti ekki nógu íslenzkulegt nafn. Svo frétti ég síðar að það væru margir íslenzkir Sörenar til norður í landi. Satt að segja er það hálf- heimskulegt, þetta með nöfn- in. Það er nóg að krakkarnir fái íslenzk nöfn. það byrgir brunninn fj’rir framtíðina, en eldra fólkið ætti að fá að halda sínum. Enda hafa marg- ir íslendingar ættarnöfn, mörg þeirra meira að segja mjög útlenzkuleg. Við getum ekki annað en verið sammála um það. Byssukúluznar sem fundust í einu Iíkanna úr flugvélinni hljéta að hafa kemið úr skotvopnum, fullyrða sænskir sérfræðingar STOKKHÓLMI 26/9 — Sænsk blöð láta í ljós grunsemd- ir um að ekki sé allt meö felldu varðandi rannsókn stjórnarvalda í Rhcdesíu á slysinu sem varð Dag Hamm- arskjöld og fimmtán öðrum að bana. Blöðin segja að sænskir sérfræðingar sem fylgjast með rannsókninni telji hana ófullnægjandi. í einu líkanna úr flugvélinni Khiari, hafi orðið að bíða í tvo hafa íundizt byssukúlur. Að cjaga áður en þeir fengu að sögn flugmálastjóra Rhodesíu sem stjórnar rannsókninni hafa þær kúlur ekki komið úr neinu skotvopni, heldur séu þær þann- ig til komnar, að skotfæri sem voru með flugvélinni hafi sprungið þegar í henni kviknaði og kúlurnar þannig lent í líkama mannsins. Sænskir sérfræðingar vísa þessari skýringu Rhodesíumanns- ins algerlega á bug. Þeir segja að það sé fráleitt að kúlur sem þannig springi geti komizt inn í mánnslíkama, skotmáttur þeirra sé ekki meiri en svo að þær 'myndu ekki ieinu pinni fara í gegnum föt. Skotvopna- íræðirrgurinn C. F. Westerell, sem fengizt hefur við fræði sín í 30 ár, segist geta fullyrt að það sé hreinasta firra að halda því fram að skot sem í kviknar geti sprungið með svo miklum krafti að þau fari inn í manns- líkama. Annar sænskur skot- vopnafræðingur, Arne Svensson, tekur undir þessi orð og segir að hafi kúlur fundizt í einu lík- anna, sé hægt að fullyrða að þær séu þangað komnar úr skot- vopni. Framkoma Rhodesíumanna vekur grunsemdir Sænski flugmaðurinn Göran Andrée sem flaug til Ndola þar sem slysið varð daginn eftir það segir að hann og förunautar hans„» sænski ræðismaðurinn í Kongó o.g fulltrúi gæzluliðsins, skoða sig um á slysstaðnum.* Þetta og ýmislegt annað hafi vakið grunsemdir þeirra um að ekki væri allt með felldu, seg- ir hann í viðtali við Svenska Dagbladet. Forstjóri sænska flugfélags- ins Transair sem átti flugvél- ina sem fórst segist viss um að skotið hafi verið á hana. Hann bendir einnig á grunsam- legt framferði stjórnarvaldanna i Rhodesíu, segir að fulltrúar flugfélagsins hafi ekki mátt taka virkan þátt í rannsókninni, enda þótt þeir væru bezt til þess fallnir, og hafi þeir ekki einu sinni fengið að fara að flakinu nema í fylgd með öðrum. Eng- um tillögum þeirra varðandi rannsóknina hefur verið sinnt, segir íorstjórinn. Styrkur boðinn fram ur sjóði J. E. Quintus Bosz í fyrra haust var frá því greintsem íslendingum hafði ekki áð- í fréttum, að hollenzkur maður, dr. J. E. Quintus Bosz, fyrrum ræðismaður Islands og Danmerk- ur í Surabaya í Indónesíu, ,hefði látið eftir sig sjóð, er ætlað væri að styrkja hollenzka, danska og íslenzka menn til rannsókna á sviði lífefnafræði, lyfjafræði eða næringarefnafræði hitabeltislanda og veita verðlaun fyrir vísinda- árangur í þessum fræðigr. Sjóð þennan stofnaði dr. Quintus Bosz til minningar um son sinn, Har- ald, og ber hann nafn hans. Út- hluta má úr 'Vjóðnum allt að þremur styrkjum árlega, er sam- tals nemi 5.000 gyllinum, en það jafngildir 60.000 íslenzkum krón- um. Sjóðsstjórn, sem skipuð er fjórum Hollendingum, ákveður, hverjir styrki skuli hljóta. Ákveðið var, að styrkfé það, sem úthlutað yrði 1961, rynni allt til íslenzkra umsækjenda, þar ur gefizt kostur á að sækja um styrki úr sjóðnum. Styrki hlutu þeir Jóhann Axelsson, lífeðlis- fræðingur, og Vilhjálmur Skúla- son, lyfjafræðingur. Við næstu úthlutun, og vænt- anlega framvegis, mun verða valið úr umsóknum frá öllum þrempr Áöndunup)>) Hoílandi/.panr mörku og Islandi. íslenzkir um- sækjendur skulu um eitthvert skeið hafa stundað nám við Há- skóla íslands. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k. Umsókn fylgi upplýsingar um náms- og starfs- feril, staðfest afrit af prófskír- teinum, meðmæli háskólakennara og ýtarleg greinargerð um rann- sóknarstörf sem umsækjandl kann að hafa unnið. Æskilegt er, að umsóknir séu ritaðar á ensku. Menntamálaráðuneytið, I 25. sept. 1961. Micliael Kajzer og Emil Jónsson undirrita samninga. Samið um viðskipti ls- lendinga og Pólverja Hinn 21. þ.m. kom hingað til Rcykjavíkur viðskiptanefnd frá Póllands til að semja um við- skipti landanna fyrir tímabilið 1. október 1961 til 30. september 1962, á grundvelli viðskiptasamn- ings, sem undirritaður var í Var- sjá 18. nóvember 1949. Samkvæmt vörulista, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð fyrir, að ísland selji, eins og áður, saltaðar gærur, auk fleiri vara, Frá Póllandi er m,a. gert ráð fyrir að kaupa kol, vefnað- arvörur, efnavörur, sykur, timb- ur, járn- og stálvörur, vélar og verkfæri, búsáhöld, skófatnað, kartöflur og aðrar matvörur, auki fleiri vara. Gert er ráð fyrir * nokkurri aukningu í viðskiptum land.anna frá því sem var á síð- asta samningstímabili. Af íslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson, Svanbjörn Frímansson, bankastjóri, Pétur Pétursson, for- stjóri, og Yngvi Ólafsson, deild- arstjóri. Bókun um ;framangreind - við- skipti vár nýlega undirrituð af sjávarútvegsmálaráðherra Æmil Jónssyni og Mr: Miehael Kajzer, aðstoðarforstjóra í utanríkis- verzlunarráðuneytinu í Varsjá. Samsteypustiórn frjélsra Bonn 29/9 — Allt virðist nú bcnda til þess að mynduð verði samstcypustjórn frjálsra og kristilcgra demókrata í Vestur- Þýzkalandi. Konrad Adenauer hefur boðið leiðtogum Frjálsa demókrata- flokksins til umræðu um mynd- un samsteypustjórnar þessara tveggja flokka. Þetta yar tilkynnt af- talsmanni Kristilega demó- krataflokksins i Bonn í dag. Um- ræðurnar munu fara fram í byrj- un næstu viku. Aðálleiðtogi frjálsra demó- krata, Erick Mende, sagði i gær að flokkur hans væri fús til að styðja Adenauer sem forsætisráð-- herra í takmarkaðan tíma. Hann hefði áður lýst yfir að flokkur- inn mundi ekki taka þátt í sam- steypustjórn ef Adenauer yrði forsætisráðherra. Frjálsir demókratar sendu út orðsendingu í kvöld um að til- boði Adenauers hefði verið tekið. Fyrri andstaða flokksins við Ad- enau.er er ekki nefnd einu orði i orðsendingunni og er almennt álitið að stefnubreyting Mendes gagnvart Adenauer stafi af ótta við að annars myndi Kristilegi demókrataflokkurinn stjórn meS< Sósíaldemókrötum. Fimmtudagur 5. október 1961 — NÝI TÍMINN — (9

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.