Nýi tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 12.10.1961, Blaðsíða 1
Munið ÞJÓDVIUANS íi!'«#W ií>». T1M1NN Fimmtudagur 12. október 1961 — 2. tölublað. Kaupið NÝJA TÍMANN Virðuleff háskólahátíð kiöri 24 heiðursdoktora Verkffall yfir- inaniiu á bands- úúm skipum SAN FRANCISCO — Verkfallið meðal yfirmanna á kaupskipa- flota Bandaríkjamanna á Kyrra- hafi hefur nú færzt yfir til Baltimore á austurströndinni. Þegar kaupfarið Hawaiian Tour- ist kom þar inn á fimmtudags- kvöld gekk öll áhöfnin í land. Á Háskólahátíðinni 7. okt. voru 23 karlar og ein kona sæmd heiðursdokt- orsnafnbót við mjög virðulega athöfn í sam- komúhúsi Háskólans. — Fjöldi manns var við at- nöfnina en þó ekki skip- að í hvert sæti eins og á hátíðarsamkomunni á föstudag. Athöfninnf var útvarpaö. Samkoman hófst að þessu Sinni með' því að prófessor Sigurður Nordal flutti érindi. Þá söng Guðmundur Jónsson óperusöngvari með undirleik Fritz. Weisshappels lögi'n Út- laginn eftir Karl O. Runólfs- sóíi, ^iglum á sæinn eftir Dr. Hallgrím Helgason og Til skýs- ins eftir Erhil Thor'oddseri. Rektor Háskóla ísl'ands, prófessor Ármarín Snævar lýsti síðan kjöri heiðursdokt- ora ásamt deildarforsetum guðfræðideildar prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni, læknadeildar prófessor Kristni Stefánssyni, laga- og viðskiptadeildar prófessor Ólafi Björnssyni> og heimspekideildar prófessor Matthíasi Jónassyni. Kallaði hver deildarforseti fram heið- ursdoktora . sinnar déildar, rakti í stuttu máli starfs- og æviferil þeirra pg lýsti þá doctores honoris causa. Hinir nýju heiðursdoktorar tóku síð- an við skjali úr hendi há- skólarektors og var fagnað með dynjandi lófataki af sam- komugestum. Einn þeirra, dr. Henry Goddard.Leach gat ekki sjálfur tekið á móti nafnbót :sinni sökum skindilegra for- falla og tók bandaríski sendi- herrann á móti henni fyrir hans hönd. Hinir nýju heiðursdoktorar Háskólans eru; í guðfræðideild „ dr. theol. h. c: Prófessor Regin Prenter, Ár- ósum Herra Sigurbjörn Einarsson, Biskup íslands í læknadeild dr. med. h. c: Prófessor Earí Judson King, Postgraduate Medical School, University of London Prófessör Eduard Busch. Rigs- hospitalet, Kaupmannahöfn Prófessor Lárus Einarsson. Áró'sum Dr. P. H. T. Thorlakson Winnipeg CJinic í lág-a- ogr viðskiptadeild ' dr. iur. h. c: Prófessor Alexander Jóhann- esson / Forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson Hinir nýkjörnu heiðursdoktorar sátu á fremsta bekk á Há- skólahátíðinni í gær. Á efri myndinni sjást greinilega, talið frá hægri: próf. Regin Prenter, Sigurbjörn Einarsson biskup, próf. E. A. King, próf. Lárus Einarsson, dr. P. T. Thorlakson, próf. Alexander Jóhannesson, Bjarni Benediktsson forsætisráðh., próf. K. Robberstad og próf. Nils Herlitz. Á hinni eru í fremstu röð talið frá vinstri: próf. Anne Holtsmark, próf. Stefán Ein- arsson, dr. Sigurður Þórarinsson, próf. S. Ó. Duilearga, próf. Richard Beck, próf. Gabriel Turville-Petre, Finnur Sigmunds- son landsbókav., próf. Elias Wessén, próf. Dag Strðmback og próf. Christian Matras. Prófessor Knut Robberstad, Ósló Prófessor Nils Herlitz, Stokk- hólmi Prófessor Oscar A. Borum, Kaupmannahöfn x Prófessor Tauno Tirkkonen, Helsinki f heimspekideild dr. phil. h. c: Prófessor Anne Holtsmark Ósló Prófessor Christian Matras, Kaupmannahöfn Prófessor Dag Strömback, Uþpsöliim " '-"."' Prófessor Elias Wessén, Stokk- hólmi Landsbókavörður Finnur Sig- mundsson Prófessor Gabriel Turville- Petre, Oxford Prófessor Hans Kuhn, Kiel Dr. Henry Goddard Leach, American Scandinavian Fond- ation Prófessor Richard Beck, Uni- versity of North Dakota Prófessor Séamus Ó. Duile- arga, University College Dr. Sigurður Þórarinsson Prófessor Stefán Einarsson, Johns Hopkins; University. Eftir að lýst hafði verið kjöri heigursdoktora söng Kristinn Hallsson óperusöngv- Framhald á 2. síð'j. 9 BERLÍN 7/10 — Varaforsætisráð- herra Austur-Þýzkalands, Bruno Leuschner, sagði á fjöldafundi á Marx-Engels-torgi í Austur-Ber- lín í dag að úrslit nálguðust í baráttunni fyrir friðars^mningum yið Þýzkaland. Fundurinn var haldinn til að minnast þess að 12 ár voru liðin frá því að austurþýzka lýðveld- ið var stofnað og voru um 100.000 NAT0 verndar NEW YORK 7/10 — Utanrik- isráðherra íraks, Hachim Jawad, sagði í ræðu á allsherjarþingi SÞ í gær að Atlanzbandalagið héldi yerndarhendi yfir Frökk- um í Alsír.. Það væru frönsku fjármálahringarnir sem stæðu fyrir stríðinu í Alsír og þeir nytu sívaxandi áðstoðar auð- hringa í öðrum löndum. manns á fundinum að sögn frönsku fréttastofunnar AFP. Leuschner aðvaraði hernaðar- sinna í Vestur-Þýzkalandi og sagði að sérhver' tilraun til að skerða landamæri Austur-Þýzka- lands myndi leiða til styrjaldar. - Mikojan, aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjanna, talaði einn- ig á fundinum. Hann sagði í ræðu sinni að Sovétríkin væru fús til að veita fullkomna trygg- ingu fyrir að staða Vestur-Ber- línar sem fríríkis yrði ekki skert. Mikojan sagði að í friðarsamn- ingnum sem gerður yrði við Austur-Þýzkaland myndu þýzku landamærin endanlega ákveðin í samræmi við alþjóðalög. Við vilj- um ekki stríð. Friðsamleg sam- keppni á sviði efnahagsmála verður að, ráða úrslitum í bar- áttunni milli sósíalismans og kapítalismans, sagði Mikojan. Mannfjöldinn lét fögnuð sinn í ljós hvað eftir annað meðan á ræðu hans stóð.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.