Nýi tíminn - 19.10.1961, Side 1

Nýi tíminn - 19.10.1961, Side 1
■*» •»ss«r*5r Fimmtudagur 19. október 1961 — 3. tölublað. Kaoþið NÝJA TIMANN Álitamál um aldursíorseta 11. okt. Alþingi, 82. löggjaíar- þing, kom saman til íund- ar í gær. Var þingfundur stuttur og kosningu þing- forseta frestað þar til síð- degis í dag. Við þingsetningu í gær, að lok- inni messu í Dómkirkjunni, las forseti íslands bréf handhafa forsetavalds dags. 13. september sl. um samkomudag Alþingis, en lýsti síðan yfir að löggjafarþingið væri sett og árnaði því allra heilla í störfum. í lok ræðu sinnar bað forseti aldursforseta að taka við störf- um þingforseta þar til kjörinn hefði verið forseti sameinaðs þings, eins og þingsköp mæltu fyrir um. Sté þá Gísli Jónsson umsvifalaust í forsetastól, bauð forseta íslands velkominn úr Kanadaför, óskaði Ólafi Thors góðs afturbata og minntist fjög- urra manna, sem setið höfðu á Alþingi og látizt hafa á þeim tíma sem liðinn var síðan þing ■ r 20 þús. tunnur seldar til V-Þýzkalands Síðustu dagana hefur ver- ið samið um sölu á 40 þús- und tunnum af saltaðri Suðurlandssíld til Sovétríkj- anna og 20 þúsund tn. af flattri edikssaltaðri síld til Vestur-Þýzkalands. Samkvæmt upplýsingum frá síldarútvegsnefnd var hinn 7. þ. m. undirritaður í Reykjavík samningur um fyrirframsölu á 20 þúsund tunnum af saltsíld, Suð- urlandssíld, til Sovétríkjanna. Verður að afgreiða þetta magn fyrir 25. desember n.k. f fyrradag var svo undirritaður viðbótarsamningur um sölu á 20 þúsund tunnum til Sovétríkjanna og verður að afgreiða 5000 tunn- u.r af þeirri síld í desember, 7500 tunnur í janúar næsta ár og jafn mikið magn í febrúar. Þá var fyrir nokkru geng- ið frá samningum um fyrir- framsölu á 20 þúsund tunnum áf flattri og edikssaltaðri Suður- landssíld til Sambandslýðveld- isins Þýzkalands. Samningaumleitanir um sölu á saltaðri Suður-landssíld til ann- arra landa standa enn yfir. kom síðast saman til funda, þeirra Jóhanns Þ. Jósefssonar fyrrv. ráðherra, sem lézt 15. maí sl„ Gunnars Ólafssonar kaup- manns í Vestmannaeyjum sem lézt 26. janúar sl., Angantýs Guð- jonssonar verkstjóra sem lézt 6. ágúst sl. og Ásgeirs Sigurðsson- ar skipstjóra sem lézt 22. sept- ember sl. Heiðruðu þingmenn minningu hinna látnu með því að rísa úr sætum. Gísli eða Jón? Nokkrir þingmenn boðuðu for- föll og tóku varamenn sæti þeirra á þingi: Jón Pálmason í stað Gunnars Gíslasonar, Hjörtur Hjálmarsson í stað Birgis Finns- sonar, Einar Sigurðsson í stað Jónasar Péturssonar og Sveinn Einarsson í stað Ólafs Thors. Þar sem Sveinn hefur ekki áð- ur átt sæti á Alþingi var fundi frestað um sinn meðan kjör- bréf hans var rannsakað. Er rannsókn kjörbréfsins var lokið og fundur settur að nýju kvaddi Skúli Guðmundsson sér hljóðs utan dagskrár. Benti hann á að samkvæmt þingsköpum ætti ald- ursforseti að stjórna þingfundi þar til forseti sameinaðs þings hefði verið kjörinn. „Ef ég man rétt“, sagði Skúli, „þá er Jón Pálmason, sem nú er mættur til þings, nokkru eldri en sá þing- maður sem situr nú í forseta- stól“. Kvaðst Skúli vilja spyrja hvort Jón ætti frekar að stjórna fundi en Gísli. Sá síðarnefndi svaraði því til, að tilkynningin um þingsetu Jóns Pálmasonar sem varamanns hefði ekki verið tekin fyrir fyrr en í upphafi þingsetningarfundar og skrif- stofa Alþingis hefði talið eðlilegt að hann (Gísli) hefði fundar- stjórnina með höndum. Kjörbréf Sveins Einarssonar var síðan samþykkt samhljóða og síðan frestaði aldursforseti (?) fundi og boðaði framhaldsfund kl. 1.30 síðdegis. Yrði fyrir þann tíma skorið úr um aldurs- forsetaspursmálið. Séð yfir fundarsal samcinaðs þings í gær. (Ljós mynd Þjóðviljinn). Fastaneíndir Alþingis 1 gær fóru fram á Alþingi kosningar í nefndir, bæði í sam- einuðu þingi og deildum. Nefnd- irnar eru þannig skipaðar: Sameinað Alþingi Fjárveitinganefnd Guðlaugur Gíslason, Jón Árna- son, Gunnar Gíslason, Kjartan J. Jóhannsson, Birgir Finnsson, Ingvar Gíslason, Halldór Ás- grímsson, Halldór E. Sigurðsson, Karl Guðjónsson. Utanríkismálanefnd Gísli Jónsson, Jóhann Hafstein, Birgir Kjaran, Emil Jónsson, Hermann Jónasson, Þórarinn Þórarinsson, Finnbogi R. Valdi- marsson. Varamenn Ólafur Thórs, Bjarni Benedikts- son, Gunnar Thóroddsen, Gylfi Þ. Gíslason, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Einar Ol- geirsson. Allsherjarnefnd Gísli Jónsson, Jónas Rafnar, Pétur Sigurðsson, Benedikt Grön- da), Gísli Guðmundsson, Björn steinsson, Halldór Ásgrímsson, Þingfararkaupsnefnd Kjartan J. Jóhannsson, Einar Ingimundarson, Eggert G. Þor- Gunnar Jóhannsson. Efri deild Fjárhagsnefnd Ólafur Björnsson, Magnús Jónsson, Jón Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Björn Jónsson. Samgöngumálancfnd Bjartmar Guðmundsson, Jón Árnason, Jón Þorsteinsson, Ólaf- ur Jóhannesson, Sigurvin Ein- arsson. Landbúnaðarncfnd Bjartmar Guðmundsson, Sig- urður Óli Ólafsson, Jón Þor- steinsson, Ásgeir Bjarnason, Páll Þorsteinsson. Sjávarútvegsnefnd Jón Árnason, Kjartan J. Jó- hannsson, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurvin Einarsson, Björn Jóns- son. Iðnaðarnefnd Magnús Jónsson, Kjartan J. Jó- hannsson, Eggert G. Þorsteinsson, Hermann Jónasson, Ásgeir Bjarnason. Heilbrigðis- og fclags- málanefnd Kjartan J. Jóhannsson, Auður Auðuns, Jón Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Alfreð Gíslason. Mcnntamálanefnd Auður Auðuns, Ólafur Björns- son, Friðjón Skarphéðinsson, Páll Þorsteinsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson. Allherjarnefnd Magnús Jónsson, Ólafur 1.721.175.000 krónur 12. okt. Niðurstöðutölur á fjárlaga- frumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í gær, eru nú hærri en nokkru sinni áður: rúmar sautj- án hundruð milljónir eða nánar tilgreint: 1.721.175.000 krónur. Á rekstraryfirliti frumvarps- ins eru tekjur áætlaðar 1.718. 075.000 kr., þar af eru skattar og tollar 1401 milljón kr„ tekjur af rekstri ríkisstofnana 295 þús. kr., tekjur af fasteignum ríkis- sjóðs 75 þús. krónur, tekjur af bönkum og vaxtatekjur 2 millj- ónir og óvissar tekjur 20 millj. króna. Gjaldamegin á yfirlitinu er rekstrarafgangur áætlaður rösk- ar 110 millj. króna. Helztu gjaldaliðir eru dómgæzla, lög- reglustjóm, tollheimta o.fl. 128,4 millj. kr„ vegamál 106 millj., I læknaskipun og heilbrigðismál 61,4 millj., kennslumál 213,9 millj., landbúnaðarmál 82,4 millj., sjávarútvegsmál 26,2 millj., fé- lagsmál 416,9 millj. kr„ kirkju- mál 15,5 millj., kostnaður við ríkisstjórnina 48,7 millj., alþing- iskostnaður 11 millj. kr. Á sjóðsyfirliti eru niðurstöðu- tölur þær sem getið var í upp- hafi, 1721 millj. röskar. Greiðslu- jöfnuður er áætlaður 6,6 millj króna. Björnsson, Friðjón Skarphéðins- son, Ólafur Jóhannesson, Alfreð Gíslason. Neðri deild Fjárhagsnefnd Birgir Kjaran, Gísli Jónsson Sigurður Ingimundarson, Skúli Guðmundsson, Lúðvík Jósepsson. Samgöngumálanefnd Sigurður Ágústsson, Jónas Pét- ursson, Benedikt Gröndal, Björn Pálsson, Hannibal Valdimarsson. Landbúnaðarncfnd Gunnar Gíslason, Jónas Péturs- son, Benedikt Gröndal, Ágúst Þorvaldsson, Karl Guðjónsson. Sjávarútvegsnefnd Matthías Á. Matthíesen, Pétur Sigurðsson, Birgir Finnsson, Gísli Guðmundsson, Geir Gunnarsson. Framhald á 2. síðu. Rithöfundur og stórþjófur fékk 8 ára fangelsi OSLÓ 11/10 — Innbrotsþjófurinn og skáldsagnahöfundurinn Anker Rogstad var í gær dæmdur í þyngstu refsingu sem nokkur maður hefur hlotið fyrir auðg- unarbrot í Noregi á seinni tím- um. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölda innbrota sem hann hafði haft um hálfa milljón norskra króna upp úr. Innbrotin voru framin í Suður Noregi í vetur sem leið. Rogstad getur nú búizt við að verða að afplána ellefu ára fangelsisvist því að hann var látinn laus til reynslu síðast, þegar hann átti eftir að sitja þrjú ár í fangelsi. Þau bætast nú við. Meðan hann beið dóms að þessu sinni skríf- aði hann nýja skáldsögu og hef- ur sent hana til Gyldendalsfor- lagsins norska sem 1956 gaf út fyrstu skáldsögu hans, „Efter-* sögt“.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.