Nýi tíminn - 19.10.1961, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 19.10.1961, Blaðsíða 12
NÝI TÍMINN Fimmtudagur 19. október 1961 — 3- tölublað. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp, er Geir Gunnarsson og Hannibal Valdimarsson flytja, um 200.000.00 kr. slysatryggingu til handa öllum skipverjum á ísienzkum skipum vegna áhættu við störf. ÞRÆLAHALD PORTOGALA í ANGÓLA Myndin er tekin á akri portúgalsks landeig- anda í Angóla. Svartir þrælar vinna á akrinum, en yfir þeim stendur Portúgali með byssu í hendi. Þeir sem til þekkja segja þetta nýjung þar í landi; áður hafi þrælahaldararnir talið sér nægja að bera svipur, — en nú minnast þeir þess að uppreisnin hófst einmitt á einni stærstu plantekrunni í landinu, „Primavera“ í norður- hluta landsins. Stórra tíðinda að vænta aí sovézkum geimvísindum ,,HöfuSsmiSur geimfaranna' lýsir i RaucSu stjörnunni fyrirhuguBum framkvœmdum MOSKVU — Málgagn sovéthersins, Rauða stja^nan, hirtir grein um fyrirhugaðar framkvæmdir Sovétríkj- anna á sviði geimrannsókna. Hefur hún vakið mikla athygli og orðið til að magna þann orðróm sem gengið hefur að undanförnu að stórtíðinda sé að vænta af sovézkum geimvísindum. það næstsíðasta. Má af því ráða að sú eldflaug sé miklu öflugri en aðrar sem hingað til hafa verið notaðar og sennilegt tungl sem væri allt að 8—10 lestir að þyngd. Frumvarpið er um breytingu á lögunum um almannatrygg- ingar og hljóðar svo; „1. gr. Við 38. grein laganna bætist: Um sjómenn gilda svohljóð andi sérákvæði: Sérhver skipverji, sem starf- ar á íslenzku skipi, er tryggð- ur gegn öllum slysum, hvor! heldur sem þau verða um borð í skipi eða í landi, fyrir kr. 200 000,00 — miðað við fulla örorku. Upphæðin greiðist aðstandend- um hlutaðeigandi skipverja, ef hann deyr, en honum sjálfum, ef hann verður óvinnufær að dómi læknis. Trygging þessi skerðir ekki rétt skipverja til greiðslu úr lífeyrissjóði sjó- manna. Kostnaður af sértrygg- ingu þessari greiðist að hálfu af almannatryggingum og að hálfu af útgerðarmönnum samkvæmt reglugerð, er félagsmálaráðherra setur að fengnum tillögum trygg- ingaráðs. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi“. Frumvarp um sama efni var flutt á síðasta þingi en varð þá ekki útrætt, en síðan hafa nokk- ur sjómannafélög fengið með verkfallsbaráttu 200.000,00 kr. tryggingu í kjarasamninga sína. Flutningsmenn vísa til greinar- gerðar þeirrar, er fylgdi frum- varpinu í fyrra, en þar segir svo m.a.: „Þrátt fyrir allar ráðstaf- Greinin hefur ekki sízt vakið athygli fyrir þá sök að höfund- ur hennar er sagður „höfuðsmið- ur geimfaranna“, en það er sá ónefnd' vísindamaður sem bæði þeir Gagarin og Títoff kölluðu svo í frásögnum sínum af und- irbúningi ferða þeirra um geim- inn. „Geimpallar“ og ferðir um sólkerfið „Höfuðsmiðurinn" bend'r á ivær leiðir sem nú hafa opnazt geimvísindunum, en til skamms tima voru aðeins taldar eiga iieima í furðusögum. f fyrsta lagi smíði varanlegra „ge'm- palla“, þ.e, risastórra gervi- tungla sem færu umhverfis jörð- ina á jafnlöngum tíma og hún snýst um sjálfa sig og yrðu þannig ævinlega yfir sama blett- inum á jörðinn:. Þau yrðu í mismunandi fjarlægðum frá jörðinni og í þeim hefðu fasta að sovézkur maður leggi í ferð búsetu geimfarar og vísinda- menn, en fast eldflaugasamband yrði við jörðu. Næsta skrefið yrðj þá að á þessum „geimpöllum“ yrðu sett saman geimför sem yrði þaðan skotið á brautir til tunglsins og plánetanna, en með því móti myndi sparast það eldsneyti sem þarf til að s.'grast á aðdráttar- afli jarðar. Þessi geimför myndu Þýða byltingu : geimrannsóknun- íurn, en rétt að geta þess að sovézka Venusarfarinu var ein- mitt skotið frá gervitungli. Ekki langt þangað til Enda þótt þama sé að sjálf- sögðu um að ræða fyrirætlanir sem ekki munu koma til fram- kvæmda alveg á næstunni, þyk- ir mega ætla að þess verði ekki langt að bíða. „Höfuðsmiður geimferðanna“ kemst þá einnig þann'g að orði í grein sinni að „sá dagur sé ekki langt undan ,að hún geti borið á loft gervi- til tunglsins og til plánetanna í okkar sólkerfi“. Eldflaugaskotin síðustu Menn ráða það ekki einung- is af þessari blaðagrein að tíð- indi séu í vændum. TTraunir sovézkra vfsindamanna með eldflaugar að undanförnu sem skotið hefur verið 12.000 km leið yfir Kyrrahaf og allar fjór- ar hitt nákvæmlega í mark þykja einnig benda til að ný geimskot standi fyrir dyrum. Má minna á það að slikar til- raunir voru undanfari þess að snemma á árinu var skotið á loft frá Sovétríkjunum 6—7 lesta þungum gervitunglurr en það var undirbúningur að ferð- um þeirra Gagaríns og Títoffs. Tíu lesta gervitungl Enn er á það bent að í e'nni þessara s.'ðustu tilrauna var það ekki síðasta þrep eldflaugar- innar sem kom í mark, heldur Nýjar sáttatillögur i deilum stórveldanna Moskva 12/10 — Sovétstjórnin hefur mikinn áhuga á því að reynt verði að ná samkomulagi milli Sovétríkjanna og vestur- veldanna á grundvelli fimm at- riða, sem snerta bæði Berlín- ar- og Þýzkalandsdeiluna, svo og ástandið í Mið-Evrópu. Tass-fréttastofan skýrði frá því í kvöld, að Krústjoff forsætisráð- Áburðarverk- stniðjan eign ríkisins Einar Olgeirsson hefur nú lagt fram á þingi frum- varp sitt um breytingu á áburðarverksmiðjulögunum, sem hann hefur flutt á undanförnum þingum. Er frumvarp þetta flutt til þess að taka af öll tvímæli um það, að Áburðarverksmiðj-, an stærsta fyrirtæki lands- ins, sé ríkiseign. , herra hefði látið þessa skoðun í i ljós í boðskap til hóps brezkra Verkamannaflokksþingmanna. Samkvæmt upplýsingum Tass leggur sovétstjórnin til, að reynt verði að komast að sam- komulegi við vesturveldin um eftirtalin fimm atriði. 1. Tryggar ferðir til og frá Vestur-Berlín. 2. Oder-Neisse-línan verði við- urkennd sem austurlandamæri Þýzkalands. 3. Bæði Sambandslýðveldið Þýzkaland (Vestur-Þýzkaland) og Þýzka alþýðulyðveldið (Austur- Þýzkaland) verði viðurkennd sem sjálfstæð og fullvalda ríki, — og báðum verði veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum. 4. Bannað verði að láta bæði Austur- og Vesturþjóðverjum at- ómvopn í té. 5. Atlanzhafsbandalagið og Varsjárbandalagið flytji heri sína á brott úr löndum Mið-Evrópu. Tass-fréttastofan segir, að boð- skapur Krústjoffs sé svar við fyrirspurnum frá fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, Shinwell, og 58 öðrum þing- mönnum Verkamannaflokksins í neðri málstofu brezka þingsins. anir. sem gerðar eru til slysa-' varna, kostar hin harða sjósókn íslenzkra sjómanna sífellt fórn-, ir, og sérhver maður, sem ræðst í skiprúm, stofnar með því lífi sínu og limum í meiri hættu en við flest önnur störf, sem hann tækist á hendur í atvinnulífinu. Þessa hættu, sem við sjómönn- um blasir, láta þeir ekki á sig fá. en skylt ætti að vera að bæta fjölskyldum þeirra þó að nokkru leyti fjárhagslega, ef illa fer“. Þá er og bent á það í greinar- gerðinni, að yfirmenn á togur- um og farskipum hafi þegar tryggt sér 200.000,00 kr. líf- tryggingu, en aðrir sjómenn eru ekki sérstaklega tryggðir vegna starfa sinna umfram slysatrygg- ingar almannatrygginganna. Telja flutningsmenn það óviðun- andi og vansæmandi, að allir sjómenn séu ekki jafnhátt tryggðir og að því er stefnt með þessu frumvarpi. U Thant verður framkvæmdestjóri NEW YORK 16/10 — Stórveld- in í austri og vestri hafa náð samkomulagi um það hver vera skulj eftirmaður Hammarskjölds sem framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna. Einnig hefur náðst málamiðlunarsamkomulag um æðstu framkvæmdastjórn sam- takanna. Framkvæmdastjóri verður U Thant frá Burma, og gegnir hann því embætti til ársins 1963, en þá rennur kjörtímabil Hammarskjölds út. Sovétríkin féllu frá kröfunni um þr'ggja manna framkvæmdastjórn, en vesturveldin féllust á að skip- aðir yrðu 5—7 aðstoðarfram- kvæmdastjórar. U Thant er 52 ára. Hann hef- ur starfað hjá Sameinuðu þjóð- unum í fjögur ár. Hann er ann- ars lítt þekktur en stórveldin öll bera það traust til hans að þau hafa fallizt á hann í þessa mikilvægu stöðu. Kína býður USA upp á viðræður PEKING 11/10 — Stjórn Kína er fús til að hefja viðræður við Bandaríkjastjórn í því skyni að draga úr viðsjám milli landanna, en Bandaríkin verða að eiga frumkvæðið., Sén Ji, utanríkis- ráðherra Kína, sagði þetta í við- tali við forstjóra Reuters, Walton A. Cole. Sén Ji sagðist vel vita um þann ótta sem ríkti á vest- urlöndum við það að Kína færi að framleiða kjarnasprengjur og bætti við að þess yrði ekki langt að bíða. En óttist Bandaríkin kínverskar kjarnasprengjur, þá ættu þau að skilja ótta Kínverja við þær bandarísku, sagði Sén iJi.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.