Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 2
Minningarkveðja Trausti Valdimarsson Bragi Gunnarsson Einar Pálsson Olgeir Eyjólfsson HÖFN, 4. október 1961. í dag fór fram minnirigarat- höfn um sk'pverjana sjö sem fórust með vélbátnum Helga þann 15. september sl. Ég get ekki látið hiá líða að kveðja þá með fáum orðum. Það hefur skeð hér sem stundum vill verða i sjávarplássum, þar sem ai'koma •• .-hiann-a;•-byggistað . mestu l.eyii, á ?S3aý,ara|ta, að at- viijna iólksins ■ ér- g-óldin méð lifí peirra hraustu drengja, séin gera sjósóknina að , kínu ævi- starfi, og þetta er það sem að- standendur sjómanna mega alltaf búast við. Þótt sjóslysum hafi farið fækkandi hin síðari ár vegna aukins öryggisútbún- aðar og betri skipastóls, þá eru þó alltaf einhverjir á hverju ári sem sjá á bak ástvinum sínum í hina votu gröf hafsins. Og hér hefur það hörmulega skeð að segja má að fjórir vaskir drengir hafi farið úr sömu fjölskyldunni. Eiginkonur hafa misst menn sína, foreldr- ar syni. börn feður og "systk'ni bræður. Þegar ég minnist', -þessara manna er mér oft efst- í .h'uga æskufélagi minn Bjá.rni .Run- óifsson, enda held' ég að öílum sem kynntust honum hal'i orð- ið sú minnins kær. Þeg@r ég flutti hingað á Höfn 19.’ ára gamall varð Bjarn' fljótt einn minn bezti kunningi þótt hann væri dálítið vngri 'en ég, enda vorum við báðir sama sinnis í landsmálapólitík og höfðum ung'r tekið ákveðna afstöðu í þeim málum. Bjarn var vel geffrin, léttur í skani, bráð- fyndinn ög jafnlyndur. Ég minnist margra ánægjustunda í félagsskan hans í Urigmenna- félaginu Sindra. Og þótt hann færi ungur að heiman fvrst í r '" " ?r / -'' skola í Neskaupstað, siðan í Stýrimannaskólan.n í Reykja- v.'k og gerðist svo stýr'maður á olíuskipunum. há var alltaf jafn gaman að hi'tta hann að máli. Ég hitti hann nokkrum sinn- um í Reykjavík er ég sat þar alþýðusambandsþing. Hann hafði mikinn áhuga fyrir því sem þar gerð.st, enda áttu verkalýðurinn o:g iáglaunastétt-/ irnar hug hans allan. Einu sinrii hitti ég hann er yfirmenn skipa höfðu staðið í verkfalli, þa var á honum að heyra að hann hefði fremur kos.'ð kaup- hækkun til handa þeim sem lægst væru launaðir, heldur en yfirmönnunum, þótt hann . sjálfur ætti bar hlut að máli. ólafur bróðir Bjarna var að nokkru ólíkur honum í skapí. Hann var rrieiri alvörumaður í daglegri umgengni og hafði ekki til að bera hið leikandi létta viðmót Bjarna, þótt hann væri hinn ágætasti félagi. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn ‘eins og heir bræður allir, og, fók við skipstjórn á bátum eftir að hann hafði lok- ið prófi úr Stýrimannaskólan- um. Aldrei yann ég undir hans stórn en vel gæti ég búizt v.'ð að gott hafi verið að vera sjó- maður hjá honum, enda var hann Hka aflasæll formaður. Þá vildí ég aðeins minnast Olgeirs Evjólfssonar sem var mágúr þeirra bræðra. Þar fór Hks Hinn ágætasti drengur. Þótt hann haf.' ungur byrjað að vinna sjóvinnustörf, þá átti veran á sjónum ekki vel við ha'hri ög var hann því oftast Iandmaður við báta. og i nokk- ur ár lagði hann sjósókn á hill- una og gerðist vélstjóri hjá fryst'húsi Kaupfélags A-Skaft- fellinga, þar til hann keypti vélbátinn Helga á móti Ólafi mági sínum: Það er erfitt .að skilja þau rök lífsins, að þó þe.'r, þessir þrír vinir og' mág'ar, væru tenjídir traUstum böndum, þá skýídu leiðir þeirra allra þurfa að liggja saman í dauðann kýþha ungra; •■ Trausti Valdimarssön hafði ég lítið þokkl þ'ótt hann haf' dválið hér allengi þeim ekki er va dugnaðarmað Ég minnist þe.ss að Einar Pálsson . byrjaði . sín störf við sjó:nn í beitingaskúr hiá mér, er ég var meðeigandi í vélbát. Sá ég það fljótt . að þar var dugnaðarmannsefni þó rólynd- ur væri og ekkj mikill á ferð- inni. Enda reyndist það svo er hann fór ungur á sjóinn að hann var dugnaðarmaður. Voru þéir Ólafur mjög samrýmd'r . og því oft samskipa. Birni Jóhannssyni kynntist ég lítið en samt nóg til þess að sjá að þar fór drengur góð- ur og hinn efnilegasti í alla staði. Brag: Gunnarsson byrjaði ungur að stunda sjó og mun hafa verið dugandi sjómaður enda dugnaðarfólk í hans ætt. Það niá segja um þá Braga og Trausta að þeir höfðu tæp- lega hlaupið af sér gönuskeið ungdómsáranna og því erfitt fyrir þá sem ekki þekktu þá því betur að sjá hvað í þeim bjó. Það er v:st oftast venja að hrósa öllum mönnum er þeir eru horfnr af sjónarsviðinu. en það er ekkj ofmælt um .þessa menn að bar fóru góðir drengir fyrir aldur fram, og vildi ég með þessum fátæklegu orðum votta fjölskyldum þeirra innilegustu samúð mína. Sóknarpresturinn gat þess við minningarathöfnina í dag ■að hafin væri söfnun til styrkt- ar fjölskyldum hinna látnu. Ég vil nota tækifærið os hvetja Framhald á 11. síðu Ólafur Runólfsson Bjarni Kunólfsson Björn Jóhannsson 2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. nóvember 1961 sextugur Það var á árunum skömmu fyi||£ 1930, að ungur maður átti ofÞÍIið um Laufásveginn fræga í Reykjavík. Hann kom austan að og hélt niður í miðbæinn, en átti jafnan viðdvöl í gömlu og virðulegu húsi við Tjörnina. Hann var fríður sýnum, föl- leitur, dökkhærður og hárprúð- ur, dökkbrýndur, og undir brúnum voru djúp augu, full af draumaþokka. En jafnframt sá þar í glóð, sem skyndilega gat hafizt í blossa og heitan log- andi eld. Hann hafði mjúklegt fas, en þó einarðlegt, var kurt- eis og aðlaðandi, án þess að opna faðm sinn öllum viðhlæj- endum. Það var glæ-simennska yfir svip hans og framkomu. Undir hendi bar hann leður- tösku, sem oft var talsvert þrýstilega úttroðin af nótum. Þetta voru tvennskonar nótur og mjög fjarskyldar, þó að þær lægju í sátt og samlyndi í tösku Aðalsteins Eiríkssonar. Þetta voru sönglaganótur, því að Aðalsteinn var orðinn söng- kennari við Miðbæjarskólann, hitt voru reikningsnótur yfir skuldir í frumbókum, þar eð hann hafði reikningshald fyrir þekkt fyrirtæki í miðbænum. Vafalaust var þetta samfélag í töskunni tákn þess, að efnið og andinn toguðust á um manninn, svo sem ég hygg að jafnan hafi verið á lífsleið hans. Hann var listelskur og söngvinn og sótti mjög inn á svið Ijóða og laga, en á hinn bóginn var brauðstritið byrjað fyrir alvöru, svo að utan hugðarefna sinna vann hann í aukavinnu við að afrita skuldanótur og reikna út talnadálka. Það virðist vera langt að horfa frá þessum árum Aðal- steins fram til ársins 1961, svona hartnær eins og fyrir börn hans nú að líta fram til ársins 2000. En þessi ár eru nú liðin og Að- alstei.nn Eirík-sson stendur á sextugu. Þegar litið .er á Aðalstein í dag, virðist flest vera með sömu ummerkjum og fyrr. Hann ber unglegt yfirbragð, hláturinn brýzt upp úr heitri uppsprettu hjartans, varmur og smitandi, limaburðurinn er léttur og hisp- urslaus og eldur augnanna log- ar glatt. En margt hefur gerzt á þessum árum í lífi Aðalsteins, sem sýnir og sannar. að hann hefur gengið „götuna fram eftir veg“ í þjóðfélaginu, og á þeim vegi munu spor hans lengi sjást. Aðalsteinn er Þingeyingur að uppruna, fæddur í Krossavík í Þistilfirði 30. október 1901. For- eldrar hans voru hjónin Kristín .Tönsdóttir frá Steinkirkju í Fnjóskadal og Páll Eiríkur Pálsson frá Kverkártungu í Norður-Múlasýslu. Að loknu námi í Eiðaskóla hóf hann nám í Kennaraskólanum og tók kennarápróf vorið 1924, sigldi þá samsumars til námsdvalar á Norðurlondum. dvaldist eirikum í Noregi til þess að kyrina sér söngkennslu í skólum. og sótti einnig- almennt kennaranám- skeið á vegum kennaraháskól- ans í Niðarósi. ?Iann hafði með námi í Kennaraskólanum stund- að söngkennslu við barnaskól- ann í Reykjavík, starfaði þar síðan sem fastur kennari 1924 til 1934. Þá var hann skólastjóri héraðsskólans að Reykjanesi um 11 ára skeið, hefur síðan unnið margskonar störf í þágu fræðslumálanna, verið fulltrúi í fræðslumálaskrifstofunni, náms- •stjóri héraðs- og gagnfræða- skóla, en situr nú í miklu trún- aðarstarfi sem eftirlitsmaður skólafjármála, en það embætti var stofnað eftir lagasetningu 1955, og tók hann þá þegar við því. Hér er aðeins stiklað á hinu stærsta í starfsíerli Aðal- steins, en ótalin hin fjölmörgu verkefni önnur, sem hann hef- ur verið þátttakandi í og leyst af hendi á -sviði félagsmála og kennslumála. Það er erfitt að titla Aðal- stein eftir starfi hans. En ef það væri ekki útjaskað að kalla hvern þann skólamann, sem við kennslu fæst, þá ætti hann að bera titilinn: skólamaður. Það hefur henn verið í beztu merkingu þess orðs. Hann var einn af frumherjum nýskóla- hreyfingarinnar, , sem hófst í kringum árið 1930, og hafði víð- tæk áhrif til hins betra á allt skólakerfi landsins. Hann var vinsæll og ágætur kennari og síðar styrkur og mikilhæfur skólastjóri héraðsskóla, en segja m.á, að stofnun Reykjanesskól- ans sé einvörðungu verk Aðal- steins. 1 samvinnu við fremstu forystumenn Djúpmanna hóf hann baráttu fyrir stofnun skól- ans, ferðaðist um þar vestra og hóf stemmningu fyri.r málinu meðal héraðsbúa, sótti síðan til st.jórnarvalda landsins um. stuðning. En i'óðurinn var erf- iður„ því að ekki lá láúst fyrir að fá viðurkenningu á stofnun nýs héraðsskóla. I því máli kom glöggt fram dugnaður Aðal- steins og málafylgja. Skólinn var reistur á hinum jarðheita stað og hóf sig brátt til vegs og virðingar undir stjórn hans. Héraðsbúum þótti svo vænt um þetta framtak í menningarmál- um héraðsins, að segja má, að þeir hafi fært fyrir það fórnir og síðan farið þangað píla- grímsferðir., í núverandi starfi hefur Að- alsteinn haft með höndum stórmál, sem hann hefur leyst og leitt til lykta af festu og djúpum hyggindum. Hafa sum þessára mála legið þannig fyrir,j að trauðla er hægt að ræða þau opinbérlégai ári þéss áð svipti-í byljir g'eisi urn héimili, skóla. og jafnvel heil héruð, að ó- gleymdum háum embættum. Að þessum málum hefur Aðalsteinn unnið í svo mikilli kyrrþey, að’ undrast má, og telja verður honum til mikils sóma sem' embættismanni. Auk þessa, sem nefnt hefur verið. hefur Aðalsteinn sinnt fé- lagsmálastörfum í þágu kenn-■ arasamtaka og héraðsins, sem hann starfaði lengst í. Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.