Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 4
Sr. BJARNI ÞORSTEINSSON Bjarni Þorsteinsson fæddist aö Mel á Mýrum 14. okt. 1861. Hann var elztur 13 systkina. Ólst hann upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur eða þangað lil hann fór í Latínuskólann haustið 1877. Hann útskrifaðist úr Latínuskól- anum 5. júlí 1883 með bezta vitnisburði. Meðan hann var í 'Latínu- skólarium stundaði hann nóm hjá Jónasi Ilelgasyni tónskáldi. Einnig lærði hann að leika á harmoníum hjá frú önnu, móð- ur dr. Helga Péturss. Veturna 1884—’85 og 1885— ’86 var Bjarni heimiliskennari að Kornsá í Vatnsdal hjá Lár- usi sýslumanni Blöndal. Þar kynntist hann Sigríði dóttur Lárusar, er síðar varð kona hans. Bjarni hóf nám í Prestaskól- anum 1886 og lauk embættis- prófi í guðfræði 24. ógúst 1888. Hann var settur prestur ó Hvanneyri 22. sept. 1888 og starfaði þar allt til þess hann fékk lausn frá prestskap 1. júní árið 1935. Hafði hann þá verið prestur í Siglufirði í 47 ár. Hann fluttist til Reykjavíkur sama ár og dó þar 2. ágúst 1938. Þegar Biarni kom til Siglu- fjarðar órið 1888 voru íbúar þar 311 og árið 1900 var íbúa- talan komin upp í 408. En upp úr aldamótunum hófu Norð- menn síldveiðar ó Siglufirði og síldarsöltun árið 1904. Við það breyttist allur hagur bæjarins og útlit. Hann var ekki lengur smáþorp heldur einn mikilvæg- asti framleiðslustaður í land- inu. Bjarni gegndi mörgum og mikilvægum trúnaðarstöðum á Siglufirði. Hann var kosinn í hreppsnefnd Siglufjarðar nokkru eftir aldamótin og odd- viti hennar frá 1911. Um þetta starf hans farast Jóni Jóhann- essyni svo orð í riti Sögufélags Siglufjarðar: ,.Það mátti raunar með sanni segja að allt fró 1911 og til þess er hann lét af oddvita- störfum væri hann sá maður- inn. sem öllu réð í málefnum sveitarinnar. Og hann réð málum hennar vel. Það voru að sjólfsögðu ekki æfinlega allir á sömu skoðun og hann í öll- um mál.um, og til voru menn, sem fannst hann nokkuð ráð- ríkur. en um dugnað hans, framfarahug og um einlægan vilia til hagsbóóta fyrir sveit- arfélagið efaðist víst enginn“. BylÉistííin í tónmenn< iní?w Móðarinnar á 19. öldinKi. Á fyrri hluta aldarinnar hefst endurreisn í bókmenntum þjóð- arinnar. Skáld og rithöfundar aðhæfa hinn forna bókmennta- arf nýjum formum ljóða og sagna, sem sótt voru til er- lendrar hámenningar. Um miðja öidina hefst einnig mikil umbylting í söngmálum landsmanna. En þar er ekki um að ræða endurreisn sem byggð er á fornum arfi, eins og í bókmenntunum okkar, eða eins og þá gerðist með mörgum þjóðum er hófu að byggja upp þjóðlega tónlist á grundvelli þjóðlaga sinna. Slík var ekki umbyltingin í söngmálum fs- lendinga um miðja nítjándu öld, heldur voru þau sönglög sem þjóðin hafði sungið um aldir, kannske sum allt frá upphafi vega, lögð undir græna torfu með þeirri kynslóð sem var að hverfa við aldamótin síðustu og í þeirra stað innflutt sönglög, aðallega dönsk síðróm- antík. í söngmálum þjóðarinn- ar slitnaði þannig þráðurinn undir lok aldarinnar. Það var engin brú milli rímnalaganna okkar og dönsku dægurlaganna sem hingað bárust — milli „gömlu laganna" (sem Bjarni nefnir svo) afkomenda grall- arasöngsins og rómantísku dönsku sálmalaganna — milli hinna miúku dansk-þýzku söng- laga í dúr og moll og hinna ís- lenzku, lydisku tvísöngslaga, sem voru jafngömul eddu- kvæðum og höfðu lifað með þjóðinni alla tíð lítið breytt, smíðuð 'af hinum skýra hljómi fimmtarinnar. Það voru líka fáir menntað- ir íslendingar um aldamótin, •sem skildu, hve dýran arf þjóð- in átti, þar sem þjóðlög hennar voru. Alþýðan var að mestu ein um að kveða sfn rímnalög. Þeir fáu sem höfðu aflað sér tónmenntunar höfðu farið til náms til Danmerkur og komu flestir þaðan fullir yfirlætis og fyrirlitningar í garð íslenzkra þjóðlaga. Þeir hafa eflaust unn- ið störf sín í góðri trú en af djúpum skilningsskorti. Þess- vegna er ekki rétt að áfellast þá. En íslenzk tónménning á Bjarna Þorsteinssyni mikið að þakka, framsýni hans, ósér- plægni og elju við að biarea frá glötun bví sem biargað varð, oft á síðustu stundu. Bksra Þoisteinssonar Það var komið vel á veg með að sannfæra þjóðina um, að þjóðlög hennar tilheyrðu að- eins hinni myrku fortíð og væri vart siðuðu fólki samboðið að syngja þau. Þessu verður bezt lýst með nokkrum tilvitn- unum í ritgerðir Bjarna Þor- steinssonar: Um tvísöngslögin segir hann: „Hinn nýi söngur breiðist óð- um út um landið, bæði andleg íög og verzleg, bæði eftir út- lend tónskáld og innlend; en tvísöngiirinn er óðummð hverfa; hann er svo ólíkur hinum nýja söng. í öllu sínu eðli, og hann á svo marga andstæðinga með- al hinna yngri söngmanna, aö ekki er að búast við öðru en að hans dagar séu þá og þegar taldir. En illa þekki ég þá fast- heldni vora við hið gamla, ef ekki eimir eftir af tvísöngnum um nokkra áratugi enn. eink- um í Húnavatnssýslu, þar sem hann hefur lifað beztu lífi nú um meira en hálfa öld. Og einu geta vinir tvísöngsins glatt sig yfir í þessu efni, sem er það, að tvísöngurinn hverfur án þcss að aflagast. Eldra fólkið kann hann rétt- an og hreinan, og með því deyr hann út; en unga kyn- slóðin lærir hann ekki, hvorki réttan né rangan. Þegar tví- söngurinn hverfur og deyr út á íslandi þá hverfa þarmeð síð- ustu leifar í álfu vorri af þessum merkilega fornaldar- söng, sem fyrir nærfellt 1000 árum gladdi hjörtu svo margra í mörgum löndum, meðan ekk- ert þekktist betra, og sem um mörg hundruð ára hefur verið svo gott sem hin eina sönglega nautn vor íslendinga, að und- anteknum hinum einraddaða söng. En tvísöngslög þau sem mér hefur heppnazt að ná í og koma í safn þetta, og varðveita þannig frá glötun og gleymsku, sem þeim annars var bráðlega búin, þau munu standa fram- arlega í röðinni meðal hins forna og þjóðlega, sem safnað er og safnað hefur verið hjá oss, þau munu standa þar sem mjög merkilegar bókmenntaleg- ar minjar frá löngu horfnum öldum.“ Bjarni sýnir með nokkrum tilvitnunum hvernig valdamenn kirkjunnar höfðu öld fram af öld barizt gegn rímum og kveð- skap. Þannig segir í formála Guðbrands biskups Þorláksson- ar fyrir sálmabók hans 1589, að þetta sé „hér hjá alþýðufólki elskað og iðkað, Guði og hans englum til styggðar en djöflin- um og hans árum til gleðskap- ar og þjónustu;" í formálanum fyrir kvæðabók sr. Ólafs á Söndum telur séra Hjalti Þor- steinsson „óskandi að til kaldra kola brenndar væru allar fá- fengilegar, fíflslegar og hneyksl- anlegar rímur, sem fylla ætla landið“ — En rímnakveðskap- urinn var óbugandi meðan hann var einn sterkasti þátturinn í andlegu lífi þjóðarinnar. En undir lok nítjándu aldar er þetta að breytast. Bjarni birtir þessa tilvitnun í Ólaf Davíðsson: „Rímurnar hafa sjálfsagt lif- að sitt fegursta, enda hafa þær ekkert að gera framar í íslenzk- um bókmenntum; það er kom- ið annað betra í staðinn fyrir þær. En þær voru einusinni mergurinn í kveðskap íslendinga og hljóta því ávallt að vera mjög merkilegur þ‘á'ttú’ýl,í bók- menntasögu vorri“. Og hann (Bjarni) bætir við: „Og það sem sagt er um rímurnar má einnig að mörgu leyti segja um rímnalögin: Þau eru á förum og mega fram úr þessu teljast með andlegum fornminjum vor- um. Þessvegna hefur mér virzt vera brýn þörf á því, að safn mitt af íslenzkum þjóðlögum hefði einnig inni að halda svo rækilegt sýnishorn sem unnt væri af hinum þjóðlegustu allra íslenzkra þjóðlaga, rímna- lögunur*“. Bjarni Þorsteinsson var einn- mikilhæfasti brautryðjandi kirkjusöngs í landinu og mörg af verkum hans munu enn standa lengi sem verðugur minnisvarði um fjölbreytta hæfileilca hans og gáfur. — En Þjóðlagasafnið hefur þá sér- stöðu meðal verka hans að það fyrnist ekki. Gildi þess mun vaxa eftir því sem árin fjölga. Það er þetta safn sem á sviði tónmenningar bjargar þjóð vorri frá því slysi sem er öðr- um hörmungum sárara, því — að selja menningararf sinn fyr- ir fánýtt glys. Þjóðfélagið — tónlistarsköpun hinna nafnlausu kynslóða — er sama eðlis og þjóðsagan. Það er sá brunnur sem listamenn þjóðanna ausa af kynslóð fram af kynslóð, old af öld. Þjóðleg tónlist er óhugsandi án þjóð- lagsins. Það var hamingja íslenzkrar tónlistar að Siglufjarðarklerkur- inn bjargaði á síðustu stundu miklu af þjóðlögum okkar frá glötun. Þessvegna mun á ó- komnum öldum verða bjart um nafn sr. Bjarna Þorsteinssonar. S.D.K. Ein af mörgum eftirminni- legum myndum, sem H.K.L. hefur dregið upp fyrir okkur, er af því, þegar skáldið og barnakennarinn Ólafur Kárason kemur til klerksins í Bervík og rekui’ honum raunir sínar. Hreppsyfirvöldin höfðu neitað um mó til að hita skólann og hótað honum burtrekstri, og hvergi hélt hann að vera mundi jafn erfitt að vera skáld og manneskja og í þessu aískekkta byggðarlagi. Þá er það, sem presturinn minnir hann á Korp- inskinnu, sem var sair.an sett og forvöruð á þessari hafnlausu strönd, ein mest bók, sem ritin hefur verið á Norðurlöndum. Og presturinn tók upp sín eig- in rit, ættartölur, sagnfræði og málvísindi til sönnunar því að hér mætti takast að vera skáld og lærður maður, þótt ekki væri hægt að vera manneskja. Og skáldinu gleymdust allar sínar raunir því að hann „sá þennan stað í ljósi Korpin- skinnu, umleikinn óviðjafnan- legri fegurð, bókmentum sem munu lifa meðan heimurinn stendur." Varla geri ég ráð fyrir, að Siglufjörður eða sr. Bjarni Þor- steinsson sóknaiprestur þar, hafi verið í huga skáldsins, er hann dró upp þessar myndir. En því kemur mér þessi sögu- kafli í hug, er ég minnist 100 ára afmælis sr. Bjarna, að hann var einhver glæsilegasti fulltrúi þeirra manna, sem skópu og varðveittu íslenzka þjóðmenn- ingu, meðan það var erfitt að „vera manneskja" á íslandi. Séra Bjarni vígðist til Siglu- fjarðar 1888 og gegndi prests- starfi þar í næstum hálfa öld, eða alla sina prestskapartíð. Eflaust hefði honum orðið auð- Framhald á 9. síðu. Séra Bjarni Þorsteinsson. 4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.