Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 8
Rœff viS Jakoh Jakohsson fiskifrœSing um sildveiSaráSstefnu hafrannsóknaráSsins: ru f jt Jakob Jakobsson Xim mánaðamóíin síðustu var halUinn I Kaupmannahöfn að- alfundur alþjóðahafrannsókna- ráðsins og ráðstefna þess um íildveiðar í Norður-Atlanzhafi og uin átumagn í hafinu. Sóttu fundinn af íslands hálfu fjórir fiskifræðingar, Jón Jónssón, Þórunn Þórðardóttir, Jakob Jakobsson og Ingvar Hallgríms- son. Þjóðviljinn hafði á mánu- dag tal ai Jakobi Jakobsyni og inníi hann frétta af þessum ráðstefnum. — Ég tók þótt í ráðstefnunni um síldveiðarnar, segir Jakob, en það er bezt að spyrja þau Ingvar eða Þórunni um átuna því þau voru á þeirri ráðstefnu. Tilgangur þessarar ráðstefnu -var að fá fram og ræða þá þekkingu og þær kenningar sem nú eru uppi varðandi stofn- stærð og breytingar sem orðið hafa á atlantíska síldarstofnin- um með sérstöku tilliti til þeirra sveiflna sem orðið hafa á veiðimagninu síðastliðna ára- "tugi. Það er yfirleitt rætt um þrjá meginstofna síldar á ofangreindu hafsvæði Balt- nesku síldina, Norðursjávar- -síldina og atiant-skandinav- ísku síldina, en til hennar telj- ast íslenzku og norsku síldar- stofnarnir. Umræðurnar á ráð- stefnunni snerust mikið um norska síldarstofninn. Það mál Framhald af 4. síðu. sótt leið í kostameira brauð þeg- ar frægð hans tók að vaxa, en á fyrri prestskaparárum hans mun Siglufjörður varla hafa verið mikið gæðabrauð, og víða hefðu aðstæður eflaust orðið þetri til að sinna ástfólgnustu hugðarefnum hans, sem voru tónsmíðar og þjóðlagasöfnun. En tryggð sú, sem aðkomumað- urinn Bjarni Þorsteinsson tók við Siglufjörð og byggðina þar, er athyglisverð um slíkan: hsta- mann og fræðimann, sem hann var. Efalaust hefur honum þó -stundum fundizt erfitt að vera manneskja í þessu fátæka og afskekkta þorpi.-En séra Bjarni lét sér ekki nægja að vera listamaður og fræðimaður. Hann virðist hafa sett sér það mark, að gera það mögulegt að lifa manneskjulífi á Siglufirði. Alla sína prestskapartíð var hann . meðal helztu forustumanna byggðarlagsins jafnt í verkleg- um sem andlegum efnum. Þau munu vera færri framfaramál- in í Siglufirði, sem hann ekki átti frumkvæði að eða studdi enda lifði hann það, að á Siglu- firði mætti vera „mannlíf gott“. svo að notað sé orðtak Ketils er okkur nátengt. Örlög norska síldarstofnsins varða okkur miklu því. að mikill hluti þeirr- ar síldar sem við veiðum fyrir Norðurlandi á sumrin er af norskum uppruna. Norskum og sovézkum vís- indamönnum bar mikið á milli í þessu máli. Vildu Norðmenn halda því fram að stofninn minnkaði vegna náttúrulegra fyrirbæra , en sovézku vísinda- mennirnir sögðu að hér væri um að kenna ofveiði, sérstak- lega smásíldárveiði Norðmanna. — Hvað álíta íslenzkir fiski- fræðingar um þetta? — Ja,.það er mín persónulega skoðun að bæði sovézkir og norskir vísindamenn hafi í þessu nokkuð til síns máls. Ég álít að aflabresturinn sé til kominn bæði vegna ofveiða Norðmanna á smásíldinni og eins hinu, að náttúran hefur verið nýju norsku síldarárgöng- unum allt annað en hliðholl. Klakið og uppvöxtur seiðanna hefur ekki gengið að óskum en við vitum ekki með vissu hvers- vegna. — Hvaða afleiðingar getur minnkun norska stofnsins haft fyrir okkur Islendinga? flatnefs, og var það ekki sízt fyrir atbeina hans. í hreppsnefnd og síðar bæj- arstjórn sat séra Bjarni meira en þrjá áratugi, í stjórn Spari- sjóðs Siglufjarðar . um 40 ár, kennari eða skólastjóri vár hann á annan áratug og skólanefndar- maður lengi eftir það. I skipu- lagsmálum, atvinnumálum og raforkumálum sýndi hann mikla framsýni. Það væri víst varla rétt að segja, að hann hafi þjón- að guði og mammoni og báðum vel, því að sjálfur varð hann aldrei áuðugur maður, en það er furðulegt hve miklu hann gat afkastað í andlegum efnum með öllu þéssu „veraldar- vafstri". Sá sem þetta ritar hefur ekki skilyrði til að meta það starf sem séra Bjarni lagði af mörk- um í tónsmíðum og þjóðlaga- söfnun. En ég hef orð kunn- áttumanna fyrir því, að með tónlistarstarfi sínu, einkum þjóðlagasöfnun, hafi hann unn- ið íslenzkri menningu það gagn að slíkt sé ómetanlegt Eins og drepið var á í byrj- un var séra Bjarni einhver glæsilegasti og skemmtilegasti fulltrúi þeirra manna, sem — Hún getur komið fram í minnkuðu síldarmagni fyrir Norðurlandi en hefur hins veg- ar engin áhrif á íslenzka stofn- inn sem virðist vera í talsvert örum vexti. — Hvar er íslenzki stofninn helzt? — Hann er við suðurland á vetrum en á sumrin gengur stór hluti hans norður um land. Það er því ekki víst að minnk- un norska stofnsins hafi áhrif á okkar síldveiðar ef íslenzki stofninn bætir hann upp og þó nokkrar líkur virðast nú vera á því. — Er þá ekki hætta á ofveiði á íslenzka stofninum eins og þeim norska? — Nei, hér er engin smásíld veidd nema í Eyjafirði, og þar eru þó ekki veidd nema í mesta lagi 40—50 þúsund mál á ári. Norðmenn veiða hins vegar allt að þrjár milljónir hektólítra á ári af smásíld og millisíld. Við veiðum því aðallega fulLþroska síld og stofninum stafar engin hætta af slíkum veiðum. — Hvað hyggst hafrannsókna- ráðið fyrir í sambandi við norska stofninn? — Það var samþykkt á fund- inum að setja á stofn sérstaka skópu og varðveittu íslenzka þjóðmenningu, af því að þeir trúðu á íslenzka þjóð. Alþýð- legur og aristókratískur í senn ávann hann sér vinsældir og virðingu sóknarbarna sinna. Sjálfur hef ég ekki átt því láni að fagna að kynnast séra Bjarna persónulega, en þó finnst mér ég þekkja hann nokkuð vel af lifandi frásögn annarra. Það liggur alltaf ein- hver hlýja og aðdáun á bak við allar þær sögur, sem af honum eru sagðar hér, líka þær, sem ekki eru óblandið lof. Menn vita, að séra Bjarni var svo mikið stórmenni, að óþarft er að berja í brestina. Það er hollt fyrir okkur að minnast þess núna þegar alltof margir meta lítils fslenzka menningu, jafnvel^svp. lítils, að sumir fyrirverða sig fyrir að flytja íslenzk þjóðlög í ríkis- útvarpið, af því að þau falli brezkum togarasjómönnum ekki í geð, að séra Bjarni Þorsteins- son prófessor og hans líkar hafa sannað okkur, að við eig- um þjóðmenningu, sem ekki þarf að biðja neinnar afsök- unar á tilveru sinni, ef við þorum að kannast við hana og viljum vera við sjálfir. Annars verðum við ekki neitt. Siglufirði í október 1961. Hlöðver Sigurðsson. starfsnefnd norskra, íslenzkra og sovézkra vísindamanna til að brjóta til mergjar öll gögn sem gætu varpað ljósi á orsakir þess að norski stofn- inn hefur minnkað jafn mik- ið og raun ber vitni á undan- förnum árum og á nefndin að reyna að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Formaður hennar var kjörinn Dr. Marty frá Sovétríkjunum. — Það hefur komið fram í fréttum frá ráðstefnunni að sov- ézku vísindamennirnir hafi reiknað það út að saman- lagður síldarafli Noregs og Sovétríkjanna verði um 4.5 millj. hl. árið 1962. Hafið þið hér nokkuð reynt að segja fyr- ir um aflann á næsta ári? — Nei. Rússar hafa reynt að spá fyrir næsta ár, en þaö er umdeild aðferð sem þeir nota, byggð á árgangaskiptingu stofnsins á undanförnum árum og gert ráð fyrir sarnskonar framhaldi og verið hefur. Þetta er svipuð aðferð og notuð er við aðra fisklstofna t.d. íslenzka þorskstofninn og hefur stundum gefið góða raun. Vandkvæðin við þessa aðferð í sambandi við síldveiði eru að það er al- drei hægt að vita fyrirfram um veðurfar, torfustærð síldar- innar, hvort hún er stygg eða gæf og aðrar aðstæður við veið- arnar. Þessi aðferð er enn síður nothæf þegar síldin er ekki að hrygna en er í ætis- leit eins og norðurlandssíldin. — Þið viljið þá engu spá? — Við getum sagt hvort það verði mikil eða lítil síld í sjón- um en ekki hvort hún verður veiðanleg fyrr en við höfum gert rannsóknir á öllum áðstæðum á vorin. Það var metsíldarár hér í sumar, en það teljum við ekk' vera vegna aukins síldarmagns heldur vegna þess að síldin var í stærri og betri torfum en á undanförnum árum og vegna aukinnar veiðitækni. — Hvað teljið þið vera orsök þess að síldveiðin er svona mis- jöfn frá ári til árs hér við lahd? — I ritgerð sem ég lagði fram á ráðstefnunni er gerð grein fyrir ástæðum aflasveifln- anna hér. Aðalorsökin er göngu- breytingin á síldinni á síðustu áratugum. Hún virðist hafa haldið sig miklu fjær landi fyrir norðan en áður og nýjar rannsóknir eru smám saman að leiða í ljós hvernig á þvi stendur. En við látum það ekki i blöðin að svo stöddu. Það verður birt í okkar eigin ritum þegar þar að kemur. Það sem hefur háð okkur er m.a. að síðan skipulagðar rannsókn- ir hófust höfum við ekki feng- ið neitt aflaár sambærilegt við það sem áður var. 1 sumar var að vísu metár en það er að þakka góðum torfum og auk- inni tækni, síldin kom aldrei á grunnmiðin og hegðaði sér ekki eins og á beztu aflaár- um áður fyrr. — Heldurðu að það verði mikil síld í vetur og næsta sumar? — Það verður nóg síld í sjón- um næsta sumar en engin leið að segja hvernig hún hegðar sér. Það er von á suðurlands- síldinni í vetur eins og venju- lega, hún er árviss og við von- um að veiði verði sæmileg ef veður og aðrar ástæður leyfa en síldveiðar á opnu hafi á veturna eru háðari veðurfari en nokkrar aðrar veiðar sem þekkjast. Ég vildi að lokum taka fram að við teljum íslenzka síldar- stofninn tiltölulega stóran eins og er og að okkur stafi engin bein hætta af aflabresti Norð- manna meðan við getum treyst á íslenzka stofninn í staðinn, en á hann verðum við að treysta eingöngu ef sá norski réttir ekki við. Megin hluti norska stofnsins nú er árgang- urinn frá 1950 og því ellefu ára í sumar. Hann ætti að ganga á norðurlandsmið í 2—3 ár enn en ekki er gott að segja hvað síðar verður vh Aldarminnkg séra Bferna ■£) — NÝI TÍMINN —- Fimmtudagur 2. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.