Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUND Laugardagur 28. október 1961 — 7. árgangur — 35. tölubla* Sagan um Sirkus-Pétur Eftir ELSE FISHER-BERGMAN Sirkusstjórinn raknaði fyrstur úr rotinu og leit í kringum s'g. — Hvað hefur komið fyr r?, sagði hann. allir áhorfendurnir eru farnir heim. Þá kom hann auga á öll hin, sem líka voru að rakna við og spurði órólegur: — Hvernig l.ður ykkur? — Ekki sérlega vel, sagði Palli Jóns. — Mér líður illa, sagði fíllinn. Á' — Mér l.ka, sagði fló- in. — Mér Hður alveg hroðalega, sagði Ijónið. — Hvar er Milla? spurði Pétur. — Já. hvar er hún Milla? spurðu öll hin einum rómi. — Hún er horfin, sagði Pétur og í grét hástöfum.. — Það er áreiðanlega galdrakarl sem hefur rænt henni, sagði Sirkus- stjórinn, engum öðrum dytti í hug að gera svona ljótt. Við verðum að bjarga henni, bætti hann við. — Já, bjargaðu Millu, góði s.rkusstjóri, sagði Pétur. >— Ég hef engan tíma til þess, svaraði sirkus- stjórinn, ég verð að vera héma til þess að gæta dýranna. Palli Jóns getur farið að leita að Millu, hann er svo gáfaður og hugrakkur. — Nei, það þori ég ekki, sagði Palli Jóns og skalf af hræðslu. Þá þurrkaði Pétur af sér tár- in og sagði: — Ég skal fara að leita að henni Millu, þó ég þurfi að fara alla leið á heims- enda eða jafnvel upp til stjarnanna. Pétur var búinn að steingleyma því að hann var sorgmæddur og fe;minn, dálítið heimsk- ur og óttalega hræddur. Hann hugsaði bara um það hvað aumingja Milla litla átti bágt að hafa lent í klónum á vonda, ljóta galdrakarlinum. Svo lagði Sirkus-Pétur af stað út í heiminn, al- hans stóðu fyrir utan s'rkustjaldið og horfðu á eftir honum. (Framhald.) BRÉFASKIPTI Birna Gunnlaugsdóttir, Borgarhóli, Svalbarðseyrj, S-Þingeyjarsýslu, óskar eftir að skrifast á við drengi eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. RITSTJÓRI: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — ÚTGEFANDI: Þ.IÓÐVTLJINN I HAFIÐ ÞIÐ LESIÐ ÞETTA? • Umhverfis eldinn lágu nokkrir menn og sváfu, allir svo nærri, að þe'r misstu ekki af birtunni. Þeir voru naktir. AUir voru þeir karlmenn. Kylfu hafði hver maður í hendi eða svo nærr sér, að seilast mátti til hennar í svefni. Fléttað- ar körfur með alls kyns forða, ávöxtum og rót- um, lágu í grasinu krins- um eldinn, sem vafði mennina bjarma sínum. • • • ar laginn á að mata eld- • inn jafnt, hann vissi, • hve miklum v ði hann • hafði safnað og hve löng nóttin var. Hann gætti eldsins, án þess að þurfa að gefa honum mikinn gaum. en sat einn og alvarlegur og beindi öll- um skynfærum sínum að ólmu skógarmyrkrinu. í vinstri hend.i hé't Framhald á 2. síðu. munutn við birta kafla úr bók- um, gömlum eða nýi- um, undir þessu heiti, fyrir þau ykkar sem áhuga hafa á góðum bókum. — Fyrst varð fyrir val’nu JÖKULL- INN, eftir Johannes V. Jensen. Hún fjallar um frummanninn og fyrstu viðleitni hans til að gera sér bústað, fatn- að og áhöld. VERÐLAUNAÞRAUT Aðeins einn mannanna vakt'. Hann sat nálega hræringarlaus hjá eldin- um, en augu hans voru á einlægu iði, þefta var stór piltur og limamik- ill, óven.ju sterklega vax- inn, þótt hann væri ekki fullharðnaður. V ð hiið hans var mikil hrúga af greinum og smáhrísi, sem hann bar öðru hvoru á bálið. Ef eldurinn dvín- aði, þótt ekki væri nema svo, að yztu mennirnir í hópnum lægju fyrir ut- an Ijósrönd na, fóru þeir að láta illa í svefni, en það kom ekki oft fyrir, því að p'lturinn var eink- ÍS 4 iz 7 1 9 8 io 2 3 Hér er reikningsþraut, sem ég hugsa að þ.ð haf- ið áreiðanlega gaman af- að glima við. Þið sjáið að í þessum ramma, sem er skipt nið- ur í reiti, er pláss fyrir tölurnar 1—16. Flestar tölurnar eru þegar komnar á sinn stað. en þó vantar 1, 6 5, ll ctj 13. Nú skul ð þið bæta þeim í auðu reitina, en það er þó ekki sama hvar þið látið þær. Það á að raða þeim þannig að hvort sem lagt er saman lárétt aða lóðrétt, eða hornanna á milli, verði útkoman h'n sama. Sendið okkur ráðning- ar fyrir 1. nóvember. Svo verður dregið úr réttu ráðningunum og þrjú ykkar, sem hafa heppnlna með sér, fá skemmtilegar bækur 5 verðlaun. HÓLMFRÍÐUR BJARNAÐÓTTIR OS JÓN EIRÍKSSONi NéðrLSverflngssföSúm Afmœliskveöja Föstudaginn 13. október s.l. varð húsfreyjan Hólmfríður Bjarnadóttir á Neðri-Svertings- stöðum í Miðfirði sjötug að aldri en 21. júní 1960 varð bóndi hennar Jón Eiríksson 75 ára. Jón er af gömlum og grónum bændaættum í Húnaþingi, einn hinna mörgu og víða kunnu Sveðjustaðasystkyna. Hólmfríð- ur er Árnesingur að ætt, ein af hinum mörgu Túnssystkin- t'.m, sem flest staðfestust í þeim byggðarlögum og hafa reynzt hið trúasta fólk. Hólmfríður kom ung að aldri norður í Húnaþing og giftist nokkru síðar Jóni Eiríkssyni. Hófu þau búskap að Neðri- Svertingsstöðu.m og bjuggu þar fyrstu árin sem leiguliðar, en fluttu síðar að Sveðjustöðum í sömu sveit. 1925 keyptu þau Neðri-Svertingsstaði og fluttu þangað á ný og hafa búið Þar síðan eða hátt í fjóra áratugi og skilað þar meginhluta hins rnik.ia og fafsæla ævistarfs síns. Þau hjón, Jón og Hólmfríður eignu.ðust 12 bör,Pí--æitt dó ungt. en öll hin erú"’'nú fyrir löngu uppkomin, öll hið farsælasta og ágætasta fólk. Uppeldi svo mikils barnahóps er útaf fyrir sig mikið afrek þó ekki sé tekið tillit til þeirra kröppu kiara, sem alþýða lands- ins bjó almennt við á því tíma- bili, sem uppeldisstarfið hvíldi einna þyngst á þessum hjónum. En þau voru samhent, einbeitt í baráttu sinni og aíkastamann- eskjur í starfi svo af bar. Auk þess voru þau hugsjónafólk í starfi sínu. Börnin skyldu verða frjálst og heilbrigt athafnafólk, laus við öll merki krappra uppeldiskjara, og búskapurinn skyldi verða færður í átt til aukins ræktunarbúskapar eins og kraftar frekast leyfðu. Jón var búfræðingur frá Hvanneyri frá fyrstu skólastjóraárum Hall- dórs Vilhjálmssonar. Halldór var þá harður maður og rösk- ur og - ætlaði landbúnaðinum mikinn hlut í íslenzku þjóðlífi. Hinn ungi maður hréifst opn- um huga af þessum hugsjóna- lega framfaravilja I-Ialldórs skólastjóra, hafði enda á nokkru að byggja, því faðir hans, Eiríkur Jónsson síðast bóndi á Sveðjustöðum, var á sínum tíma góður ræktunar- maður eftir því sem þá gerð- ist. Þegar 'þau hjón hófu búskap á Neðri-Svertingsstöðum h.ið seinna sinn 1925, var þar sæmi- legt tveggja kúa tún, en með ötulu starfi sínu, þar sem nótt "yar j^í'nan legðr.við nýtan dag toksif^þ'eim vel 'að tvöfalda. tún- ið að stærð og toðufallF" og au.k þess að byggja nýtl íbúð- arhús. Þegar hér var komið, hófst hin mikla vélvæðing land.búnaðarins. Svo sem nærri má geta stóð ekki á Jóni bónda að taka hana í þjónu.stu sína. Stórir mýraílákar voru ræstir fram og ræktaðir á skömmum tíma. Nú er þar komið 10—12 hundruð hesta tún og möguleik- ar fyrir 4—5 sinnum meiri bú- rekstri en var á íyrstu árum Jóns Eiríkssonar. Fram hjá bæ á Neðri-Svert- ingsstöðum rennur smáá. Hvers- dagslega er hún til engra erf- iðleika en fegrai'^ aðeins um- hverfið. En á stundum getur hún orðið mjög erfiður farar- tálmi. Sýsluvegur liggur þarum bæ og bar því sýslunni að ráða bót á þessu og byggja brú yfir óna. En umbætu.r á sýsluvegum landsins eru háðar mjkilli tregðu ráðamanna og féleysi sýslusjóða. Þrátt fyrir ýmiskon- ar ádrátt sýsluvalda drógust framkvæmdir úr hömlu. Loks var þolinmæði Jóns bónda þrotin. Hann hófst því handa og fékk brúna byggða ó sinn kostnað i bili gegn greiöslulof- orði sýslusjóðs síðar. Þetta er gott dæmi um lífsviðhorf og vinnubrögð þeirra hjóna. — að taka á sig okið frekár en að láta hlutina ógerða. þó öðrum að réttu lagi hefði, borið . að gera það. e Nú"efú' 'þéssi ágætu'llh,jóiT að nálgast háan aldúr. Atháfha- samt og mikið ævistarf er að mestu að baki. Þau hófu starf sitt þegar skóflan og hakinn og jafnvel hlóðaeldhúsið var drottnandi í lífi almennings hér á landi. Nú er það vélvæðingin og rafmagnið, sem hafa léyst hið frumstæða líf af hólmi. Á þessum miklu breytingatímum hafa þau á.valjt vérið í fram- sæknustu röð og ávallt tilbúin að tileinlca sér hinar beztu nýj- ungar í líi'i, hugsunarhætti og staríi. .Þau hafa alla tíð verið svarn- ir andstæðingar hverskonar of- ríkis og afturhalds. Þau hafa skflið það manna bezt að hin- ir nýju tímar krefjast æ á- kveðna nýrra þjóðfélagshátta, Þar sem ofríki hinna ríku er þurrkað út en alþýða manna ræður fullfrjáls málum sínum. Jcn bcndi hefur verið hart- nær blindur nú urn nokkurt skeið. Þó fylgist hann enn svo vel með í öll.um' félagsmálum að margir þeir, sem sjónina hafa, megá vara sig. Þá er vel lifað þegar svo hefur verið lifað sem hér hef- ur verið lýst og hvergi ofsagt. Það er von okkar og trú að slík da:mi, sem hér hefur verið lýst og sem fjölmörg hafa gerzt með þjóð vorri á liðnum ára- tugum, rnegi bera þann ávöxt, sem nógu drjúgur reynist til sigurs yfir þeim öflum uppgjaf- ar og undirlægjuháttar, sem hafa r.ú ríkisva.ld á Islandi í höndum sér og nú ríður hús- um hvers frjálsborins Islend- ings. Að lokum þakka ég þessum ágætu hjónum fyrir allt og allt og óska þess jafnframt að sól- setursljóð .ckominnar ævi megi hljóma íjulluro takti vdð liðið athafnasamt og gæfuríkt líf. Gamall vinur. Fimmtudagur 2. nóvember 1961 &

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.