Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 3
Þcrleifur Einarsson seg:ir frá rannsóknar- Iei3angTÍnum til elástöðvanna Þátttakendur í fyrsta rann- sóknarleiðangrinum til öskju- gossins komu til Reykjavíkur 31. október. Jarðfræðingarnir Sigurður Þórarinsson og Þor- leifur Einarsson og Guðmund- ur Sigvaldason jarðvegsfræð- ingur dvöldu tvo daga við eldstöðvarnar. Með þeim var Árni Stefánsson sem kvik- myndaði gosið. Nýi tíminn hafði nýlega tal af Þorleifi Einarssyni, sem sagði að leiðangurinn- hefði náð tilgangi sínum. Þeim fé- lögum tðkst áð.géra þær at- - huganir á gosinu og hraun- inu frá því sem þeir ætluðu sér. Við lögðum af stað um há- degi á( föstudag í flugvél með Birni Pálssyni, sagði Þorleif- up. Frá Fjórðungsöldu var flogið undir skýjum norðan Dyngjufjalla til austurs yfir Vikrafell og hraunstraumana. Svo var flogið til Akureyrar og haldið þaðan til öskju í jeppabílum. Komið var að hraunrond- inni við Vikrafell um mið- nætti og að gígunum milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina. Þar var dvalið til hádegis við athuganir. Gossprungan liggur frá austri til vesturs Gosið hefur upphaflega komið úr 500 til 600 metra langri sprungu sem myndazt hefur rétt innan við öskju- op og liggur frá austri til vesturs. Hún hefur því þver- öfuga stefnu við það sem tíð- ast er um gossprungur hér á landi. Þegar okkur bar að gaus aðeins á 100 til 150 m kafla í austurenda sprungunn- ar. Á laugardag þeyttu gígarnir glóandi hraunleðjunni hæst á að gizka 250 metra í loft upp. Á sunnudag hafði dregið svo úr goskraftinum að gusurnar gengu ekki hærra en 50 til 100 metra upp í loftið. Gu-surnar úr gígunum komu þetta 30 til 35 á mínútu og náðu misjafnlega mikilli hæð. Eldsúlan var ýmist lóðrétt eða á ská. Þær beinu féllu að mestu niður í gígana aftur en hinar gengu að meira eða minna leyti út á og út yfir gígbarmana. Mest af hraunleðjunni flóði þá beint út úr gígunum. Af gosinu var samfelldur gnýr, ekki- csvipaður hávað- anum frá gufuborholum. Rann metra á mínútu Rétt eftir að við .komum seint ® á laugardagsnóttina mældum við mestan hraða á hrauninu, segir Þorleifur. Þá rann það fram um einn metra á hverri mínútu. Hrauntungan flóði yfir landið með þessum hi-aða en hraunið veltist ekki fram. Gígarnir þar sem hraunið kemur upp eru alveg við suð- urendann á öskjuopi f 1100 metra hæð. Á sunnudag var hraunbrúnin komin niður fyr- ir 700 metra hæð. Hraunið var á sunnudag orðið um 10 kílómetra langt o.g flatarmál þess er áætlað 10 til 15 ferkílómetrar, eða þrisvar til fjórum sinnum minna um sig en Hekluhraun- ið frá 1947, en það er 40 fer- kílómetrar og rann í 13 _mán- uði en þetta í fjóra daga þeg- ar við vorum þar. öskjuhraun- ið nýja er ekki nema fimm- tugasti hluti af flatarmáli Skaftáreldahraunsins sem nær yfir 565 ferkílómera. Rúmtak nýja hraunsins hef- ur ekki verið áætlað enn, en fullyrða má að það er hundr- að sinnum minna en Skaftár- eldahraunsins. Eftir að gosinu „Logandi standa í langri röð ljósin á gígastjaka“. Gossprungan séð að sunnan. Að minnsta kosti fjórir gígar gjósa alit að 150 mctra. — Þorleifur Einarsson tók myndirnar. Hraimröndin í öskju sunnan gígaraðarinnar. U pp af hrauninu leggur gufu frá bráðnandi snjó. Lengst til vinstri sést mökkurinn frá öðrum stóra lcirhvernum. lyn.ur er það eitt verkefni ví-s- indamanna að mæla hraunið af þeirri nákvæmni sem við verður komið. 1100 til 1200 stiga heitt hraun Trausti Einarsson prófessor fór til öskju til að mæla hit- ann í hrauninu. Ekki hefur enn verið l*sið úr þeim mæl- ingum, en við gizkuðum á að hitinn inni í hrauninu væri 1100 til 1200 stig og um 1000 stig í jöðrunum, segir Þorleif- ur. Það er því líklega heitara en Hekluhraunið var 1947. Vegna hins háa hitastigs er hraunleðjan tiltölulega þunn- fljótandi og breiðist því hraunið meira út en ella myndi. Þetta er mesta hraungos sem orðið hefur í öskju síðan sög- ur hófust. V . \v /7i0° VtK-8-1 Gömlu hraunin þar eru misgengin og því er talið víst að þau séu eldri en íslands- byggð, en um nánari aldurs- ákvörðun er ekki að ræða, því þarna er enginn jarðvegur sem varðveitt gæti öskulög. Ekki hafa menn enn gefið þessu yngsta öskjuhrauni neitt nafn, en það kemur vafa- laust þegar frá líður. Voru nærri lentir í Víti Við gengum að Víti, sagði Þorleifur, og sáum að það var þakið vikri. Vikurinn hef- ur borizt suður frá gosstaðn- um, því norðanátt var þegar gosið hófst. Þarna eru stórir vikurskaflar og mikilf vikur flýtur á öskjuvatni og safnast saman meðfram löndunum. Vikurbreiðan er allt að meters þykk. Ferðafólk sem fyrst kom að Víti hélt að það væri þurrt þegar það sá vikurinn sem huldi yfirborð þess. Munaði minnstu að menn færu út á vikurbreiðuna, en sem betur fer varð ekki af því. Enginn væri öfundsverður af að lenda í leð.iunni í Víti. Leiðangursmenn tóku sýnis- hom af hrauni og vikri og verða þau nú rannsökuð. ísland er enn að þungt, skygni lélegt en lýs- ingin tilkomumikil, þegar bjarminn frá gjósandi eldgíg- unum og hrauninu lagði á skýin. Á mánudaginn fóru þeir leiðangursmenn svo til Akur- eyrar og komu suður í fyrra- dag. Það var afar fróðlegt og gagnlegt að fá tækifæri til að fylgjast með svona gosi, segir Þorleifur. Island er nær ein- göngu byggt upp af blágrýtis- hraunum, og öskjugosið er síðasta dæmið um að jarðeld- urinn heldur áfram að hlaða hrauni á hraun ofan. Sérstak- lega er gagnlegt að koma þarna fyrir okkur yngri menn- ina sem vinnum jarðfræði- störf en áttum þess ekki kost að kynna okkur síðasta Heklu- gos að neinu gagni. Nýr leiðangur hefur farið til öskju voru jarðfræðingarn- ir Sigurður Þórarinsson, Guð- mundur Kjartansson og Tóm- as Tryggvason og Guðmundur Pálmason eðlisfræðingur. Voru þeir í leiðangrinum fram yfir síðustu helgi. Þorleifur leggur að lokum áherzlu á að óráðlegt sé fyr- ir fólk að reyna að komast til öskju til að skoða elds- umbrotin. Nú er allra veðra von og ár Herðabreiðarlindum er leiðin þegar orðin ófaér bifreiðum. 1 r^TTTTv. ^ /5/0 «|>en.K*U)5r/N0uií myndast Vísa dagsins I 1. O/O •þ»*.v*LO6T/H0uK. /M 0 \ ■ ■ ■ v. ;• ■ , ýS’A ' Kortskissa af Dyngjufjöllum. Nýja hraunið er dökki flákinn hægra megin á kortinu. Við fórum í annað skipti til eldstöðvanna á sunnudags- morgun og vorum þar fram í myrkur, segir Þorleifur. Þann dag var. skafbylur og færi Ef þú skoðar öskjupytt með öðrum hraunabrokkum, gleymdu ekki gullið mitt ^ að ganga á nælonsokkum. S. D Fimmtudagur 9. nóvember 1961 — NÝI TÍMINN — a

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.