Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 8
BREIÐFIRZKIR BÆNDUR RÆÐA MÁLEFNI BYGGÐARLAGS SlNS Gamli bærinn á Reykhólum. \ ■ . Langt er nú liðið írá því •Grettir lagði uxann áherðarsér íorðum og bar hann heim að Reykhólum. En það eru ekki tvö ár liðin frá því sunnleMk- ur kraftamaður fullyrti þeása sögu af Gretti dagsanna. Serh betur fer var ég ekki samtíða Gretti og get því ekkert um þetta borið. Ævintýraljómi sög- unnar hefur löngum leikið um Reykhóla. Töfrar sögu og ságna, ásamt mikilfengi staðar- ihs hafa m.a. nýlega gert list- fræðing að skáldi — og það sem meira er: sett slíkan höfga að heilli dómnefnd að hún gleymdi að vera ósammála. Og ung brýnreitt stúlka í nan- kinsbuxum og nælonblússu heyrist pískra í áætlunarbíl að sunnan um leið og Breiði- fjörður opnast: Sísí, í hvaða iaut gerðist þetta í Virkis- vetri, þú veizt? (Hvernig væri að spyrja skáldið?). Saga Reykhóla er óskráð enn, og myndi þó geta jafnazt á við bókina um Bessastaði. Nú er gamli Reykhólabærinn horfinn, því miður. En sagan þéldur áfram. Þar er nú kom- inn skóli og skólastjóri, iæknisbústaður (en enginn læknir), tilraunastjóri og til- raúnastöð (í landbúnaði), prestshús, prestur og tvær hirkjur. Samt var mér tjáð í svéitinni að trúarlíf væri dauft, nema þá helzt hjá hvítá- sunnusöfnuðinum,' sem er þó aðeins á einum bæ. Og bændur munu lítið næmir fyrir þessum aldarfarskvilla ef dæma má eftir orðum eins bóndans: Það er verst þegar ungir menn hætta að hafa gaman af skepn- um út af þessu trúarrugli. Breiðfirðingar eru yfirleitt ekki uppnæmir fyrir smámunum, og Hvítasunnumönnum til nokk- urrar huggunar má minna^ á atburð er kvað hafa gerzt í þessu byggðarlagi s.l. sumar. Einn fagran sumardag var til- kynnt koma óperuflokks í byggðina, auk þess tveir ræðu- menn, sem . eipalfonar krydd í óperuna (eða átti kannski ó- peran að vera líkt og ilmandi taða sem hrist er saman við rekjur?). Króksfjarðarnes var valið til óperuflutningsins. Þegar nokkuð var liðið fram á flutningstíma óperunnar, undr- aðist Ólafur í Króksfjarðarnesi hve hljótt væri á héraðsmóts- staðnum, fór og grennslaðist ■eftir hverju það sætti. Fann hann þá einn bónda úr Reyk- Jens Guðmundsson kennari á Reykhólum hólaávæit, tvo úr Geiradalssveit (engan úr Gufudalssveit), tvo krakka, ítem þrjá þegjandi söngvara og loks tvo ræðu- menn á stjákli undir vegg; var sem iljar þeirra brynnu á jörð þeirri er þeir gengu á. Reynd- ust þetta vera Sigurður okkar frá Vigur og Ingólfur nokkur lcenndur við Hellubrú. Ólafur í Króksfjarðarnesi mun maður höfðinglundaður og brjóstgóður eins og Breið- firðingum er títt. Hann tók því hina ilbrenndu pólitíkusa og söngvarana þöglu heim til sín og ruddi í þá mat og drykk af mikilli rausn. Meðan þeir hresstu sig hringdi hann um sveitina og spurði hvort fólk vildi ekki koma og hlusta á óperu. Klukkan nokkuð gengin í 10 höfðu líka fimm áheyrend- ur til viðbótar slæðzt heim að héraðsmótsstaðnum og laust fyrir kl. 10 voru áheyrendur orðnir 17, — og hófst þá at- höfnin. Um það bil er Hellu- brúarráðherrann lauk hjali sínu voru áheyrendur orðnir um 100 — enda þá langt liðið fram á danstíma, og ung ó- þolinmóð rödd mælti stundar- hátt: Ætlar þessi karlfjandi aldrei að hætta að þvælá! Það hefur löngum verið kjarnafólk við Breiðafjörð. En nú skulum við hverfa heim að Reykhólum og fregna um viðfangsefni dagsins. Við förum framhjá Reykhólakirkj- unum tveimur og heim að skól- anum. Þar hittum við skóla- stjórann Jens Guðmundsson og spyrjum hann um málefni byggðarinnar. Að loknu nokkru spjalli verður að ráði að við höfum samfylgd hans lengra vestur á nesið, yfir þetta land sem bíður þess að verða sam- .felldur akur milli fjalls og fjöru. Við beygjum heim að Miðja,nesi. í varpa bóndans eru þrír eða fjórir nýdauðir mink- ar. H^r býr oddvitinn, Játvarð- ur Jökull, og einhverjir sveit- ungar hafa verið að sanna hon- um t.'lkall sitt til skottlauna. Þeir Játvarður og Jens láta dauflega yfir búskaparhorfun- um á þessum síðustu tímum, svo ég spyr: — Hvað um mjólkurbúið? Síðast voruð þið uppfullir af áhuga fyrir byggingu mjólkur- bús. — Eina vonin okkar núna er þetta mjólkurbú og að það tak- ist vel. — Er það stórt svæði sem stendur að mjólkurbúinu? — Það eru austurhrepparnir þrír, Reykhólahreppur, Geira- dals- og Gufudalshreppar. Það eru 9 hlutir, Kaupfélag Króks- fjarðarness leggur fram 4, Reykhólahreppur 3'/á, Geiradals- hreppur 1 og Gufudalshreppur _‘/2. — Eruð þið að skipta yfir frá sauðfé í kúabú? — Nei, menn eru ekki að skipta yfir frá sauðfé. Sauð- fjárbú hér eru svo lítil að ekki er hægt að lifa af þeim ein- göngu. Meðalbú hér nær ekki vísitölubússtærð, og er það þó sízt of stórt til að lifa á því. Mjólkursalan er hugsuð sem ný tekjugrein. — Hafið þið þegar fjölgað kúm hér um slóðir? — Já, menn hafa f jölgað kúm hér í fjárleysinu. Það var skorið niður hér haustið 1959 og var sauðaust í eitt ár. í súmar hefur verið flutt mjólk -lir Reykhóla- o.g Geira- dalshreppum að Skri.ðulandi í veg fyrir Dalabílinn sem flytur mjólkina í Borgarnes. — Og hvað líður byggingu mjólkurbúsins ykkar? — Því hefur nú loks verið valinn staður og byggður kjall- ari undir mjókurbú á Reyk- hólum. — Hvenær er ráðgert að það taki til starfa? — Það fer eftir því hve mik- inn stuðning frá hinu opinbera við fáum, og ekki sízt því hve ríkið stendur sig vel með sitt framlag, sem er 25% af stofn- fé, en ríkið mun skulda yngri mjólkurbúum landsins stórfé. Það mun sennilega taka þrjú ár enn að fullbyggja mjólkur- búið. — Hvað áætlið þið mjólkurmagnið? — Áætlunin hljóðar til að byrja með upp á 350 þús. lítra á ári. Þá eru áætlaðir 2200 1 úr kú á ári til búsins, og þarf þá ekki nema 7 kýr á bæ til að tvöfalda þetta magn. — Hve mikið land hefur ver- ið undirbúið á Reykhólum til ræktunar? ,— Það hafa verið ræstir fram 80 ha. fyrir tilraunastöð- ina og 120 ha fyrir landnámið. Eitt nýbýli hefur verið stofnað á Reykhólum og annað inni á Barmahlíð og heitir það Selja- nes. Þá eru ennfremur nokkur 5 ha lönd sem prestur, læknir, kennari o.fl. hafa fengið. — Það er að myndast byggðahverfi á Reykhólum. — Já, þar er m.a. tilrauna-. stöð'n, kennari, prestur og læknisbústaður. — Læknisbústaður — og þá vitanlega læknir? — Hér er læknisaðsetur, en dvöl lækna er heldur stopul. Þetta er tekjurýrt hérað, nær aðeins yfir Reykhólasveit, Geiradal og Gufudal. Föstu launin eru alltof lág í svona fámennu héraði. Húsið er líka gamalt og ekkert sjúkraskýli. — Svo hafið þið 2 kirkjur á Reykhólum — er trúarlíf svona íjörugt? — Já, þar er falleg ný kirkja, og gamla kirkjan stend- ur enn, en trúarlífið er fremur dauft. — Og svo hafið þið skólann þar. Játvardur Jökul! oddviti Reykhólahrepps. — Já, það má nú heita að skólinn sé fullgerður. í honum er heimavist fyrir 20 börn. Það er nóg fyrir Reykhóla- hrepp nú. — Já, og svo unglingaskóla? — Já, það hefur verið ung- lingaskóli í þrjá vetur. Þar hafa aðallega kennt Sigurður Elíasson tilraunastjóri og sr. Þórarinn Þór. Það vantar þar húsnæði fyrir unglingaskóla. Síðastliðinn vetur voru nem- endur víst 15. Þetta hefur ver- ið áhugastarf hjá kennurunum, þeir hafa einungis fengið ein- hvern smástyrk frá ríkinu. — Hvað um rafmagn? — Það er verið að líta von- araugum til rafmagns. Verið að leggja háspennulínu frá Þver- árvirkjun yfir Tröllatunguheiði, staurarnir eru komnir að Króksfjarðarnesi og á að' leggja línu hingað út að Stað. — Nokkur iðnaður? — Nei, enginn iðnaður og ekkert vélaverkstæði. í Gufu- dal er ágætt steypuefni og hef- ur verið steypt þar dálítið af rörum. — En hvað um þaravinnsl- una? — Verkfræðingur að sunnan hefur árum saman verið að rannsaka það mál . . . Já, fólk hér hefur mikinn áhuga fyrir því að möguleikarnir til þara- vinnslu verði nýttir. — Hvað um selveiðlna? — Seveiði hrakar á Reykhól- um, t.d. veiddust þar aðeins þrír kópar s.l. vor en hafa stundum veiðzt upp í 60. Sama sagan er frá Króks- fjarðarnesi, þar var t.d. engin veiði s.l. vor. — Hver er ástæðan? — Menn vita það ekki. Sel- urinn er ekki horfinn úr Breiðafirði. S.l. vor var t.d. gíf- urleg selveiði í Hergilsey, menn halda að selurinn hafi haldið sig þar útfrá í fiski og ekki farið lengra inneftir. —: En hvað um blessað æðar- varpið? — Æðarvarpið berst í bökk- um, því það eru slík kynstur af svartbak. Fýlnum fjölgaði við allt Austur-Atlanzhaf eftir aukningu úthafsveiða og svip- að hefur verið um svartbakinn, hagstæð lífsskilyrði hans, meira æti í verstöðvunum og færri býli í eyjunum, hafa stuðlað að gífurlegri aukningu hans. — Þið eruð ekki einir um þessa plágu, Reykjavík t.d. hef- ur sett beztu skyttu landsins til höfuðs svartbaknum. Teljið - þið einhlítt að skjóta hann? — Sennilega gengur það seint. — Hvaða ráð teljið þið þá öruggast til að útrýma honum, — að eitra fyrir hann? — Hvernig væri að fá hann til að ganga í stjórnprflokk- ana? J.B. — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 9. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.