Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 09.11.1961, Blaðsíða 12
NÝI TIMINN Fimmtudaginn 9. nómember 1961 — 5. tölublað. '4. nóvember 1961 A.S.I. heiSrar Ottó N. Þorláksson Sjö ára stríð í Alsír | ájú ár erq Fðin síðan frejsis * stríð Aisírbúa 'gegn franska | nýlenduveldinu liófst. Gizkaí er á að milljón manna hafi látið lifið, meira en níu tí I undu þess fjölda Serkir. — í Myndin sýnir serkneska her- I sveit að æfingum. Á fundi miðstjórnar Alþýðusambands fslands árdegis í gær kom Ottó N. Þorláksson í fylgd með Ilannibal Valdimarssyni forscta A.S.Í. og Snorra Jónssyni framkvæmdast.ióra þess. Ilafði stjórn A.S.f. óskað að fá að heiðra fyrsta forseta Alþýðusambandsins níræðan. Flutti Hannibal ræðu og þakkaði Ottó starfið í verka- lýðshreyfingunni og trúfcsti við málstað alþýðunnar, og afhenti honum ávarp frá Alþýðusambandinu, skrautritað og fagurlega bund- ið í skinn. Ottó þakkaði með stuttri og kjarngóðri ræðu. — Frá athöfninni verður nánar skýrt í næsta blaði. — Ljósmyndari Þjóð- viljans, Ari Kárason, tók þessa mynd á fundinum af forsetunum, liannibai ValdimarsSýBÍ Ög Oíío W. Þoríákssyni. Ottó er með gull- merki Dagsbrúnar. „OLÍUMÁL" INGÓLFS Áburðarverksm ðjumálið er að verða Ingólfi Jónssyni ráð- herra og íhaldinu í heild til skammar. Er greinilegt orðið að flestir íhaldsmenn finna ftil þess og enginn þ'ngmað- ur treystir sér til þess að „ ¥.erja þetta mál með Ingólfi. Er það augljóst orðið að þetta hneykslismál allt er éinskonar sameiginlegt einka- mál Ingóifs og Vilhjálms Þór. V'lhjálmur Þór er mikill maður hlutafélaga. svo sem kunnugt er frá Olíufélaginu h.f. Hann og Ingólfur hafa löngum setið saman í stjórn rekstrarhlutafélagsins Áburð- arverksmiðjan h.f. Og því lengur sem þeir hafa setið þar saman, því meir virðist tilhneig'ngin til lögbrota og ýmissa skuggalegra ráðstaf- ana hafa vaxið. Ingólfur hefur nú í tvö ár reynt að fá lögbrotin um af- skriftirnar löghelguð eftir á. Alþingi he’fur ekki fallizt á það. Ingólfur lætur halda lög- brotunum áfram. — Hann sér það á meðferð olíumáls- ins, að ekki er tekið strangt á lögbrotum. ef fínir menn framkvæma þau. Nú finnst Ingólfi mál til komið að auka vald Vil- hjálms og verðlauna hlutafé- lagsstjórnina fyrir staðfestu í lögbrotum um fyrningaaf- skr'ftir — og afhendir henni Áburðarsölu ríkisins, þvert ofan í lögin um Áburðarverk- smiðju. — Því skyldj ekki landbúnaðarráðherrann mega brjóta lög. þegar forseti og viðskiptamálaráðherra mega brjóta stjórnarskrá? Svo er næsta stieið í helm- ingaskipta-,,businessinum“: að stela Áburðarverksmiðjunni úr eigu ríkisins. Það er mik- ill möguleiki f.yrir einkafram- tak'ð með heiðarlegri hjálp heiðarlegra ráðhe^ra; að gera 4 milljónir króna að 140 millj- ón krónum án allrar fyrir- hafnar hluthafanna sjálfra. Að því vinna þeir nú í bróðerni Ingólfur og Vil- hjálmur, báðir hluthafar í „kompaníinu“, — annar þar að auki kosinn af Alþingj til að varðveita rétt hins opin- bera, hinn útnefndur af ráð- herra, til þess m.a. að standa vörð um eignir alþjóðar. Skyldi verða búið að stela Áburðarverksmiðjunni af al- þjóð áður en dæmt verður í olíumálinu — eða er máske ekki búið að höfða mál út af því? Eða skyldi áburðarverk- smiðjumálið verða olíumál Ingólfs — og síðar me'r dæmt í báðum, þegar sá tími kæmi að menn yrðu jafnir fyr- ir lögum á fslandi og gamla vísan yrði lygi: Steli ég litlu og standi ég iágt í steininn settur er ég, en steli ég miklu og standi ég hátt, í stjórnarráðið fer ég. Um sjömilljónir eru haiðar af bænd- nm á ári með ólöglegum afskriflum ÁburSarsölunni ráSstafaS meS ráSherrabréfi á þann veg sem Alþingi hefur ekki vi!]aS samþykkja Páll Kristjánsson og Ingi R. Helga- son taks sæti á Aiþingi Tveir varaþingmenn Alþýðu- bandalagsins, Páil Kristjánsson og Ingi R. Helgason, tóku sæti á Alþingi nýlega. Koma þeir í stað Hannibals Valdimarssonar og Eðvarðs Sigurðssonar, sem fóru utan í gær til að sitja sem gestir þing færeyskra alþýðusam- taka. Kjörbréf Páls hafði áður verið samþykkt. Kjörbréf Inga R. Helgasonar var samþykkt með samhljóða atkvæðum. f þrjú ár hefur Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra róið að því öllum ár- um að leggja niður Áburð- arsölu ríkisins og fela Á- burðarverksmiðjunni verk- efni hennar. Tvisvar hefur Ingólfi mistekizt að fá vilja sinn fram á Alþingi. Nú hefur hann gripið til þess örþrifaráðs aö fyrirskipa það með valdboði sem Al- þingi hefur ekki fengizt til að samþykkja. Umræður héldu áfram í neðri deild Alþingis um frum- varp Ingólfs Jónssonar um að Áburðarsala ' ríkisins hættj störfum. En eftir að frumvarp um ráðstöfun í þá átt var lagt undir ákvörðun Alþingis hefur ráðherra með einu bréfi feng- ið Áburðarverksmiðju ríkisins í hendur störf Áburðarsölunnar, áður en Alþ'ngi sjálft hefur af- greitt frumvarpið. Alþingi lítilsvirt Tvívegs áður hefur ráð- herra leitað til Alþingis um þessa ráðstöfun, en ekkert orð- ið ágengt. Stuðning Alþingis hef- ur hann ekki fengið, Þeir ræðu- menn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku í gær átöldu ráð- stöfun landbúnaðarráðherra harðlega og töldu að hún væri heimildariaus og fæli í sér ein- staka lítilsvirðingu við Alþingi. Með ráðstöfun ráðherra kærm berlega í Ijós, að áhugi íhalds- ins á frjálsri samkeppni væri ekki nema í orði, og enginn ef á reyndi. Þegar áburðareinka- sala væri lögð niður þá fengi ihaldð um leið öðrum aðila sérstaka aðstöðu fram yfir alla aðra. Gróðinn falinn Auk þess, að frumvarpi Ing- ólfs Jónssonar er ætlað að leggja niður Áburðarsölu rikis- ins felst í 1. grein þess lögfest- ing á þeim aðferðum, sem stjórn Áburðarverksmiðjunnar hefur viðhaft, að miða afskrift- ir verksm'ðjunnar við endur- byggingarkostnað en ekki upp- haflegan .stofnkostnað, svo sem allir aðrir aðilar i landinu verða að gera. Með þessum hætti hef- ur stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar falið hinn stórkostlega gróða, sem verksmiðjan hefur af fram- leiðslu á áburði fyrir bændur landsins. Mismunurinn á afskriftum sem framkvæmdar væru á hinn venjulega hátt og þeim sem stjórn Áburðarverksmiðjunnar Framhald á 7. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.