Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 4
UTVARPSANNALL Bjarni Benediktsson, nýorð- inn íorsætisráðherra og doktor, prédikaði á sunnudagskvöldið um hinn norska arf íslendinga. Þetta var erindi, sem hann flutti út í Noregi fyrr á þessu hausti, en hafði nú snarað á móðurmál sitt að beiðni út- varpsstjóra til flutnings fyrir íslenzka útvarpshlustendur. ÁsköpucS sporganga Ráðherrann gat þess í upp- haíi máls síns, að í þessu er- indi væri ekkert sem íslend- ingar vissu ekki eða mættu ekki vita. Þessi ummæli reynd- ust þó vera of mikil hófsemi af ræöumanni, því er nokkuð leið á ræðuna fram skaut At- lanzhafsbandalaginu upp í huga ræöumanns, og þá kom það upp úr kafinu, að við eigum það Norðmönnum að þakka að við erum í þessu bandalagi; — ef við hefðum ekki horft á eft- ir Norðmönnum inn í nefnt bandalag myndum við aldrei hafa þar komið, eða með öðr- um orðum mætti segja að við höfum beinlínis þegið Nató í arf frá frændum okkar Norð- mönnum. Ef til vill á þó ekki aö taka þetta svona bókstaf- lega, heldur á hinn veginn, að það sé náttúrulögmál. erfða- eiginleiki sem ekki verði undan ekizt, að við verðum að haga ökkur í alþjóðamálum á sama hátt og Norðmenn. Á það benti meðal annars framhald ræðunnar; frá Nató komst ræðumaður inn á Efna- hagsbandaiagið og taldi, að einnig þar yrði'.m við að ganga undir sama jarðarmen og Norð- menn. Síðar þetta sfimí* kvöld var enn einum þástti' hleypt af stokkum, spurningaþætti fyrir ungt fólki Þeita var að vísu ekki rismikiil dagskrárliður, en látiaus. og einfaldari í sniðum en sumir hinna fýrri þátta svip- aðrar tegundai og hóf göngu sfnn stórslysalaust. Andrés Kristjánsson, talaði um daginn og veginn á mánu- dagskVöldið. Hann kemur venjulega í útvarpið um hver árstíðaskipti og raunar oftar, og talar þá mjög lengi og ræki- lega um veðrið, og maður gæti eiginlega látið sér detta í hug, að hann væri fastráðinn árs- tíðaprédikari útvarpsins. Ann- ars er hann ekkert verulega leiðinlegur, enda þótt hann hafi dálítið mæðulegan talanda, og kemur oft laglega fyrir sig orði. Að þessu sinni hvarf hann frá veðrinu yfir f Heljarslóðar- orustu og frá henni yfir í Stromþleikinn og það svo mjög að hann sá í rauninni allsstað- ar Strompleik. f öskju var Strompleikur, sennilega settur á svið af góðum guði, séra Emil til augnayndis og ólýsanlegrar hrifningar; í Moskvu var svo annar Strompleikur settur á svið af hinum vonda Krústjoff, vestrænum mönnum til skelf- ingar og angurs. í þeim strompi hékk lík Stalíns. En nú kvað vera búið að taka það niður, svo ekki geta þeir Austanmenn þénað á því lengur. Enn von um veröldina Á þeim sama degi, sem Krist- inn séndiherra gekk upp í stjórnarráðið í Moskvu, með bréf Alþingis upp á vasann, mótmæli drifu að Rússunum vegna stórsprengjunnar, hinir sömu Rússar pöntuðu viðtal við Finna, norrænu.m stjórn- málamönnum til mikillar skelf- ingar, Bandaríkjamenn og Bret- ar hétu því hátíðlega að sprengja aldrei kjarnorku- sprengjur í þeim tilgangi að hræða fólk en aðeins til ör- yggis frjálsum heimi og menn týndust með dularfuílum hætti í þriðjudagshrollvekju útvarps- ins-, þá kom Grétar Fells salla- rólegur að hljóðnemanum og sagði okkur frá því, hváð við hefðum fyrir stafni, meðan við svæfum. Og það var hreint ekki svo lítið. f rauninni eru mennirnir, að minnsta kosti sumir hverjir, miklu betri með- an þeir sofa en meðan þeir mér þegar síðari hlutinn verð- vaka að sögn Grétars. Betur að satt væri. Enginn skyldi þó gera lítið úr Grétari Fells eða kenning- um hans. Og þó manni kynni að finnast að sumar þéssara kenninga væru með nokkrum ólíkindum, ber á hitt að ifta að þær eru settar fram af slíkri hófsemi. að vel mætti slíkt, eit't út af fyrir sig, verða öðrum til fyrirmyndar á þessari öld of- stækis og hleypidóma. Og rödd Grétars, róleg og hlý, ætti að geta orðið taugaveikluðu fólki á atómöld nokkur heilsubót ef það léði henni eyra. Á miðvikudag var tekið að draga úr öskjugosinu, sömu- leiðis úr mótmælum gegn stór- sprengju Rússa. Þá var einnig mikið dregið í land varðandi orðsendingar sömu þjóðar til Finna. Og eftir fréttir fengum við svo indæla kvöldvöku. Þar lásu þeir Kristján Eldjárn og Jóhannes úr Kötlum upp, sá fyrrnefndi úr Eiríks sögu rauða én hinn síðarnefndi úr Þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Auk þess var svo flutt viðtal við karl vestan úr Jökulfjörðum og var það hreinasta gersemi. Á þessu kvöldi hófust einnig hinir vinsælu þættir þeirra orðabókarmanna og reið Jakob Benediktsson á vaðið. Og eftir að hafa hlýtt á þetta allt fór maður að trúa því, að heimurinn muni nú hjara eitt- hvað enn, þrátt fyrir allt. Illa gerS spurningar- merki Á fimmtudagskvöld hófst er- indaflokkur um, erfðir, fluttur af Sturlu Friðrikssyni. Þetta verður án efa fróðlegt viðfangs- efni, fyrir þá sem hafa áhuga á slíkum fræðum, en sennilega nokkuð þungt. Halldór^ Hall- dórsson flutti þá einnig er- indi um ólögleg mannanöfn, en ég gat því miður ekki hlust- að á það, af því að ég var úti í fjósi að taka á móti kálfi. Vonandi tekst betur til fyrir ur fluttur. Og alltaf er það fjallið, sem enn þér hugar frýr og alltaf sama gátan, hvað hinumegin býr. Það virðist sem megintilgang- ur þáttarins Efst á baugi sé að ráða þá torleystu gátu, hvað þéir austur í RúsSíá hafi fyrir stafni, þótt annað lítilfjörlegra efni sé látið fljóta með, svo sem eins og til uppfyllingar. Þeir Tómas og Björgvin standa eins og illa gerð spurn- ingarmerki frammi fyrir þessu torleysta viðfangsefni og verð- ur skraf þeirra ekki annað en bollaleggingar og getgátur, svona miður vingjarnlegar á stundum, eftir því hvernig vindu.rinn blæs. Það bögglast jafnvel fyrir þeim að stauta sig fram úr þeim torlesnu rússnesku nöfnum, er þeir hafa á hraðbergi. En svona á þetta að vera og tjáir ekki um að salcast. Siungt skáld Guðmundur Böðvarsson skáld, las upp frumort ljóð á föstu- dagskvöldið. Þetta voru kaflar úr nafnlausum ljóðaflokki og kaflarnir éinnig nafnlausir. Með töfrasprota sínum lauk Guð- mundu.r upp gröfum liðinna kynslóða, kallaði fram þaðan hinar kynlegustu verur, gæddi þær slíku lífi að þær stóðu fyrir hugskotssjónum hlustand- ans sem bráðlifandi fólk sam- tíðarinnar í skoplegu umkomu- leysi sínu, breyskleika eða dólgslegri viðleitni til að níð- ast á náunganum. Og allt þetta gert af slíkri glettni og stund- um jafnvel kaldhæðni, að un- un var á að hlýða. Eða var höfundurinn kannske að sýna okkur samtíðina í gegnum fortíðina? Það er því líkast að sum þeirra ágætu skálda er hafa á sér heldri manna snið, verði þyngri á sér, svona andlega, þegar þau eldast. Þessu er gagn- stætt farið með Guðmund Böð- varsson. Það er engu líkara en að hann verði léttari í spori eítir því sem hann verður meira fullorðinn. Á laugardagskvöldið var flutt- ur franskur gamanleikur Morg- unn í lífi skálds, með helzt til miklum hraða fyrir íslenzka hlustendur, en annars allgóð dægrastytting. Hverju á svo að trúa? Það hefur verið stormasamt í veröldinni síðastliðna viku, og hefur þess að sjálfsögðu gætt allmjög í fréttum útvarpsins einkanlega hinum erlendu. Þegar þannig er ástatt, er ákaflega erfitt fyrir hlust- anda, sem langar til að vita hið sannasta í hverju máli, að átta sig á hvað eru staðreyndir og hvað áróður. Þegar svo er ástatt, er sá háttur venjulega á hafður, að endurtaka sömu fréttina, t.d. álit eða ummæli einhvers stjórnmálamanns, æ ofan í æ, stundum nokkra daga í röð. Hitt er þó-algengara að fyrsta fréttin er kraftmest, en eftir því sem hún er sögð oftar fer að draga úr áhrifunum og stað- reyndirnar fara að skjóta upp kollinum. Eitt dæmi þeirrar tegundar mætti nefna frá vik- unni sem leið, en það voru til- mæli Rússa u.m að taka upp viðræður við Finna. Við fyrstu heyrn fannst manni næstum sem heimsendir væri í nánd. Strax næsta dag fór að draga úr flóðbylgjunni, og sumt borið til baka er greint var frá í hinni fyrstu frétt, eins og t.d. að forsætisráðherrar Norður- landa hefðu átt viðræður í síma um málið. og öll málsmeðferð fékk á sig lögulegra snið eftir því sem frá leið. Um þessar mu.ndir er fólk, oa ef til vill ekki að ástæðu- lausu. órólegt út af vaxandi geislunarhættu í andrúmsioft- inu. Þorbjörn Siguraeirsson skýrði frá því eitt kvöldið, að geislun hefði tvöfal.dazt í októ- ber. Næsta kvöld er það haft eftir Thor Thors. úr ræðu er hann flutti á Allsherjarþinginu, að geislun hefði tvöhundruö- faldazt á íslandi í þessum sama mánuði. Engin skýring fylgdi þessu frá Fréttastofunni, og hverju á svo fólkið að trúa? Skúli Guðjónsson Vikan 29. okt. tií 4. név. Bráðabirgðalögin Framhald af 7. síðu. * ■Jóhann kunni engar afsakanir Eftir ræðu Inga talaði einn Táðherranna, Jóhann Hafstein. Vitnaði hann í ræðu- Bjarna IBenediktssonar og taldi hann jhafa sannað að ekki væri um stjprnarskrárbrot að ræða við ■útgáfu bráðabirgðalaganna. En Jionuni fór eins og hinum ráð- herrunum að allur mólflutning- urinn fór í að rökstyðja nauð- syp gengislækkunarinnar, en íann enga afsökun fyrir því að Æetja um það bráðabirgðalög að alhenda Seðiabankanum vald Al- þingis. ■* Misnotkun valds Einar Olgcirsson tók rækilega iil meðferðar það atriði, og lagði óherzlu á að þar væri um ótví- xætt stjórnarskrárbrot að ræða. í því sambandi ræddi hann um T/ald1 íorseta og ríkisstjórnar, og taldi ótvírætt samkvæmt lýð- veldisstjórnarskránni, að forseti gæti neitað að gefa út bráða- birgðalög. Honum væri meira að segja gefið vald til að neita að staðfesta lög sem Alþingi hefði samþykkt og gæti skotið þeirri lagasetningu undir dóm bjóðar- innar. Þetta ákvæði hefði verið sett í lýðveldisstjórnarskrána í sambandi við það að forseti skyldi vera þjóðkjörinn, hann ætti að gæta réttar þjóðarinnar ef meirihluti Alþingis misnotaði vald sitt. Bráðabirgðalög sem forseti yrði að gefa út og ráðherra að undirrita væru því á ábyrgð, forseta og ríkisstjórnar. Yrðu þessir aðilar sammála um að beita valdi sínu óheiðarlega, til einvaldslegrar lagasetningar, gætu þeir gengið langt í því og gert þingræðið að skrípaleik. því stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að forseti og ríkisstjórn beittu heiðarlega valdi sínu. Sé það vald misnotað er allt stjórn- skipulag okkar í hættu. Með bráðabirgðalögunum um að flytja valdið yfir gengisskrán- ingu úr höndum Alþingis til Seðlabankans, var um slíka mis- notkun valds að ræða. Þar eru bráðabirgðalög notuð til þess beinlínis að skerða vald Alþing- is, og gegn sliku verður Alþingi að vera á verði. Og setning bráðabirgðalaganna er þeim mun fordæmanlegri sem sennilegt verður að teljast að ríkisstjórnin hafi ekki treyst sér til að koma málinu gegnum þing- ið, nema eftir á sem gerðum hlut. * Ríkisvaldinu beitt gegn verkalýðnum í siðari hluta ræðu sinnar leiddi Einar rök að því að rík- isstjórnin hefði frá byrjun verið fulltrúi harðsvíruðustu klíku at- vinnurekenda, og einungis gefið stefnuyfirlýsingarnar um af- skiptaleysi af kaupgjaldssamn- ingum í þéirri trú, að atvinnu- rekendur væru nógu sterkir til að sigrast á verkalýðshreyfing- unni. Þegar bað revndist, í verkföll- unum sl. sumar, að verkalýðs- félögin voru nógu sterk til að knýja fram kauphækkun, henti rikisstjórnin frá sér öllum stefnuyfirlýsingum, og beitti ríkisvaldinu til að ræna af verkalýðnum kauphækkuninni, og vinna hið versta verk gagn- vart þjóðinni. f árslok 1958 hefði Framsókn- afflokkyrinn .slitið vinstri stjórn- arsamstarfinu vegna bess að hann vildi ekki gera ráðstafan- ir til að tryggja að kauphækk- anir þess árs yr.ðu ráunveruleg- .ar, sem hefði ‘þó verið haégðar- leikur. Um það var þá að ræða, í des. 1958 að tryggja kaupmátt tímakaups sem var 104. eða svip- að og náðst hafði 12 árum áður. í sumar, eftir verkföllin, stóð núverandi ríkisstjórn frammi fyrir beim vanda einum að láta standast kaupmátf launa sem ekki var nema 91.2. En í stað þess greip hún til harðstjórnar- aðgerða og einræðis, til vald- beitingar sem hlýtur að knýja fram átök með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Engin ríkisstjórn á íslandi hef- ur gripið til slíkrar harðstjórnar og einræðislaga til að lcysa jafn- lítinn vanda. Á síðdegisfundi talaði Gylfi Þ. Gíslason við^’dptam^álaráðherra í hálfa aðrá klukkustund, eyddi nær klukkústund í að andmæla tveim meginatriðum í ræðu Lúð- víks Jósepssonar á dögunum, en ! hálf klukkustund fór i að svara ræðu Evsteins Jónssonar. Um- ræðunni var frestað að ræðu ráðherrans lokinni. 8. bókin í rit- sdni J. London Áttund bókin í hinu nýia rit- safni ísafoldar af verkum Jacks London er komin út. Það er skáldsagan í súðurhöfum, þýð- inguna hefur Sverrir Kristjáns- son ságnfræðingur gert. Bókin er 208 blaðsíður. jS) -“- NÝI T-lMINN — Fimmtudagur 16. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.