Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 5
Svar Krúsf 'joffs viB mótmcBhjm sœnsku sfjórnarinnar vegna afómspr&nginga Stokkhólmi C 11 — Sovézki amb- assadorinn í Stckkhólmi afhenti í dag svar Krústjoffs forsætis- ráðherra við símskeyti sem Er- lander forsætisráðherra Svíþjóö- ar sendi 24. október s.I. með beiöni ium að kjarnavopnatil- raunum yrði hætt. Krústjoff bendir á að sovét- stjórnin hafi skýrt ástæðurnar því að_ tilraunir með kjarnavopn voru hafnar að nýju. Við ákváðum að stíga þetta skref eftir langa yfirvegun. Það 'er ekki sársaukalaust fyrir okkur, segir Krústjoff, en -allir sem vilja vinna að friði í heím- inum, hljóta að skilja ákvörð- un'okkári'—' Reyni'ð'aS setja yð- ur í spor Sovétrikjanna eftir hina stórauknu líervæb-; ingu Atlánzhafsbandá'lagsríkj- anna. Þeir sem hafa augun op- in fyrir þeirri þróun skilja •' ’á- reiðanlega að sovétstjórnin átti engan annan kost. íbúar Sovétríkjanna, -sem orð- ið hafa fyrir tveim innrásum af hálfu þýzku hernaðarsinnanna á einni mannsævi, hafa ekki að- eins heyrt ævintýrasögur um Islenzkir vísindamenn Kaupmannahöfn 9/11 — Fyrir skömmu vakti sú frétt mikla at- hygli að norski fornminjafræð- ingurinn, Helge Ingstad, hefði fundið bæjarrústir Leifs heppna á norðurströnd Nýfundnalands. Nú kemur danskur fornminja- fræðingur fram á sjónarsviðið og kveðst hafa fundið þessar rústir þegar árið 1956. Það er Jörgen Meldgárd mag- ister sem kveðst hafa fundið rústirnar árið 1956, en hann var þá einn á rannsóknarleiðangri á þessum slóðum. Segir hann að fundur rústanna hafi staðfest ís- lenzka sagnritun um að Leifur heppni hafi komið til Vínlands um árið 1000. Það varð að sam- komulagi milli Meldgárds og þjóðminjasafns Kanada að leyna þessum fornminjafundi 'fyrst um sinn til þess að ævintýramenn og sjálfskipaðir fornminjafræð- ingar færu ekki að grafa í rúst- irnar. Eigi að síður sagði Meld- gárd Helga Ingstad frá fundin- um. Eftir að Ingstad byrjaði upp- gröft í rústunum í sumar hefur Meldgárd verið þögull, en málið hefur nú verið upplýst af for- 6tjóra danska þjóðminjasafnsins, Age Roussel. Áður en Ingstad komst til rústanna samkvæmt tilvísun Meldgárds hafði hann álitið að utgáfu llsfaverkakorta Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Ásgrímssafn var opn- að almenningi. Hefur safnið nú hafið útgáfu á listaverkakortum fyrir jólin, og urðu fyrir valinu tvær þjóðsagnateikningar, Bú- ikolla og Átján barna faðir i álf- Iheimum, og olíumálverk af Heklu, málað árið 1923. Eru þessi listaverk í eigu safnsins. Kortið af Heklu er prentað í litum, og ei' að öllu leyti unnið hérlendis. Vandað hefur verið mjög til þess- arar útgáfu. Myndamótið ai Heklu var gert í Prentmót h.f., og vann það verk Eiríkur Smith listmálari. Prentun önnuðust Lit- myndir s.f. í Hafnarfirði. Kortið er tvöfalt, og á bakhlið þess er mynd af Ásgrími, ásamt stuttum texta á ensku og donskú. Rr þétfá kort hin fegursta jólakveðja til vina og fyrirtækja erlendis. Hér í Reykjavík er Heklu-kort- ið tií söju í Ásgrímssafni. En végna þess að safnið er ekki op- ið nema 3 daga í viku, verður það einnig selt í Baðstofu Ferða- skrifstofu ríkisins. Á Norðurlandi eru kortin til sölu í Listmuna- og blómabúð KEA á Akureyri. Þjóðsagnakortin eru einnig tvö- föld, og á þau er prentaður skýr- ingatexti á íslenzku og ensku. Eru þau kort seld í nokkrum bóka- og ritfangaverzlunum í Reykjavík, og einnig á nokkrum stöðum úti á landi. aðsetur Leifs heppna á Vínlandi hefði verið mun sunnar, senni- lega í Nova Scotia. Roussel lét í ljós vonir um, að Helge Ing- stad leiti eftir samstarfi annarra sérfræðinga við uppgröftinn, þannig að ekki þurfi framvegis að ríkja neinn vafi um að að- setursstaður Leifs heppna og víkingaliðs hans á Vínlandi sé fundið. Jörgen Meldgárd byrjaði að starfa við fornminjarannsóknir á Grænlandi árið 1948 og hélt því starfi áfram til 1956 en þá hóf hann svæðarannsókn við strend- Ur Labrador og á Nýfundna- landsströndum. Var þetta fram- hald rannsókna hans á Græn- landi. I þessum rannsóknum tókst að staðfesta þær frásagnir um hina ýmsu staði, er um get- ur í hinum fornu íslenzku sög- um. Könnunin leiddi til þess að sérfræðingar þóttust vissir um að .aðsetursstaður Leifs heppna á Vínlandi hlyti að hafa verið á norðurhluta Nýfundnalands. I þessum rannsóknarleiðangri Mel- gárds var hvergi áætlað að grafa upp rústir. Helge Ingstad vissi um fyrirætlanir um að hefja uppgröft á þessum slóðum. Ef uppgröftur hans, sem við þekkj- um aðeins af blaðafregnum, þykir sanna að fundizt hafi bæj- arrústir Leifs heppna, þá von- um við að hann láti ekki drag- ast að kveðja til fleiri fornminja- fræðinga og sérfræðinga frá skandinavísku löndunum, ís- landi og Kanada. Þetta er mikil- vægt mál og krefst margvíslegs starfs og fjölþættra rannsókna sem æskilegt er að fleiri en einn maður vinni að sagði Roussel að lokum. 1 styrjaldir. Þeir hafa lifað þær með öllum þeirra hörmungu.m. | Engin þjóð, ekkert land varð fyrir slíkum hörmungum 1 síðari | heimsstyrjöld sem Sovétríkin. 1 Þessvegna leggjum við allt kapp á að bægja styrjaldarhættunni frá mannlegu samfélagi. Við höf- um lagt mikið starf í það að reyna að fá gerðan sáttmála um algera og allsherjar áfVopnun, en því miður hefur 'sú viðleitni okkar ekki boriö árángur. Við höfum lagt; frarn friðsam- legustu tillöguna sem hugsazt getur við núverandi aðstæður, þ.e. að binda enda á: leifárnar frá síðustú lie'mtSstýrjöld' með því að gera friðafsamninga- við Þýzkaland. En hvert er svar véstufveJdánná-'-viö • þessari* til- lÖgú? ''Þaú -'hafna tillögunni úm friðarsamninga, neita að semja urn frið 16 árum eftir að styrj- ödinni við Þýzkaland er lokið. Á hverjum einasta degi heyrum-.við hótanir'útn að" Atláhzháfsbándh- lagið muni beita valdi til að hindra friðarsamhinga. Við getum ekki lokað augun- um fyrir þeirri staðreynd að I land okkar er umkringt banda- rískum herstöðvum, og að hald- ið er áfram að staðsetja mik- ilvirkustu vopn á þessum stöð- um. Hernaðarútgjöld Bandaríkj- anna jukust um sex miiljarða dollara á síöasta ári. Bandaríkin halda stöðugt áfram að efia her sinn og herbúnað á öllum svið- um. Þessar aðgerðir Bandaríkj- anna eru í fullu samræmi við bað sem þau ríki gera, sem eru að undirbúa styrjöld. Hernaðarsinnar í Vestur- Þýzkalandi verða stöðugt hávær- ari í kröfum sínum um atóm- vopn handa vesturþýzka hern- um. Og það eru Adenauer og Strauss sem hafa forystuna í bessari hernaðar- og hefndar- stefnu. Þrátt fyrir allt þetta ætla Atianzhafsbandalagsríkin að ærast ef við styrkjum varn- armátt okkar. Eina ástæöan fyrir því að við hófum kjarnavopnatilraunir að nýju er sú, að mannkynið verð- ur að sleppa við þær ógnir, sem kjarnorkustyrjöld' myndi leiða yfir. Við höfum margsinnis.-tekiðl I það fram og gerum það emi,e,nu< sinni, að við munum aldrgi :notai 1 atómvopn okkar til að ráðast á; neinn. Nýju atómvopnatilrauiutnan eru óhjákvæmileg afleiðing víg-t : búnaðarkapphlaupsins, sem, \?est- urveldin hafa -neytt okkur ; út íg Ráðandi öfl í Bandarikjunum' styðja hemaðar- og hefadar- stefnuna í V estur-Þýzkaiá.ndii Þessi sömu öíl hafna tillögúni okkar um algera afvopnun en líamra á því að Bandaríkjamenrv hafi meiri og stærri kjarnorku- vopn en Sovétríkin. Það sem fólk óttast nú er ekki aðeins géislavirkt úrfall, heldur líká hinn gífutdegi eyðingarmáttur h'inna, nýju vopna. Ef Sovétríkih svcruöu ekki auknum vígbúnaði vesfurveldanna myndu þau leggja ut í nýtt styrjalda.rævin- týri. Við getum ekki haldið að okkur höndum og beðið eftir því að árið 1941 endurtaki sig. Hversvegna ber sænska stjórnin; engin mótmæli fram við þá sem ekki vilja samþykkja tillögu- okkar til að tryggja friðinn? Stefna vesturveldanna er byggð á vígbúnáði. Þau vilja láta allar þjóðir búá við ógnanirnar frá hinum gjöreyðileggjandi atóm- sprengjum. Það vérður að taka það fram, að viðbrögð sænsku stjórnarinn- ar við atómtiiraunum Sovét- rhanna eru undarleg þegar at- huguð eru viðbrögð hennar við atómvopnatilraunum og vígbún- aði vésturveldanna. Þegar vest- urveldin hafa sprengt atóm- sprengjur og lýsa opinberlegá yfir vígbúnaðarstefnu, þá heyrist ekki mótmælarödd sænsku stjórnarinnar. 1 bréfinu endurtekur Krústjoff að Sovétríkin séu reiðubúin að varpa öllum vapnum í hafdjúp- in ef vesturveldin fást til að ganga frá samningum um algera; fullkomna aivopnun undir ör- uggu alþjóðlegu eftirliti. Svíþjóð hefu.r stutt þessa tillögu Sovét- ríkjanna cg lagt fram sinn skerf til þess að slíkt sárh- komulag náist milli stórveld- anna. „Saga bóndans í Hrauni“ eft- ir Guðmund L. Friöfinnsson er komin út hjá Ísafoídarprent smiðju h.f. Þetta eru endurminningar Jónasar bónda Jónssonar, saga bónda sem mörgu hefur kynnzt og misjöfnu. í formálsorðum seg- ir höfundur, Guðmundiir L. Frið- finnsson, m.a.: „Enhverjir kunna að segja sem svo, að sagá þessi sé held- ur viðburðasnauð og við eina þúfuna • bunain. Þeim góðu mönnum vil ég í allri hógværð benda á það, að frá mínu sjón- armiði er þetta sagan, sem gerzt hefur í hverri e.nustu sveit á ís- landi, aðeins með einstaklingS' og staðháttabundnum tilbrigð- um. Þetta er lífs- og baráttusaga nokkurs hluta þeirra manna og kvenna, sem landið hafa byggt og oftast hafa verið köllun sinni bamslega trú, en jafnan horfið hljóðlaust í grafhvelfngar glejymskunnar. Þó er þetta það fólk, sem vökvað hefur og plægt þann jarðveg, sem nú stöndum vér á, og unnið hefur í samræmi við tíðaranda eins og þekking og vit hrökk til. Og þótt sitt- hvað megi að verkum þess finna, mun það þó mála sannast, að vizka hjartans stendur ein eftir, þegar allar kenn.'setningar og tækniskriðdrekar er molnað í loft“. ,.Saga bóndans í Hrauni“ er um 190 blaðsíður, kaflar 27. Nokkrar myndir eru í bókinni. Fimmtudagur 16. nóvember 1961 — NÝI TÍMINN — (5

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.