Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 16.11.1961, Blaðsíða 7
Skrifborð og skrifborðsstóll Jóns Sigurðssonar, sem nú eru geymd í Þjóðminjasafni. ,,Island og dets Handél“,“ í Kjöbenhavnsposten í júnímán- uði 1840), skólamál, alþingis- stofnunina, fjárhagsmálið og síðast en ekki sízt mál mál- anna, stjórnarmálið. Taka þess- ar dönsku greinar yfir bls. 77—329. III. þáttur er svo ein löng ritgerð (bls. 333—94), Island og islandske Tilstande, sem birt- ist nafnlaus í norska blaðinu Christiania dntelligenssedler á tímabilinu 31. júlí 1862 til 2. maí 1863. Er ritgerð þessi hér sér í flokki, enda öðruvísi til komin en hinar. Hér er um að ræða geysi- fróðlegt og um leið skemmti- legt yfirlit um ísland, fólks- fjölda og atvinnuvegi á 19. öld með tíðum samanburði við liðnar aldir. Inn í þessa fróð- legu úi’V'innslu úr hagskýrslum og öðrum talnafróðleik er svo fléttað lystilegunt lýsingum og athugasemdum, t. d. frásögn af íslenzkum hestum og hesta- mennsku með viðeigandi dæmi- sögum. Loks eru í bókarlok skýring- ar og athugasemdir útgefand- ans á bls. 397—461, ómissandi bókarauki eins og við er að bú- ast. Væntanlega verða nafna- skrár og efnisyfirlit og efnis- registur með lokabindinu, en án slíks yrðu “hotin af verkinu ekki nærri full. Með þessu fyrsta bindi er myndarlega af stað farið, hvað frágang og vinnubrögð við út- gáfuna áhrærir. Er þess aðeins að vænta, að áframhaldið gefi ekki upphafinu í neinu eftir. Þó grunar mig, að ófáir séu Tómasarnir, sem bæði vilja sjá og þreifa á, áður en þeir láta sannfærast um, að frétta- greinar Jóns frá Kaupmanna- höfn til Noregs, sem boðað er að muni fylla hin bindin tvö, eigi brýnt erindi til íslendinga í dag, a.m.k. fremur en margt annað, frá hendi hans. En úr því fæst trúlega skorið, fyrr en varir. Og þá vaknar sú spurning að lokum, hvort ekki sé margt það að finna í fórum Jóns Sig- urðssonar, óbirt eða dreift og óaðgengilegt, sem ástæða væri til að gera almenningi aðgengi- legt, svo sem bréf (líka til hans) og fræðilegar ritgerðir. Þing og stjórn hafa ekki oft rutt sig myndarlegar í þágu ís- lenzkrar sögu en þegar þessi útgáfa var ráðin; má- nú ekki búast við framhaldi í svipaða átt? Væri ekki vegur að hafa að staðaldri einn eða fleiri menn starfandi fyrir opinbert fé að rannsóknum og útgáfu á heim- ildarritum um sögu síðari tíma tii að greiða fyrir þeim, sem á sínum tíma réðust í að vinna úr þeim samfellda sögu? Við skulum vona, að í fram- tíðinni megi sjá af einum og einum fræðimanni í það minnsta frá unglingakennslu til að sinna þeim verkefnum, sem til þessa hafa verið svo hróplega vanrækt, — rann- sóknum frumheimilda um sögu 18. og 19. aldar. B. J. Bráðabirgðalögin Framhald af 1. síðu arskránni, að löggjöf sé æskileg, skynsamleg eða eðlileg, til þess að bráðabirgðalög séu sett, held- ur þurfi brýna nauðsyn. En nú- verandi hæstvirtur forsætisráð- herra, formaður Sjálfstæðisflokk-s- ins, Bjarni Benediktsson, lætur nú sem hin brýna nauðsyn skipti ekki máli, heldur sé hitt höfuð- atriði, að löggjöfin sé eðlileg. Því miður er hæstv. forsætisráð- herra ekki viðlátinn til að skýra þessar mótsagnir, en augljóst er, að fræðimaðurinn Bjami Bene- diktsson er öruggari heimild um þetta atriði heldur en stjórnmála- maðurinn með sama nafni.“ * Alþingi er nauðsyn að ráða gengis- skráningu . „Lítum á aðra hlið þessa máls. Er það virkilega eðlileg skipan irtálá, að Seðlabankinn hafi geng- issla'áningarvaldið, en Alþingi ekki? Um þetta eru skiptar skoð- anir, en mín skoðun er sú, að þetta sé ekki aðeins óeðlilegt heldur háskalegt. Alþingi sjálft hefur einnig verið þeirrar skoð- unar, að það ætti að ákveða gengi íslenzkrar krónu og hefur aldrei viljað afsala því af aug- ljósum ástæðum. Gengisbreyting- ar geta gert efnahagsráðstafanir Alþingis að engu, og raskað mjög verulega tekjuskiptinu þjóðarinn- ar, sem Alþingi ákveður með lög- gjöf sinni. Alþingi verður að þafa gengisskráningarvaldið, svo að allir þræðir efnahagslífsins séu í hendi þess. Með þeirri skip- an má.la, sem bráðabirgðalögin gera ráð fyrir, geta efnahagsráð- stafánir Alþingis orðið að káki einu, ef Seðlabankinn getur breytt þeim með einfaldri gengis- lækkun. * Bjarni vitnar enn Árið 1957 votu gerðar breyting- ar á Séðlabankanum og aftur ár- ið 1961. I hvorugt skiptið léði AI- þingi máls á því, að afhenda Seðlabankanum gengisskráningar- valdið. Með tilliti til þess eru bráðabirgðalögin alveg óverjandi. Aðalvitni mjtt-, fræðimaðurinn Bjarni Benediktsson, segir um þetta í kennslubók sinni á bls. 58 með leyfi hæstv. forseta: „Sýnu varhugavérðara en ella er þó að gefa út bráðabirgðalög um efni, sem Alþingi hefur ný- lega tekið afstöðu til, einkum ef ljóst ef, að Alþingi hefur eigi viliað failast á þá lausn, sem bráðabirgðalögin velja,“ Hér ber allt að sama brunni. Fræðimaðurinn Bjarni Benedikt^ son fordæmir á allan hátt útgáfu bráðabirgðalaganna 1. ágúst sl.“ I lok ræðu sii^iar Iagði Ingi á- herzlu á að forseti Islánds hefðl ekki staðið vörð umi rétfindi Al- bingis í þessu máli og ríkisstjórn- in misbeitt valdi sími. Skoraði hann á bingméhn að vei’nda rét't- indi Albinais bg fella béssi ger- 'ræðisfullu bráðabirgðalög. FramhaJd á 10. siðu. Skrípaleikur Flestum er sjálfsagt í minni, að þegar Stokkhólmsávarpið kom fram, brugðust ýmsir þeirra manna sem nú þykjast fordæma kjarnorkusprengingar ókvæða við, fóru háðulegum orðum um ávarpið, bölvuðu öll- um sem aðhylltust það í sand og csku. Morgunblaðið gerði þá ýmist að hóta fólki með út- skúíun úr þjóðfélaginu eða hæðast að því, ef það skrifaðl undir þetta plagg. Allir vita að Stokkhólms- ávarpið var fyrst og fremst á- skorun á stórveldin, áskorun um bann við kjarnorkuvopn- um. Hvers vegna var afstaða Morgunblaðsins svona fjand- samleg? Hvers vegna afmynd- aðist Bjarni Benediktsson af heift yfir. þessu ávarpi? Var hann svona óskaplega spennt- ur fyrir framleiðslu kjarnorku- vopna að hann þyldi ekki að heyra bann við slíku nefnt? Stokkhólmsávarpið náði ekki tilgangi sínum, því miður. Og hvers vegna? Vegna þess, m. a. að þá börðust hatramlega gegn banni á framleiðslu kjarnorkuvopna ýmsir þeir stjórnmálaleiðtogar Vesturveld- anna, sem nú þykjast fullir heilagrar vandlætingar yfir framferði Rússa. Og hver skyldi nú vera skýringin á þessari tvöfeldni? Hún er einfaldlega sú, að á dögum Stokkhólms- ávarpsins töldu Vesturveldin með Bandaríkin í broddi fylk- ingar að þau hefðu svo algera yfirburði fram yfir Sovétmenn í kjarnorkuvísindum, að óhugs- andi væri að hinir síðarnefndu kæmust nokkurn tíma í hálf- kvisti við þau. Þess vegna var nú áhuginn þá fyrir banni á kjarnorku- vopnum ekki meirí en raun bar vitni hjá forustumönnum Vesturveldanna, þess vegna gerði afleggjari bandarísku auðvaldspressunnar, Morgun- blaðið, hróp að þeim löndum sínum, sem vildu ba.nria alla framleiðslu kjarnorkuvopria; þess vegna trylltist lærlingur Hitlers sáluga, núverandi for- sætisráðherrann okkar af heift, frammi fyrir Stokkhólmsávarp- inu. Þetta meinlausa ávarp hafði sem sé svipuð áhrif á ýmsa stjórnmálamenn hér, eins og mér var sagt í æsku, að rauð dula hefði á hin ferfættu nautin. — En nú er allt í einu a,nnað uppi á teningnum. í haust þegar Rússar byrjuðu að sprengja, upphófst mikill söhg“' ur,, jafnvel í Morgunblaðinu,. um hættuna, sem mannkyninuÆ'' stafaði af slíkum sprerigingum! Ég er sízt að mæla sþrenging-, um Rússa bót, frekar en . til-' raunurri annarra, þjóða með. ...kjariferkuvÐpn. : En . hvers" vegna sS: tíiorgun- blaðið ekki .áStteðú tíl'að ut-. mála hættuna. sem sprenging-.; upum. fylgir strax þegar Banda- ríkin vörpuðu sprengjunni á Hifosima? Ég rri'án e'kki til áð lærisveíni' Hi’ders fyndist riéitt atliugavert við .kjarnorku-. sprengingar þá„ Hvei’S- vegna efndi B'enedikt Gröndal ekki til mótmælafuridar, þegar Frakkar rufú samkbmúlag stör- veldanna um að hætta kjarn- orkusprengingum og tóku að sprengja í Sahara? Var Bene- dikt kannski ekkþ búinn að fá vitneskju um það þá, að kjarnorkusprengingar gætu ver- ið hættulegar! s Meðan hægt er að nefna í einu vetfangi ótal dæmi um ýmist algert afskiptaleysi eða beinlínis samþykki íslenzkra forustumanna við framleiðslu múgmorðstækja á einum stað, þá er ekki hægt að líta á for- dæmingu þessara sömu marina á samskonar verkum á öðrum stað öðruvísi en sem örgustu hræsni og ömurlegustu tegund undirlægjuháttar við ákveðin stórveldi. Þessi hræsnisskrípaleikur hef- ur "nú gengið svo langt, að Al- þingi íslendinga hefur sam- þykkt mótmæli gegn risa- sprengju Rússa, fellt að mót- mæla öllum kjarnorkuspreng- ingum. Það er með öðrum orðum álit meirihluta á Alþingi íslendinga, að allar kjarnorku- sprengingar aðrar en rússnesk- ar, séu góðar og blessaðar! Annan skilning er ekki hægt að leggja í það þegar Alþingi samþykkir mótmæli gegn rúss- neskum kjarnorkusprengingum, en fellir tillögu um að lýsa sig mótfallið öllum kjarnorku- vopnatilraunum. Ef Alþingi hefði mannað sig upp í að mótmæla vígbúnaðar- kapphlaupinu yfirleitt, mót- mæla framleiðslu vetnis- sprengja án tillits til þjóðernis framleiðendanna, þá hefði ég fagnað innilega þeirri afstöðu. Ef Alþingi hefði samþykkt á- • skorun á Vesturveldin um að fallast á tillögu Sovétríkjanna um algera afvopnun, þá hefði ég einnig fagnað þeirri afstöðu, það hefði verið heiðarleg við- leitni til að bera klæði á vopn- in og lægja öldur kalda stríðs- ins. En sú afstaða að þegja þunnu hljóði við frönskum kjarnorkusprengingum, hrópa húrra fyrir bandarískum kjarn- orkusprengingum, en fordæma rússneskar kjarnorkusprenging- ar, verður ekki kennd við annað en hræsni. Og ef það er hjartans meining meiri hluta íslenzkra alþingismanna, að rússneskar kjarnorkusprenging- ar einar séu fordæmanlegar, er þá ekki athugandi að keyra þá upp í Ofnasmiðju og freista þess að láta kristilega siðvæð- ingu grassera dálítið í hjarta- lagi þeirra? B. G. Ferðaþættir Út eru komnir ferðaþættir eftir Einar Ásmundsson hæsta- réttarlögmann og nefnast „Frá Grænlandi til Rómar“. í bók þessari, sem er 123 blaðsíður; eru birtir þrettáo ferðaþættir, sá fyrsti segir frá Grænlandsférð súmarið 1956, en síðan eru þættir um Þýzkalands- ferð, ferð til ftalíu og víðar. Allmargar liósmyndir eru í bók- inni frá þeim stöðum, sem höf- undur hefur gist. Útgefandi : er ísafold: ■■ ( ■ Fimmtudagur 16. nóvemher 1961 — NÝI TÍMINN — (7

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.