Nýi tíminn - 23.11.1961, Side 1

Nýi tíminn - 23.11.1961, Side 1
s**w*»r Kaopið TITY fi Myi timinn Fimmtudagur 23. nóvember 1961 — 7. tölublað. og Framsókn niptmæla liarðle framlialdi land- helgissvika með þýzku samning- imam Þao kom skýrt íram á Albingi í gær að svikin í landhelgismálinu eru mál stjórnarflokkanna einna, Sjálfstæðisílokksins og Alþýðuflokksins. Tals- menn ’ Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokks- ins mótmæltu eindregið nýja svikasamningum sem ríkisstjórnin gerði sl. sumar við ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands, um að hleypa vesturþýzkum togurum inn í 12 mílna landhelgina, auk hinna brezku. i ÞÝZK FLOTAHÖFN Á JÓTLANDI Málið er nú íyrst rætt á Al- þingi, eítir að hin nýju land- helgissvik hafa verið í fram- kvæmd mánuðum saman. Ríkis- stjórnin flytur þingsályktunartil- lögu . um „staðiestingu á sam- komulagi . um viðurkenningu Sambandslýðveldisins Þýzka- lands á 12 mílna iiskveiðilögsögu við ísland.“ og, ijallar tillagan um það eitt að Alþingi staðfesti samkomulag það sem ríkisstjórn- in gerö’i 19. júlí 1960. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra flutti stutta framsöguræðu og haiði sýnilega ekkert lært og engu gleymt frá því sámningurinn við Breta vaf til umræðu á Alþingi, því um nýja sámninginn hafði ráð- herrann ekkert að segja nema endurtekningu. sömu fuUyrðing- anna um ávinning Islendinga við það' að opna landhelgina einnig fyrir þýzka flotanum auk hins brezka, fyrst í staðinn fengist „viðurkenning“ VestUr-Þýzka- lands á 12 mílna lendhelginni cg riokkrum - 'grunnlínubreyting- um frá reglugerðinni 1958. Meira að segja hinn alræmdi „umþóftunartími“ skilaði sér sem röksemd í ræðu ráðherrans. -jfc- Alþýðubandalagið mótmælir alsmaðúr Alþýðubandalagsins var að þessu sinni Karl Guð- Framhald á 11. síðu. Fjögur vesturþýzk herskip lögðust hlið við hlið í höfninni í Frederikshavn á Jótlandi á mánu- dag-inn, en þá var þcssi danska höfn opnuð sem „NATÓ-fIotahöfn“. Þýzka flotaheimsóknin sýndi bezt hvernig vesturþýzka hervaldið notar sér að- ildina að NATÖ til að hreiðra um sig í Danm. r r, Nú krefst vesturþýzka herstjórnin þess að kom- ið verði upp sameiginlegri þýzk-danskri flota- stjórn á Eystrasalti og þýzk-danskri hcrstjórn á Jótlandi og í Siésvík-Holtsetaland. Yfirherstjórn A-bandaiagsins styður þessar þýzku kröfur. Afnóm sfór- eignaskaffs- Ins boðað í Mogganum Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra hefur látið- hætta innheimtu stóreigna- skattsins sem á var lagður 1957, og í Morgunblaðinu í gær er staðha?ft að hann hafi heitið stóreignaskattgreið- endum að stjórnarflokkarn- ir skuli afnema með öllu eða að minnsta kosti gefa hann -eftir að verulegu leyti á Al- þingi því sem nú situr. Vinstri stjórnin lagði stór- eignaskattinn á nokkra auð- menn og auðfélög til að taka hæsta kúfinn af verðbólgu- gróða þeirra til almannaþarfa. Skyldi skattinum varið til íbúðalána og svipaðra þarfa. Auðmennirnir tregðuðust við að greiða skattinn, töfðu innheimtuna með málaferl- um, og þegar þeir töþuðu málunum fyrir íslerizkiim d.ómstólum reyndu þeir á- rangurslaust til að íá erlen.d- an dómstól, Mannréttinda- dóm Evrópuráðsins, til að ó- gilda þessa íslenzku löggjöf. í Morgunblaðinu í gær beinir Páil Magnússon, sem frá öndverðu hefúr mjög haft orð fyrir stóreignaskattgreið- endum, máli sínu til þeirra, \ og flytur þeim þau fagnaðar- tíöindi „að fjármálaráðhérra eöa ríkisstjórnin í heild beri mjög bráðlega fram á þinginu frumvárp um „afnám stór- eignaskattslaganna“ eða að minnsta kosti- . . . nauðsyn- legar breytingar til afnáms alls misréttis og ranglætis’ú- Framh. á 11. síðu. BlaSamzður hlaut Goncourtverðkun PARÍS 20/11 — Goncourtverð- launin voru að þessu sinni veitt Jean Cau fyrir skáldsögu hans La Pitié de Dieu (Náð guðs). Cau er blaðamaður við vinstra- blaðið L’Express. Roger Bordier fékk Renaudot-verðlaunin. LIU upplýsir fiskvers- mismun hér og í Noregi Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, þá hefur mikið verið rætt um fiskverð í Noregi og hér á lslandi á fundi LÍC. Upp- lýst var á fundinum, að nefnd á Þingmaður dettur og meiðir sig A sunnudaginn um kl. 2.30 var Kjartan J. Jóhannsson albingis- maður fluttur frá Miklubraur 68 í slysavarðstofuna. Hafði hann dottið innanhúss og meiðzt á höíði. Hann var siðan fluttur í sjúkrahús* vegum LÍU og fiskkaupasamtak- anna hafi farið til Noregs í sept- ember sl. og aflað þar j ýmiss iíonar uppiýsinga um fiskvcrðið þar. Nefnd þessi hefur ckki cnn Tokið endanlega samningu skýrsiu um ferðina, en á fundi LlU skýrði nefndin frá einstökum atriðum. I stuttu máli komu eftirfar- andi aðalatriði fram: Staðfest er, að fréttir þær scm birzt hafa í íslenzkum blöðum — og þá fyrst og fremst í Þjóð- viljanum — um fiskverðið í Noregi eru réttar. Þannig er verð á hausuðum þorski nú í október- mánuði orðið 99 aurar norskir á kíló, eða rétt sléttar 6 krónur ís- lenzkar, en var á sama stað 89 aurar norskir frá því í apríl og þar til í október. Verðið á bræðsiusíld, sem vcidd var við Island í sumar og flutt út til Noregs, var 33,75 kr. norsk- ar per hektólítra, cn það er sam- kvæmt núvcrandi gengi kr. 204,19 og þá er gcfið fyrir málið kr. 270,25, cn veröið hér heima var hinsvegar kr. 126 per mál. Áf þessu síidarverði í Noregi greiddi norska ríkisstjórnin 7,75 kr. per hektólítra. Það þótti fulisannað með þcss- um upplýsingum að eftirfarandi liðir réðu mestn nm það að verðið í Noregi er svona miklu hærra en hér: IVextir eru miklu lægri í • Noregi en hér. 2Fragtin er lægri í Noregi • en hér. 3. Söluumböðsiaun eru iægri I Noregi en hér. 4Útílutningsskaltar ríkissjóðs • eru miklu lægri í Noregi en hér. Þessir skáttaf ■ éru 7,4% hér, en í Noregi 0,75%. 5Vátrygingargjöld eru miklu • lægri í Noregi en hér. Ýmsir aðrir kostnaðarliðir í Noregi virðast lægri en hér, en vinnulaun eru almennt talin eins há og hærri í Noregi en hér. Þessar upplýsingar virðast benda tii þess að það sé rétt sem margsinnis hefur verið sagt í Þjóðviljanum að það er ýmis miliiliðakostnaður o? álögur rík- issjóðs sjálfs sem vaida hinum mikla fiskverðsmismun.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.