Nýi tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 6
NÝITÍMINN tJtgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjald 100 kr. á ári. Sefasýki Morgunblaðsins jþað er mál fnanna að aldrei hafi Morgunblaðið ver- ið jafn sefasjúkt og tryllingslegt í málflutningi og síðustu vikurnar; skrif blaðsins eiga ekkert skylt við harðvítugar rökræður, heldur eru þau öskur ein og fáryrði, þar sem ritstjórarnir gera andstæðingum sínum upp orð og hamast síðan af ofstæki gegn upp- spuna sjálfra sín. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa reynt að láta líta svo út sem reiði þeirra sé heilög, sprottin af siðgæði og réttlætiskennd. En þá eigin- leika bafa aðstandendur blaðsins aldrei þekkt nema af afspurn. Málgagn þeirra hefur ævinlega verið vilja- laust tæki afturhalds og auðvalds jafnt hér á landi sém annarsstaðar. Það hefur varið allar afleiðingar auðvaldsskipulagsins, heimsstyrjaldir og smærri styrj- aldir, nýlendukúgun, hungur, ofboðslega glæpi og réttarmorð, en vegna þeirrar stefnu hafa hundruð milljóna manna fallið fyrir aldur fram. Morgunblað- ið fagnaði valdatöku fasista á Ítalíu og nazista í Þýzka- landi og þrjózkaðist blaða lengst við að viðurkenna glæpaverk þeirra; það studdi Franco á Spáni; það varði kjarnorkumorðin í Hírósíma og Nagasaki og hefur lýst yfir því að það „fagni“ tilraunum Banda- ríkjamanna með kjarnorkuvopn; það hefur hamazt gegn frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna; það kallaði Egypta „óþokka sem fá á kjaftinn“ þegar Bretar og Frakkar réðust á þá 1956; það hefur varið pyndingar og morð Frakka á hundruðum þúsunda Serkja í Alsír og Túnis, það var gagntekið trylltri gleði þegar Bandaríkin skipulögðu vopnaða árás á Kúbu og hefur kallað eftir nýrri árás fyrst sú fyrri mistókst; Morgunblaðið hef- ur hamazt gegn öllum tilraunum til friðar og sátta og menningarlegrar framkomu í alþjóðamálum — það hefur alla tíð verið ómengað stríðsæsingablað. rn það eru ekki aðeins þessar ástæður sem valda sefasýki Morgunblaðsins. Það er ævinlega öruggt og víst að einhver óþokkaverk standa fýrir dyrum á íslandi, þegar Morgunblaðið fær tryllingsköstin, og eftir því sem verkin eru verri verður vanstilling blaðsins meiri; Hér innanlands er nú svo ástatt að rík- isvaldið hefur skert lífskjör almennings svo mjög að þau eru langtum lakari en í nokkru nálægu landi. Enginn verkamaður getur lifað af venjulegu dagvinnu- kaupi, og það ástand bitnar jafnt á stuðningsmönnum stjórnarflokkanna sem öðrum. Þessar aðgerðir verða ekki varðar með neinu venjulegu móti, og þess vegna reynir Morgunblaðið af öllum kröftum að beina at- hygli manna frá sínum eigin vandamálum og láta trylling út af alþjóðamálum koma í stað sjálfsagðrar reiði vegna innanlandsmála. Og hér kemur meira til. Stjórnarliðið áformar að svipta íslendinga að fullu sjálfstæði sínu og innlima landið í það nýja stórþýzka ríki sem nefnist Efnahagsbandalag Evrópu. Allur þorri þjóðarinnar mun rísa gegn þessum áformum ef ekki tekst að svipta fólk ráði og rænu. Og þess vegna lít- ur Morgunblaðið einmitt á það sem hlutverk sitt að reyna að svipta sem flesta leséndur sína ráðinu og rænunni. F’n tilgangur Morgunblaðsins er ekki aðeins sá að reyna að fá fólk til þess að hætta að hugsa um sín eigin vandamál og framtíð sína, það reynir einnig iað æsa yangtilltasta hlutann af liði sínu til óþurftar- verka. Það er engin tilviljun að blaðið mi-nnist þess í gær með eftirsjá að eitt sinn hafi fjórum „þingmönn- um kommúnista“ verið vikið úr íslandsdeild norræna þingmannásambandsins þar sem „virðingu Alþingis (hafi verið) misboðið með þingsetu kommúnista11. ílöngunin í að banna Sósíalistaflokkinn, Þjóðviljann og verklýðshreyfinguna leynir sér ekki, og í því birt- ast hinar raunverulegu hugsjónir þess blaðs sem einatt óvirðir lýðræði, frelsi og menningu með því að tengja þau orð við ofstækisfyllstu einræðisoskir sínar. — m. Nýreist íbúöarhverfi í austurhluta Havana. Húsaleigan er frá 3—10% aí kaupi Ieigjcndanna. / Fræðsluárið stendur sem hæst á Kúbu, Þegar byltingar- stjórn Fidels Castro tók við völdum, var talið að nær fimmti hluti landsmanna kynni hvorki að lesa né skrifa. Það mark hefur verið sett að út- rýma ólæsinu á árinu 1961. Ekki ' er kostur menntaðra kennara til að koma þessu í verk, svo skorað var á ung- linga í æðri skólum að gefa sig fram til kennslustaría. Fræðslu- hópar þeirra undir stjórn kenn- ara hafa verið sendir úr borg- um og bæjum um landsbyggð- ina þar sem ólæsið er mest. í afskekktum byggðarlögum setjast öldungar og börn hlið við hlið á skólabekk og byrja að læra að stafa. Fræðslu- flokkarnir kenna ekki aðeins lestur og skrift heldur einnig hollustuhætti. Það sem af er árinu hafa 300.000 Kúbumenn lært að lesa, en mikið er enn eftir ógert til að útrýma ólæs- inu. Kunnátta í lestri og skrift er auðvitað ski'vrði fyrir því að unnt sé að lyfta at- vinnulífi og lífsháttum þjóðar- innar á hærra stig. Ólæst fólk getur ekki tileinkað sér bættar ræktunaraðferðir, það megnar ekki að færa sér í nyt tiisögn um varnir við hita- beltissjúkdómum sem verið hafa landplága á e.vnni en unnt er að halda í skefjum með auk- inni þekkingu almennings. IT'ræðslan á að sitia í fyrir- rúmi á Kúbu þetta árið, en Kúbumenn þafa í mörg önnur- horn að líta. Viðskiptabannið sem Bandaríkjastjórn setti á eyna velcjur ýmsum vandkvæð- um. Vélaskortur og farartæki er mestallt af bandarískum uppruna, og einn aðal-tilgang- urinn með viðskiptabanninu var að valda öngbveiti í at- vinnulífi og samgöngum, þvi vélar og bílar ganga úr sér og stöðvast algerlega e.f hvergi er- varahluti að fá. Kúbumönnum hefur, þrátt fyrir margskónar erfiðleika, tekizt að koma í veg fyrir að bandaríska við- skiptabannið næðí tilgangi sín- um. Verkstæði hafa verið sett á stofn til að smíða ýmsa vara- hiuti, og einnig hefur tekizt að fá bá flutta inn frá Kanada cg Vestur-Evrópu. Kúbumenn fá nú landbúnaðarvélar og verksmiðjuvélar frá' Austur- Evrópu, en það tekúr tíma að' koma þeim í gagnið. Sem stendur er því skortur á ýms- um neyzluvörum sem áður iB) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 23. nóvember 1961

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.