Nýi tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 23.11.1961, Blaðsíða 7
voru fluttar inn frá Bandaríkj- unum. Sífelld innrásarhætta gerir sitt til að tefja fram- kvæmdir, því fiölmennar sveit- ir úr þjóðvarðliðinu eru stöð- ugt á verði með ströndum fram, við f’ugvelli og opinber- ar byggingar. Um skeið hugð- ust andstæðingar Castros fara að dæmi hans. og efna til skæruhernaðar úr f.vlgsnum í fjöllunum. en bar revndist ekki á þeirra færi. Má nú heita að skæruliðar þessir hafi verið gersigraðir. Skemmdarverk í verksmiðjum og opinberum byggingum voru um tíma alvarlegt vanda- máí, en begar innrásartilraun- in var eerð í vor komu skemmdarverkamennirnir fram úr fy’ssnum sínum. Aukið eft- irlif gerir srrygl á vopnum og sprengiefri frá Bandaríkjunum mikiu . torveldara en áður. Bandarískir forustumenn halda enn áfram að kenna hver öðir- um um að innrásin á Kúbu ^ fór út um þúfur. Þessar deilur blossuðu síðast upp íyrir hálf- um mánuði. Þá lýsti Van Fleet hershöfðingi, fyrrverandi yfir- hershöfðingi í Grikklandi og Kóreu, sök á hendur Adlai Stevenson, fulltrúa Bandaríkj- anna hjá SÞ, fyrir ófarir inn- rásarliðsins sem Bandaríkja- stjórn gerði út gegn Kúbu í nan na sótti. apríl. Stevenson kom í veg fyr- ir að bandaríski flugherinn væri sendur til liðs við Upp- reisnarmenn, og það réði úr- slitum, sagði Van Fleet. Stev- enson brást reiður við og krafðist bess að hershöfði.nginn tæki orð sín aftur, sem hann og gerði. Bandaríska landvarnaráðu- neytið hefur skipað Van Fleet ráðunaut um skæruhern- að, og sú ráðning veit ekki á neitt gott fyrir Kúbumenn. Raoul Roa, utanríkisráðherra Kúbu, hefur skýrt frá því á þingi SÞ að Bandaríkjamenn : séu að þjálfa nýjan innrásar- her í æfingabúðum í suður- fylkjum Bandaríkjanna sjálfra og í einræðisríkjum Mið-Ame- ríku. Upplýsingar Roa á Alls- herjarþinginu síðastliðinn vet- ur um innrásarundirbúninginn þá reyndust réttar, og engin á- stæða er til að ætla að hann sé lakar að sér um bað sem nú er að,. gerast. Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar virð- ast ekki ætla að reyna nýja innrás á Kúbu sem stendur. Nú er mest kapp lagt á að ein- angra Kúbu frá öðrum ríkjum rómönsku Ameríku. Þau ríki Suður- og Mið-Ameríku sem fylgispökUst eru Bandaríkjun- um hafa öll slitið sjórnmála- sambandi við Kúbu. Markmið Bandarikjastjórnar er að fá Bandalag Ameríkuríkjanna til að kveða upp áfellisdóm yfir Kúbu og leggja blessun sina yfir bandarískar hernaðarað- gerðir gegn eýnni. Kólumbíu- stjórn hefur að undirlagi Bandaríkjanna lagt til að ráð- stefna Ameríkurikja verði haldin sem fyrst til að ^æða ..ráðstafanir gegn útbreiðslu framandi hugmyndakerfa á vesturhveli jarðar.“ Enn á það langt í land áð Bandaríkjunum takist að sameina öil ríki rómönsku Ameríku í herferð gegn Kúbu. Brasilía, langfjölmennasta og öflugasta ríki rómönsku Ame- ríku, héldur fast við bá stefnu að íhlutun um innanríkismál Ameríkuríkia megi ekki eiga sér stað. Önnur riki álfunnar sem búa við tiltölulega lýðræð- islega stjórnarhætti taka sÖmu afstöðu. A.tburðirnir í Ecuador í síðustu viku gefa nokkra vís- bendingu um viðhorf almenn- ings í Suður-Ameríku. Eftir fimm daga átök. bar sem stúd- entar og verkamenn börðust við vopnaða lögreglu og sveitir úr landher og flugher tókust á innbyrðis, komst hinn vinstri- sinnaði varaforseti dr. Arosem- ena fil vallda en Ibarra forseti varð að flýja land. Átökin hóf- ust þegar Ibarra sakaði dr. Arosemena um kommúnistísk- ar tilhneigingar og reyndi aðtJ losa sig við hann úr embætti. Almenningur og hluti hersins tók málstað varaforsetans. Þeg- ar -viðureignin stóð sem hæst lýsti Ibarra yfir, að stjórn- málasambandi við Kúbu væri slitið, en fvrsta verk dr. Arosemena að unnum sigri var að ógilda þá ráðstöfun og lýsa yfir andstöðu stjórnar sinnar við allar tilraunir til íhlutunar um máiefni Kúbú- - M. T. Ó. BENEDIKT FRÁ HOFTEIGI skrifar prófessor ÓLAFI JÓHANNESSYNI þriðja bréf og síðasta j Ég mun hafa dregizt á það | . vtð þig að skrifa þér þriðja ■ bréfið. Ekki vantar tilefnið, : því enn sem fyrr er nokkur ■ .áhugi vakandi á því, hvort ; Framsókn ætlar í Natóhirð- ■ stjórnina eða leggja sitt lið | fram um.að varna því, að þjóð- in búi í lífshættu eða j hlíti fyrirmælum að utan um ■ lífshagi sína, skerta. Það hefur nokkuð glöggv- : azt í þessu efni undanfarið og helzt komið í ljös að þú : og Jón Skaftason séuð eins- konar pólitískir launsynir j Ólafs og Bjarna og eigi hvor sinn helming í hvorum ykk- j ar, en slíkt eru nýtízku | launbörn. Þetta virðist ætla « að fara á þá leið, að þið verð- ið þeir Kolur og Þorvaldur ■ kroppinskeggi, sem verjið Framsókn vígið í almannagjá * hæstu kosninga, því þótt j Framsókn tali nú í blöðum, í Reykjavík og víðar, um nauð- : syn samstöðu gegn Natóhirð- ■ stjórunum, þá munu launmenn litla tiltrú fá um alvarlega og ósvikna samstöðu í alvar- ■ legasta máli tímans. Það er þetta, sem bændum virðist yfirleitt liggja á hjarta : um sinn flokk sem nú virðist ■ ; ekki lengur kunna að nefna : sámvinnu, né benda á úrræði ■ hennar gegn spilltri innrásar- : hagleysu fjármáltaafglapa. Allir ; sem hugsa um heilbrigt líf ■ ■ í þessu landi, vita að kaup- : staðirnir þurfa að hafa sína ■ samvinnu- og bæjarútgerð, j með tilheyrandi vinnustöðvum ■ í landi. Augljóst er að land- : búnaðurinn verður að vera ? félagsrekstur fleiri eða færri * manna á stærra eða minna : landi, ríkisrekstur á stóriðn- ; aði og stórútgerð, en við skipt- in út og inn í stærstum drátt- * um í samvinnusniði, en til þess að svo megi verða, verður að hreinsa dýrtíðina út úr verð- kerfinu, reka allan her úr landi sem honum fyleir og Natóhirðstjórana frá völdum, j Þessu vill öll óspillt albýða ■ til sjávar og sveita fylgja, j enda er þetta alþjcða stéfna : ■ f-ri.ði fram hiá kúgun og j fjárdrætti auðkónga, en ■ sfríðsgróðafasistarnir í Fram- ■ : s-kn. eins og þú og Co, loka j stefnuna inni, og hafa ekki annað barfara að gera, en að æna að Rússum, sem þjóða ■ fvrst losuðu sig við aTIa j braskauðkónga. Það virðist vor.a öll þeirra rök, og fyrir ; ba.ð hykiast samvinnumenn á' ■ íslandi þurfa að æpa að þeim. Þú gerðir það gott um dag- mn í félagi við þinn hálf- hálf hálfbróður. Tveir menn, * sem engin rök liggiá fyrir, að : eigi að sitja á Alþingi, báru ■ fram vítur á Rússa, fyrir að * gera það, sem þrjú önnur ríki j höfðu leikið sér að langan : tíma og íslendingar aldrei v’ítt, enda talið þeirra algert innan- ríkismál. Eftir að Natóblökkin hafði hrúgað inn her og vopn- um í Þýzkaland og Frakkland, og lýst því, að það kostaði stríð frá hennar hendi, ef Rússar semdu frið við eystri hluta Þýzkalands, tóku Rússar að búa sig undir þetta stríð méð atómvopnatilraunum, sem áð- ur hafði verið margra ára iðja þriggja ríkja í Nató- blökkinni, án þess að íslend- ingar mótmæltu nokkru sinni, og var þó orðin hætta af þessu 1958 fyrir heilsu manna. Nú, þegar sést, að vopn Rúss- anna eru ekki orðin neitt leikfang, þá æpið þið á varð- berginu að Rússum, og sam- þykkið á Alþingi íslendinga vítur á þá, fyrir að gera það sama, sem aðrar þjóðir höfðu gert, og látið síðan virðuleg- an sendiherra úti í Rússlandi koma þessari bombu ykkar í mark. Þið þurftuð ekki að hugsa um það hvaða alheimsvanda- mál var hér risið, þegar her- búnaður var kominn á slíkt stig. Nei, ykkur dugði að æpa að Rússum á þann hátt, sem sýnist vera stríðsyfirlýsing, eða hljóta að valda viðskipta- eða stjórnmálaslitum milli þjóðanna, jafnvel þótt gera megi ráð fyrir því, að Rússar aðeins brosi, að ykkur, eins og allur heimurinn, því nú virðist, það í fyrsta sinn hafa skeð, að litla músin hafi haft til- burði til að hengja bjölluna á , köttinn! Hafa þjóðþing nokkurra landa borið fram slíkar vítur á Rússa, annað en Alþingi? Þú hefur líklega þótzt standa á varðbergi fyrir utanríkisverzlun íslands. Síld- arútvegurinn á íslandi byggist að stórum hluta til á markaði í Rússlandi. Hvað munar ykk- ur um að eyðiléggja svoleiðin smámuni fyrir þjcðinni, ef þið getið látið skína í vígtenn- urnar heilan dag á Alþingi? Flokkur þinn tók allu.r þátt í þessu athæfi, og þóttist standa í stórþvotti á sjálfum sér af óorði, sem Sjálfstæðis- menn voru farnir að tala um, eins og kerlingarnar gömlu, sem riðu á Alþing til að sverja af sér lauslætisorð sem skæðar tungur höfðu komið á loft. Við nútímamenn vitum aö þetta var kerlingarþvottur, og þáð er óvíst að betur hafi farið fyrir flókki þínum og hann hafi ekki athugað hvað hann gerði,. og, eru það gamal- kunnar afleiðingar af því, að hafa þá Kol og Þorvald kropp- inskeggja í liði sínu. Held.urðu að það sé til nokkurs að senda þig í við- skiptasendinefnd til Rússlands í sumar? Ég held varla. Hins- vegár lætur þú til þín heyra á varðbergi ef Rússar eru ekki til viðtals við þína líka um viðskipti, og stjórnin verður að hafa sitt þóknanlega ráð, að banna síldarsöltun á fyrsta hluta vertíðar. Hverskonar stjórnmál eru ciginlega reltin í landinu? Er þetta leiðin til liðsemdar um það, að bægja burtu því ægilega böli, sem við heiminum blasir af stríðstil- standi Natóblakkarinnar? Gerðir þú ráð ffrir því, að Rússar mundu ekki hafa tilburði til að verja sig fyrir innrás U.S.A. í Þýzkaland og fleiri lönd í Vestur-Evrópu? Tvær þjóðir hafa opinberlega lýst því yfir, að þær gætu, hvor um sig, drepið alla Rússa. Það er friðartónn, sem þér lætur sjálf- sagt vel í eýrum. Aftur á móti hafa Rússar ekki hótað að drepa neina þjóð, en lát- ið þess getið að þeir gætu varið sig fyrir þessum drep- urum. Ætlar þú ekki að mót- mæli því, að allir Rússar verði drepnir, bara vegna markaðsmála á íslandi?! Þið líklega varið ykkur á því, að eyðileggja ekki viðskiptin við U.S.A. með mótmælum, þegar þeir fara að sprengja!! En nú skaltu líta í Biblíuna. Þar stendur: Sá sem þykist geta sofið rólegir fyrst Bretar einir geta drepið alla Rússa. En þið ættuð nú samt að standa, gæti að sér, að hann ekki falli. Og Þorsteinn Er- lingsson talaði um hrokann, sem er feigur. En meðal ann- ara orða. Telur þú ekki full- víst að Rússar hefðu aldrei sprengt neina sprengju nú í haust, ef ekki hefði rásað bandarískur her inn í Þýzka- land, verið farinn að kenna Frökkum að nota atómsprengjur, en síðan afdráttarlaust setzt að samningaborði um Berlínar- málið, sem er miðpunktur allra þessara tíðinda, og um hlýtur að verða samið? Heldurðu þá ekki að mctmæli íslendinga hafi farið í öfuga átt út úr landinu! Hvernig sem málið er skoðað verður varðbergshlut- urinn verri og verri. Þá er það einn fönguðurinn á varðbergi þínu, að Rússar fóru ,að tala við þumlunga sína á XXII. flokksþinginu, og urðu þeir, að sögn, margir stuttir, jafnvel þeir sem fyrr voru alin. Þetta er þekkt fyr- irbæri í sögunni, að menn skipti um set, og það er víst ekki langt þangað til á þínu varðbergi þykir Jón Sigurðs- son hafa vaðið í villu og svima, að ætlast til að íslend^ ingar væru sjálfstæð þjóð. En einhver kemur í staðinn, og afdráttarlaust felst þín stefna í slíkum goðskiptum í sög- unni. Það sem kemur á óvart er hvað snöggt goð Rússa geta skipt um set, og hversu þjóð- i'n er.fljót að átta sig á sögu- framvindunni (Ijótt orð, tek- Framhald á 10. síðu. Fimrfttudagur 23. nóvember 1961 — NÝI TÍMINN — (T.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.