Nýi tíminn - 30.11.1961, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 30.11.1961, Blaðsíða 11
AFURÐASÖLUMÁUN tl. GRE9N © ® Hér birtist önnur grein Bene- dikts Gíslasonar frá Hofteigi um verð á búsafurðum. Eins og tekið var fram þegar fyrri greinin birti-st, leggur Nýi tím- inn engan dóm á röksemdir höfundar, en furðu- gegnir að það blað sem þykist gera sér mest far um að sinna málefn- um bænda skuli fyrir sitt leyti hafa reynt að varna honum máls, eins og fram kom í grein- argerð Benedikts sem ■ fyrri greininni fylgdi um skipti hans við Tímann. Verðlagsvöld landbúnaðar- framleiðslu hafa ekki fyrr né síðar gert sér grein fyrir því hvert er raunverul. verðhlutfall. milli mjólkur og kjöts. Heldur eigi þeir, sem hér hafa fyrr um fjallað, svo sem kjötverðlags-. nefndin, sem stofnuð var 1934 og þeir sem eftir hana komu. Þetta er þó atriði, sem ó- hjákvæmilegt er að gera sér fulla grein fyrir, ef verðlagn- ingin á að vera sanngjörn í garð beggja þessara fram- leiðslugreina. Án þess verður ekki sanngjarnt kaup reiknað, og sambærilegt meðal bænd- anna i heild. Nú er svo komið, að aðal- framleiðsiugrein hvers bónda getur ýmist verið mjólk eða kjöt, og er það ljóst af búhátt- um í landinu í dag að ýmist eru bændur kjötframleiðendur eða mjólkurframleiðendur, þótt enn sé það víðast að bændur stunda þessar framleiðslugrein- iar báðar, en sjaldan í jöfnu hlutfalli. Um stóran hluta lands er mjólkin yfirgnæfandi í framleiðslu bóndans, en í öðr- um stórum hluta landsins er kjötframleiðslan yfirgnæfandi í búrekstrinum. Ef bændur eiga að hafa jafnt kaup út úr búrekstri sínum, verður hlutfall búgreinanna að vera rétt í sínu verði, svo sem frekast er unnt að hafa. Þessa má á ýmsan hátt leita og ef til vill deila um aðferðir. f g.amla daga, sennilega strax. á dögum tíundarlaga 1096, var ákveðið verðhlutfall milli á- sauða og kúga, og skyldu 6 ær gilda sama og 1 kýr til fram- leiðslúgetu, og i landaura-og silf- urverði giltu 6 ær og ein kýr hið sama og fram á siðustu öld. Afurðagildið er þá einn á móti sex af kúnni. Nú eru margbreyíilegar afurðir af ánni, ull, mjólk og kjöt, en ekki nema mjólk úr kúpni og svo kálfurinn, nýborinn. E.f af- urðir af ánum ættu að leggj- ast í mjólkuréiningar, þarf að margfalda þær með sex til að fá út sömu framleiðslueining- ar og af kúnni, og ef afurðir ■af ánum eru allar lagðar í kjöteiningar, verður niðurstað- an, að 1 kg. af kjöti á að gilda 6 litra af mjölk. Þetta var í gamla dága er búfénaður bjargaði sér að ihestu sjálfur í landinu, og kýr gengu til beitar og var ætlað til fóðurs um 9 hestar eftir Búalögum á 12. öld. Nú er mörgu breytt í þessu efni og af- urðasala þessa búfjár orðin með gjörólíkum hætti og af- urðir kúa hafa aukizt fast að eða meira en 4 sinnum, og fóð- ur þeirra enn meira, það sem þeim er lagt til af manna- höndum. Afurðastaða ánna hef- ur ekki fylgt eftir þessari þró- un, svo nú er það álit almennt, og staðfest af nefnd er fjallaði um málið á vegum Fram- leiðsluráðs, að 20 ær hafi nú líka afurðagetu og 1 kýr, og þurfi fóður í líkum mæli. Höf- uðstólsverð 20 áa oe .einnar kýr er þó ekki sambæriiegt, og gi’lda ærnar. um helmingi meira en kýrin. Frá uppeldislegu hlið- inni hefuc .þetta þó ■ ekki ver- ið, rannsakað sem skýldi, en gangverð í kaupum og sölum veldur þessum mismun. og er auðsætt að kýrin hefur í raun- inni meira verðgildi en enn hefur orðið sölugildi hennar. En hvernig skyldi þetta líta út í sennilegri áætlun um af- urðagetu? Við skulum gera, að kýr sé svo vel haldin og gerð, að hún mjólki 3000 lítra um árið, og mjög margt af kúm landsmanna gerir það. og marg- ar miklu betur. Ef mjólkurlítr- inn er hér eining, hvernig geta þá 20 ær gefið sem svarar þessum 3000 einingum? Gera verður ráð fyrir því, að ærnar séu eigi miður haldnar á sina grein en kýrin, o.g hvað mundu þá þessar 20 ær geta gefið margþr kjöteiningþr? Meðal- skrokkþungi dilka í landinu er um 14 kg og þurfa þá 30% af ánum að vera tvílembdar ef meðalkjötþungi eftir á er 18 kg. Það mundu yfirleitt þykja góð fjárhöld, og nokkuð fram yfir það sem nú gerist í fjár- rækt þjóðarinnar. Öðrum af- urðum af ánni þarf þá að breyta í kjöt og er sá háttur sumstaðar hafður á við síátur- innlegg og.,,giJíiir.l. ,þá „$gj;an, sgmá flg.r,3 þg.: ajþkjöti, .Jp.rjroat- ur 2 kg. og ull af ánni 2 kg. Þetta er samtals 25 ke. Tuttugu ær gefa því 500 kjöteiningar. og er hér á fremsta hlunni staðið í áætlun. Þessa tölu þarf að margfalda með 6 til að fá út jafnmargar einingar og eftir kúna, eða 3000 einingar. Það virðist segia það. að 1 kg. af kjöti á að gilda sama og 6 lítrar af mjólk, og munar-hér nokkru í kapitalrentu, ánum 1 óhag. en móti því er aftur kálf- urinn, að visu ekki sem því nemur og þyrfti þvi að vera lítið eitt á 7. lítra af mjólk á móti einu kg. af kjöti. Aðra réttari grei.n á þessum verð- hlutföllum mundi . erfitt að gera, og fáum mundi rangt gert til, að verð á þessum- vörum væri skráð í þessum hlutföll- um._ Nú er það^svo. að í verð- skráningu yfirstandandi árs, er mjólkin skráð á kr. 4,71 til bænda, en 6 sinnum sá upphæð er 28.26 kr., sem er þá raun- verulegt verð á kjöteiningunni með mjólkurverði. Hins vegar er það svo að kjöt- verðið til bænda er kr. 23,05, eða kr. 5,21 lægra, en kjötein- ingin í miólkurverði, og er tæp- ast von að kjötframleiðendur geti sætt sig' við þetta, en slíku hefur farið fram, lengstan tímg sem skipulagið hefur gilt í af1i; urðasölunni. Síðan er það, að, ríkið greiðir mjólkurbúunum nú á yfirstandandi verðlagsári — sept. — sept. — kr. 2,75 á seldan neyzlumjólkurlítra, og Sexföld sú 'uþtSHæð er kr. 16.50, en' slátur'leyfishöfum greiðir ríkið kr. 7,80 á kg. dilkakjöts. Lepgi var það að ríkið greiddi sláturleyfishöfum kr. 0.84 á kjötkg., en mjólkurbúum kr. 0|98 á’ mrjólkurlitra, eða 6,5 sinnum hærra en kjötframleið- endum á samskonar verðein- ingu. (sjá síðar). í upphafi afurðasöluskipu- lagsins þegar pólitísk nefnd úr Reykjavík skráði verð á land- búnaðarvörum, árið 1934, fengu bændur að enduðu uppgjöri kr. 0.81 fyrir kjötkíló, en kr. 0,22 fyrir mjólkurlítra. Hér er kjöt- kílóið meira en briðjungi of verðlágt móts við mjólkina, enda muna bændur enn það réttlæti. sem þeim birtist í starfi þessarar nefndar. Stóð svo unz henni var hrundið úr störfum 1942, og kjötið hækk- aði um helming, fyrir áhrif Bændaflokksmanna, sem gengu í Sjálfstæðisflokkinn og undir forustu Ingólfs Jónssonar, og komust bændur þá um stund úr skuldum og löeðu grunninn að framförum, sem nú eru að verða stórt spurningarmerki um þeirra hag. Enn er bað, sem fyrr var vikið að. þá greiðir ríkissjóð- ur kr. 16,50 á kjöteiningu í mjólkurverði og þessi upphæð er notuð til að greiða mjólk- ina niður til neýtenda frá gr^ndvallarverðinu til bænda um 81. eyri, miðað við mjólk í lausu máli. og síðan allan kostnað við mjólkina, þar á meðal dreifingarkostnað. Er þessi upphæð aðeins reiknuð á neyzlumjólkina, en unnar mjólkurvörur eru seldar með álagningu fvrir dreifing- arkostnaði. en smiör þó niður- greitt um 55,6% en þó selt með 12% álagningu í smásölunni. Er vinrislu- og dreifingarkerfið-- hagkvæmt og græða kaupr menn lítið á bessari framleiðslu bænda, enda hafa þeir litið hana illu auga frá fvrstu tíð, samanber málaferli út af gæða- smjörinu, en hér er við það miðað. En ■ þegar kemur í kjötverzl- pnina verður annað uppi á .teningnum. Þá greiðir ríkið að- . eijjs, : kr., . 7.80, á .þjö.tþUógr., aðeins dilkakjöt, slátrað í slát- urhúsum með leyfi yfirvalda. Kr., 1,40 af þessari upphæð er ætlazt til, að gangi til bænda í uppbót á heildsöluverðið, en kr. 6,40 fara í kostnað við kjötið, frystingu, flutninga, vá- tryggingu o.m.fl. Síðan selja kaupmenn kjötið, t.d. í 54 búð- um í Reykjavík, og hafa nú leyfi til að leggja á það að meðaltali 35%, eða í kringum 7,57 á kg„ sem þeir kaupa á 21,65 kr.. er það meðaltals 'Peyzluverð um 29,22 kr, eða ^ajigífr^gþ ejjj^ og bændur ættu að fá .fyrir kj.^ið.. Þessi aðstöðumunur er ólíð- andi,.„og_.tiL þess að kjötið hafi sömu aðstöðu gagnvart neyt- endum og m.jólkin, barf að gera kjötsölumiðstöð í Revkjavík og víða. um, land, sem selur kjötið, en ríkissjóður greiði dreifing- arkoslnaðinn, eins og á mjólk- inni. Annað er óforsvaranlegt og hrein rangindi við kjötfram- leiðendur. Kjötframleiðslan er gjald- eyrisatvinnuvegur allmiklum og vaxandi mæli. og ríkinú ber að styrkja hann, en ekki níð- ast á honum. sem ómótmælan- leg't er að gjört hefur verið. Allar hlut.fallstölur, sem ég hef fundið í því efni, að gera sér grein fyrir réttu verði á landbúnaðarvörum á yfirstand- andi verðlagsári benda á eitt og hið sama, að bændur vanti um þriðjung á kjötverð. Sum- ar þessar tölur eru hreinar verðvisitölur. eins og' álagning- arhækkunin, og ef til vill mest að marka. Hún var orðin 42,9% árið 1958, en vegna þess sem síðan hefur skeð, er verra að taka mark á henni, þótt hún sé nú 71%, rúmlega, hvorttveggja miðað við súpukiöt. Önnur tala, sem líka er bein vísitaía, er kostnaðarauki sláturleyfishafa. - Árið 1951 var hann áætlaður kr. 2.60 eða rétt yfir 20% af heiídsöluverði kjöts- ins. Nú er hann áætlaður kr 6,40, eða tæpl. 30% af heild- sölúverði kjötsins. Ekkí mun nokkur maður revna að halda því fram. að sú dýrtíð sem kaupmenn hafa fengið bætta að undanförnu. hafi komið minna við bændur. bvi mún öf-'. ugt farið. Heldur eigi hinu að aukinn kostnaður sláturléyfis- hafa sé ekki í réttu hlutfalli við aukinn kostnað búrpksturs.,. Ég legg því til að bændum sé bætt upp 42.9°'o á grundvallár-' verðið kr. 23,05 á þessu hausti eða kr. 9,28 á kjötkg. sem ger- „ift.lftr. 32m51 á.kilá. Mjólkurverð. áþá að vera kr. ,§,40 til bænda' o'g þarf að bæta það upp með, 69 aurum á lítra. Alls mun þessi upphæð verða um 180 — 190 milljónir kr. og í sam- ræmi við síðustu grein mína. - .■ • ' • ( reisi ég þessa kröfu fyrir hönd bændastéttarinnar á hen'dur þjóðfélaginu. Er og ekki hægt að komast hjá því, að þau verðlagsyfirvöld koVni til skj'al- arina'.er láta þettá 'áiíáa; tjg*þó' :í;íi énn, frekár.' Benedikt Gíslasbn Vþýzkar stöðvar Framhald af 1. síðu. UndirróSurs- starfsemi Þótt Vesturþjóðverjar hafi fe’ngið aðstöðu víða í Vesturev* rópu telja þeir enn alltof þröngt um sig til meiriháttar heræfinga ,og .sprengjutilrauna. Þess vegna hafa vesturþýzkir herfræðingar beint athygli sinni að íslandi. Hér er strjálbýlt land og óunnið að verulegu leyti; hér væri hægt: að hafa æfingar með hin mikilvirk- ustu vopn. Af þessum ástæðum hafa Vesturþjóðverjar aukið starfsemi sína hérlendis nijög verulega á undaníörnum árum; sendiráð þeirra er eitt fjölmem*- asta sem hér er; lagt hefur ver- ið mj.kið kapp á að ná persónu- legum samböndum við ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins; meira að segja Aden- auer hefur látið svo lítið að hafa sérstakt samband við íslenzka stjórnmálamenn; íslenzkum ráð- herrum er æ ofan í æ boðið til Vesturþýzkalands og þar er ó- spart spilað á hégómaskap manna eins og Gylfa Þi Gísla-sonar og Gunnars Thoroddsens. Og nú er komið að því að Vesturþjóðverjar vilji fá upp- skeru af hinni diplómatísku her- ferð sinni með stöðvum fyrir- vesturþýzka hcrinn. Tvær hliBar á máli ■yLSieLí O sama Það er engin tilviljun að þctta: mál kemur á dagskrá jafnframt því sem áróður er hafinn fyrir því að innlima ísland í Efnahags- bandalag Evrópu. Þarna er aðeins um að ræða tvær hliðar á yfir- ráðastefnu Vesturþjóðverja. Með' Framhald á 10. síðu. herstöðvum sínum í ýmsum lönd- um eru Vesturþjóðverjar að öðl- ast á „friðsamlegan“ hátt þá hernaðarlegu yfirdrottnun sem Hitler reyndi að tryggja með blóðugu ofbeldi. Og með Efna- hagsbandalagind ætla Vesturþjóð- verjar að tryggja sér — sem langsterkasta aðilanum — sömu efnahagslegu yfirráðin í Vestur- evrópu sem Hitler hafði á.ofbeld- isskeiði sínu. Efnahagsbandalagið á 'svo jafnframt að nota til fram- dráttar hernaðarlegum kröfum Þjóðverja. ef fyrirstaða verður.. Jafnvel þótt íslenzk stjórnarvöld treysti sér ekki nú til þess að' leyfa vesturþýzkar herstöðvar á íslandi, myndi það mál verða tgkið á dagskrá á nýjan leik e| Island gerðist aðili að Efnahags^ bandalaginu og vesturþýzkt. fjármagn hefði náð undirtökum hér á landi. Þarf þá nokk- ur oð efast? íslendingar hafa búið við erl.ent., . . hernám um meira en tveggj^,,,. - áratuga skeið. öll þjóðin v.eit M; hversu erfitt og stórhættulegt það tvíbýli hefur verið, einnig' *, þeir sem mælt hafa hernáms- stefnunni bót. En Islendingjjm’;,, , hefur tekizt að takmarka þet.ta hernám verulega eftir styrjöld- ina með sleitulausri baráttu og oft árangursríkri gagnsókn. En eigi nú vesturþýzkt hernám að bætast ofan á það bandaríska og eigi að breyta ■ Islandi í æfinga- stöð fyrir stórvirlcustu morðtói ög'•vígvélár í höhöum héfndáb- - sjúkra- o'ýaldámaftfiö' ;•{ Vestur- 'þrýzkaláiridi;“íþaíí* lettki' aðT- leíða getum áð því f rarriar ■ hvei’-örlög •" ; hinni fámehnu íslenzku þjóð-yrðli. - í'búin. j. " • —Jí ,rí ---r' "« . . ..u.Jdþú ipnoji •.; f f aasi wj.í Fimmtud6gul• 30, nóvember 1961 — NÝI TlMINN — (lt

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.