Litli Bergþór - 09.10.1980, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 09.10.1980, Blaðsíða 12
Frá Skógræktarnefnd Nú er komiö aö undirbúningi trjáplantna fyrir veturinn, einkanlega ungra barrtrjáa. Hann er aöallega fólginn i bvi, aö setja eitthvert skjól umhverfis pau t.d. tjöld úr striga, hvolfa yfir þau kössum, rimlagrindum eöa einhverju handbæru. Ekki má pó hafa þaö sem sett er yfir plönturnar alveg heilt og ekki mega þær heldur nuddast af skýlinu. Einnig er gott aö láta skit eöa heyrusl kringum allar plöntur 'fyrir veturinn, Pollar við plöntur geta oröiö peim skeinuhættir, sérstaklega i frosti. Þeir sem- eldd. hafa trú á, að þessar litlu ræfilslegu - plöntur sem .gróöursettar háfa verið i skógrœktargiröingárnar á vorin geti lifaö, ættu aö leiða hugann aö þvi aö nú stendur fyrir dyrum aö grisja i Vatnsleysugirðingunni. Til aö byrja meö verða höggvin nokkur stór tré þar sem* skógurinn e'r of þéttur. Topparnir af trjánum veröa seldir sem jólatré og geta Tungnamenn nú fyrir jólin keypt sér Rauðgreni- tré úr skógi Ungmennafélagsins. Geta má þess aö megniö af* innfluttum jólatrjám er Rauögreni frá danska Heiöafélagiriu. Þau veröa seld i Aratungu eitthvert fimmtudagskvöldiö i desember og allt sem inn kemur fyrir þau, mun veröa notaö til eflingar trjáraskt i sveitinni. * ' - Fauskkr-- ' "Til þe'ss aö yrkja garðblett á litlu búi upp til sveita, þarf eigi aö taka neinn vinnufaran mann frá jaröyrkjunni. Flest allt af þvi sem vinna þarf i garðinum geta konur gert og márgt handarvik geta gamlir örvasa karlar og konur og hörn g’ert, sem annars geta ekki unniö þaö sem erfiðara er. Sælan má þvi telja þann sem auk annars á sjer garðblett hvort sem þaö er i borg eöa sveit, og sem hefur vit á og vilja til aö rækta hann svo, að hann fái jurtir og kálmeti til daglegrar fæöu sjer og hyski sinu." (Ur íslenzkri garöyrkjubók, útg 1SS3)

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.