Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 9
frn stjorn-- ÞítTCfi cceo SÍÖan að Logi gaf síðast hljóð frá sér í þessu blaði, hafa. orðið þær breytingar á stjórninni, að G-unnar Tómasson sem um árabil gegndi starfi ritara með miklum sórna, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í hans stað var kosinn Kristján Kristjánsson í Borgarholti. Gunnari veri bökkuð hans störf og Kristján boðinn velkominn til starfa. Ilaustfundur var haldinn 24.nóv. var hann fj'ölsóttur. Þar rifjaði Valdimar Kristinsson upp Landsmótið frá í sumar í máli og myndum. Gerði hann það mjög ítarlega og margar mynö- anna voru ágætar, enda. ^erður góður rómur að erindi hans. Á haustfundi var kosin arshátíðarnefnd, sem stjórnin var reyndar búin að leggja drög að löngu áður. Vorurn við búin að taka eftir því, að surair af þeim, sem lentu í árshátíðar- nefnd voru komnir í svokallaða miðsvetrarvökunefnd. Bárum við þsð undir greindan og gððan mann, sem málið er skylt, hvort forsvaranlegt væri að hafa sama fólkið í báöum nefndum, sagði hann okkur til mikils léttis, að hjá miðsvetrarvökunefnd væri ekki svo mjög mikið vinnuálag, heldur fyrst og fremst " að hugsa ". Þar með héldum við okkár striki og breyttum ekki öðru en pví að Sveinn Kristjáns- son nú í Bergholti var lcosinn til viðbotar og er nefndin bá bannig skipuð: Bra^ci Þorsteinsson og er hann formaður Karia Þórarinsdóttir Guðjón Gunnarsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Guðmundur Si,gurðsson Sveinn Kristjánsson. /utti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að halda veglega árshátíð. Að svo rnæltu óslcum við Loga - félögum og öðrum sveitunaum gleðilegs árs 1983.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.