Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 16.02.1983, Blaðsíða 28
2. Á síöasta kjörtímabili var skólabygging ekki komin á framkvæmdarstig, þar sem teikningar voru elcki tilbúnar’ og framlag frá ríki ekki í sjónmáli, en bygging er kostuð að stærstum hluta af ríkisfé. 3. Ganga þarf frá teikningu, síðan að liðnu sumri þurfum við að láta okkar þingmenn vita um þarfir okkar og áhuga. (smá viöbót:) Róðurinn verður vafalaust þungur því horfur eru á að þingmenn úr Árnessýslu verði helmingi færri á næsta kjörtímabili, Sveinn Sktilason: 1. já lb. Mér þykir sjálfsagt að^unnið sé að undirbúningi framkvcæmda eins og þegar er hafið. Sá tillögu uppdráttur sem kom fram á sl. ári fannst mér áhugaverður, hvað ytra útlit^ snertir, en innra form þarf verulegrar umfjöllxinar með, því þar virðist mér rými ekki. nýtast sem skyldi. Áríðandi er að öll undirbúningsvinna við hönnun sé vel og ítarlega gerð og frágengin, þegar fjárhagsleg staða til framkvæmdanna er viðunandic 2. Ég tel að síðasta stórframkvæmdin sem hreppsfélagið hafi komið í framkvæmd, sé bygging sundlaugarmannvirkis. Hins vegar hefur á síðasta áratug verið unnið að ýmsum nýbyggin^um og umbótum á skólamannvirkjum, svo sem byggðir kennarabustaðir sem voru óhjákvæmilegar framkvæmdir o^ síðan endurbygging á gomlu skólahúsi, sem hefur komið að goðum notum. Ég og mitt samstarfsfólk töldum að um tvennt væri að ræða, gera veru- legar umbætur á húsinu eða rífa það. Líkaði mér og fleirum á.r mínum aldurshópi seinni kosturinn illa því við berum noklcrar taugar til hússins. 3. sjá svar við spurn. lb. Arnór Karlsson: 1. Eg tel brýna nauðsyn bera til að byggja við skólann. Ib. Eg mun gera það sem i minu valdi stendur til aö framkvæmdir- geti hafist strax á næsta ári. 2. Þaö hefur aldrei verið neitt val milli framkvæmda,sen ráðist hefur veriö i,annars vegar og skólabyggingarubins vegar. Undirbúningsvinna var ekki það langt á veg komin fyrr en á sl.hausti að unnt væri að s_ækja um fjárveitingu úr rikissjóöi. Þá var sótt um f járveitingu en henni var hafnað,þar sem eklci var veitt fé til framkvæmda við nema eina skólabyggingu á Suðurlandi sem ekki haföi veriö veitt til áður. Fjárveitinganefnd taldi meipi þörf á stækkun skóla i Þorlákshöfn en hér, að sögn varaformanns hennar,Þórarins Sigurjónssonar. Ekki er taliö ráðlegt að hefja framkvæmdir viö skólabyggingu fyrr en fjárveiting til framkvæmda hefur fengist og rnun þao ekki flýta framkvæmdinni. Sem betur fer hefur veriö unniö aö nauðsynlegum framkvæmdum meðan þess var beðið að framkvæmdir viö skólann gœtu hafist. Má þar nefna byggingu kennarabústaöar,lagningu kaldavatnsveitu fyrir Reykholt og nágrenni og byggingu ibúöa fyrir aldraöa,sem að nokkru leyti fólst i þvi að breyta fremur óhentugu húsi til leigu i ninni leiguibúöir..

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.