Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 5
Kæru félagar. Kins og ykkur mun kunnugt hafa orðið st.iérnarskinti, nefndarbreytingar, kominn nýr Albert (engin Pennastrik) o.fl. Þar eð undirritaður var valinn úr hépi félagá U.M.P.Bisk. vil ég þakka traustið. Eins og öllum má. ljdst vera, er þetta stórt fálag og verkefni næg, og vil ég i því sambandi minna á draum okkar allra þ.e. iþróttavöllinn, til að hann rætist þarf peninga, hvar fáum við þá? Þaö kostar sameiginlegt átak allra fálaga. Uefnd ein innan fálagsins nefnist fjáröflunarnefnd og er henni ætlað stórt verkefni. Þar höfum viÖ rætt ýmsar nýjar fjáröflunarleiðir, t.d. kökubasar, uppboð o.fl. I svona blómlegri sveit eins og þessari þegar í hönd fer hækkandi sól, gróandi grund, líf og gróður springur út, því ekki nýjar fjáröflunarleiöir? Þetta er sá tími sem fjöldinn allur af ferðamönnum og sumar- bústaö'afólki leggur leið sína hingað. Þetta er áhugavert umhugsunarefni og hafir þú félagi góöur uppástungu eða hugmynd eru þær vel þegnar. Viö getum verið sammála um aö margt srnátt gerir eitt stórt (eða meira) og þaö' er til þess vinnandi. í svona félagi kjósum við ekki í nefndir til aö losna sjálf við áhyggjur eða störf. Þær eiga aö vera drífandi "við erum félagiö" og það stendur og fellur með okkar vilja og samstarfi og vonandi aö' það verö'i grósku- mikið og ánægjulegt. ÞaÖ er alltaf hægt aö bæta aurum viö í kassann,félagslíf' og starfsemi byggist á því að hann sé feitur og megi hann fitna sem mest svo ekki komi til niöurskurður eða fjárlagagat. LifiÖ heil.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.