Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 12
~ 10 ~ gert seinni hluta vetrar, þegar nokl<ur trygging var fyrir því, að allir væru búnir að lesa bækurnar. Nú, stundum var spurninga- keppni. í fundarlok var svo súngið, góða stund. Svo var kannski dansað einhvern smá tima. Ef veður var ískyggilegt að vetrinum, bá var nú gert eitthvað sér til dundurs alla nóttina, bangað til fór að skima af degi. Það þótti eiginlega ekki áhættulaust að fara seirt að kveldi, pegar sn.jór var yfir allt og kannski tjarnir og skurðir og lækir opið. Það gátu verið víða hættur. Menn miðuðu bá við að koma h.eim í fjósið. - Já, þettarer nú mikið ólíkt því, sem nú gerist. - Já, heldurðu það ekki? Leiklistin og menntirnar - Við vorum búnir að minnast þarna á þessar fyrstu tilraunir í sjónleikjum. Það var hér dálítið af fólki, sem hafði hæfileika til slíks. Þar ber nú allra hæst, að ég held, Guðrúnu Einarsdótt- ur frá Litla-Fljóti, sem var á Torfastöðum, lengi. Ég veit ekki annað en hún sé lifandi enn. Já, var það ekki "Gunna Einars", sem lengi starfaði á Kleppi? Eitthvað hef ég nú heyrt um þetta. - Já, segir Guðmundur og hlær við og er ekki hissa á því. En þegar spurt er, hvort Guðrún sé minnisstæð í einhverju sérstöku hlutverki, svarar hann: - Nei, þetta leyndi sér ekki, hvar sem hún kom fram. Nú, Sigurð- ur Guðnason í Borgarholti, síðar alþingismaður og formaður Dags- brúnar, var einn. Vatnsleysusystkinin i Austurbænum má þá einnig nefna, Þorstein og ekki sízt Kristínu. Þá má nú nefna hann Kristján á Felli, á yngri árum. - Það var á meðan húsið var uppistandandi þarna við Geysi, betta svokallaða konungshús, þá voru nú haldnar skemmtanir þar að vetrinum. Og þá var freistandi að leika eitthvað. - Var betta stórt hús, konungshúsið? - Nei, ekki mundi það nú þykja núna. En fðlk setti það ekkert fyrir sig, þótt það yrðijað standa og þðtt það væru þrengsli. Eðlk skemmti sér betur í gamla daga við lítil efni, heldur en nú er orðið. Hér voru tekin fyrir þó nokkuð stór stykki, Skugga-Sveinn, Nýársnóttin, Vesturfararnir. - Það hefur nú þurft að koma saman til þess að geta leikið slíkt. - Mestu erfiðleikarnir voru við æfingarnar að vetrinum, ef tíð- arfarið var óstöðugt og óhagstætt. Aðspurður vill Guðmundur ekki gera mikið úr sínum hlut í þess- ari starfsemi, játar þó, að hann hafi leikið í Vesturförunum og Syndum annarra, eða svo minnir hann. Tengdamömmu nefnir hann einn- ig meðal leikrita, sem flutt hafi verið. - Menningarlíf hefur verið hér þó nokkuð, þótt ekkert væri nú sjónvarpið, segir skrásetjari. - Já, bað var ótrúlega mikið. Fólkið var eiginlega einhuga um það að skemmta sér og fá eitthvað út úr því að koma saman. - Ekki hefur þó verið mikið um, að piltar færu héðan í skóla til lengra náms? Stúlkur þarf varla að nefna? Þú gekkst á Flens- borgarskóla, en hverjir fleiri? - Þorsteinn Þórarinsson á Drmmboddsstöðum, Viktoría, sem fór fyrst á Flensborg, en svo held ég, að hún hafi tekið kennarapróf seinna. Víglundur í Höfða, hann fór á Búnaðarskólann í ölafsdal, ef ég man rétt. Þangað fór líka Guðmundur Hjartarson frá Austur- hlíð, faðir hennar Guðrúnar í Dalsmynni og þéirtarsystkina^og^ bróðir hennar Guðrúnar í Austurhlíð. Ingvar á Gýgjarhóli fór á Bændaskólann á Hólum. Quðmundur Guðnason frá Gýgjarhóli var bú- fræðingur frá Hvanneyri og var þar samtimis Þorsteim a Vatns-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.