Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 4
- 4 - hugsunarháttarins. i. Það var í fyrravetur, að rektor þessa skóla minntist á Jiann ósið nemenda ’ að fleygja sígarettustu'bbum hingað og j þangað frá ser innan skólans, þar sem þó væri bannað að reykja. Ég minnist einnig að hann talaði í þessu sambandi um "amerikanseringu" unga fólksins og taldi fyrrnefndan osið vera m.a. að leita til þessarra erlendu áhrifa auk ýmissa ann- ; arra hluta, Þetta eru sannarlega orð í j tíma töluð og gefa frekara tilefni til þess að ræða um, hvað æskan hefur gegn- j sýrzt af "amerikanismanum" þessa síðustu og verst tíma. Þessi "amerikansering" hefur átt sór stað a fáeinum árum. Hun hófst þegar ísland hafði sogazt inn í hringiðu hins mikla straums, sem styrjöldin hafði í för með sór, og bandaríska setuliðið hafði dvalizt hór um nokkrun tíma. Við lcynningu við hermenninga, hið gífurlega ' flóð amerískra kvikmynda, lestur blaða og bóka frá hinum vestræna heimi,- allt ! átti- þetta sinn þátt í því að umbreyta miklum hluta þjóðarinnar,"amerikansera" hana í framkomu og hugsunarhætti. Einn"stærsta þáttinn í þessari um- | sköpun á efalaust allur þorri þeirra kvikmynda, sem á markaðinn komu og koma enn, Bandaríkjamenn eru elztu kvikmynda- framleiðendurnir. Þeir hafa fullkomnustuj tæknina, þeir hafa ágæta leikara,- en samt sem áður er meirihluti þeirra kvik- , mynda, sem frá þeim koma, svo langt fyrir ; neðan allar hellur, og gersneyddar öllum i listrænum kröfum, að með einsdæmum er. Kvikmyndaframleiðslan er að miklu leyti I fólgin í taugaæsandi glæpamannamyndum og } öðrum sakamálamyndum, innihaldslausum reyfurum ellegar þá myndum sem eru ekkert annað en leiðinleg vitleysa og algerlega ósönn mynd af lífi fólksins. Þegar horft hefur verið á kvikmyndir í þessum dár, finnst manni, að tilgangur framleiðendanna só eingöngu sá að fram- leiða celluloid í mílnatali. Með slíkri framleiðslu tekst þessum herrum að gereyðileggja allan listrænan smekk almennings, þannig, að myndir tekn*r ar með tilliti til annarra sjónarmiða eru alls ekki sóttar, 0g slík er raunin orðin að miklu leyti hór á landi. Það er sótzt eftir lólegum amerískum kvikmyndum, aðeins ef þær eru nógu taugaæsandi, nógu miklar glæpamyndir, þrátt fyrir það, að þær sóu einungis innihaldslausir reyfar- ar. En myndir frá Evrópu, t.d. Norður- löndum, Frakklandi, Ítalíu, myndir,sem hafa einhvern boðskap að flytja og standast listrænar kröfur um leik og efni,- eru í einu orði sagt, menntandi- ,eru illa sóttar, þó að þær beri af hinum amerísku á allan hátt. Þannig hefur mikill hluti fólksins verið ræki- lega "amerikanseraður". ÞÓ er ekki fyrir það að synja, að um gæði eru undantekningar frá hinum slæmu amerísku kvikmyndum. Sem betur fer, slæðist ein og ein mynd, sem á fyllsta rótt á sór og sýnir hvað bandarískir kvikmyndafram- leiðendur geta gert, ef þeir bregða út af þeirri reglu sinni, að allt skuli gera eingöngu í gróðaskyni, III. NÚ s.l. ár hafa tekið að streyma hór á markaðinn frá alls konar útgáfu- fyrirtækjum bækur, glæpasögur og alls kyns ómerkilegir reyfarar, og tímarit, sem að efni til eru aðeins leiðinleg þvæla um allt og ekkert með vafasömu málfari,- og hefur þetta greinilega • valdið geysilegri heimskun í hugum fólks- ins, óþarft er að nafna nokkur rit af þessu tagi á nafn, flestir vita við hvað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.