Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6
• - 6 - Ég sit við skrifborðið mitt. Half- j reyktur vindlingur liggur á borðinu fyrir fraraan mig, og þarna liggur líka sím- skeyti sem ég var að fá rétt áðan. Þetta símskeyti færði mér fréttina ; um andlát Dunu. Það þykir víst ekki miklura tíðindum sæta, þétt vitflrrt stúlka kveðji þennan heim. 'En í huga mér vekur þessi frétt bitra sjálfsásökun. j Ég ber þunga sök vegna þessarar éhamingjui sömu stúlku. Ég brást henni fyrstur manna, Minningarnar um hana munu ætíð fylgja mér, þær get ég aldrei flúið, ; Ég kynntfst DÚnu fyrir tíu árum. Ég var á ferðalagi norður í landi með nokkrum vinum mínum. Við höfðum komið á bíl frá Reykjavík um morguninn og lent-j um nú á sveitadansleik. Þar var allmargt j laglegra stúlkna. En ein þeirra dré meir að sér athygli mína en hinar. Það I var DÚna. HÚn hafði djarflega framkomu brosti yndislega og hlo oft. Og í léttum hlátri hennar var svo mikið aðdráttarafl að hún laðaði mig að sér. Ég danzaði viðj hana hvern danz og sælutilfinning gagn- ték'mig. Ég veitti henni meiri og meiri athygli bláum augum hennar og fallegum limaburði, Svo þegar hlé var'ð á dans- leiknum leiddumst við út í skéginn sem var skammt frá samkomuhúsinu. Við lítinni hoppandi læk, sem rann gegnum skéginn hétum við hvortöðru ævarandi tryggð og lofuðum að skrifast á, á mánaðarfresti. Seint um néttina þegar dansleiknum var lokið, skildust leiðir okkar, Ig hélt áfram ferð minni, hún hélt heim á leið. Ég fékk nokkur bréf frá DÚnu. Þeirn fyrstu svaraði ég, en brátt hætti ég því, og bréfaskifti okkar féllu niður. Skömmu síðar fér ég til útlanda og j dvaldi þar í fimm ár. Þegar ég kom aftur; var setuliðið komið til landsins og yfir-\ fyllti öll samkomuhús. Svo var það eitt ! kvöld, að ég brá mér á dansleik ásamt einum kunnin^ja mínum, að ég heyrði hlátur, sem eg kannaðist við frá borði einu skammt frá mér. Ég leit þangað og j sá DÚnu við borð hjá amerískum hermanni, HÚn var orðinn alldrukkin og sönglaði ameríska danslagatexta hásri röddu. Skömmu síðar féru þau út. Ég fér á eftir þeim. Þau náðu brátt í leigubíl, og ég veitti þeim eftirför á mínum bíl, Við gamalt timburhús inni í Kleppsholti nam bíllinn staðar og þau fylgdust að inn í húsið, Ég ék burt og fér heim. Daginn eftir fékk ég að vita hjá hjénunum, sem áttu húsið, að DÚna leigði þarna lxtið kjallaraherbergi. HÚn hafði enga fasta atvinnu, en virtist jafnan hafa næga peninga handa á milli, Stundum kom -.hún ekki í herbergið dögum saman. Og þegar hún komj var hún oftast drukkin. Eg hitti DÚnu nokkrum sinnum og reyndi að fá hana til að fá sér fasta atvinnu, en hún svaraði því jafnan með storkandi hlátri. Skömmu síðar varð ég að fara út á land og dvaldi þar um sumarið. Um haustið hitti ég DÚnu. NÚ var hún barns- hafandi og snauð, hún vildi ekkert láta uppi um faðerni barnsins, hefur sjálf- sagt varla vitað um það. HÚn sagðist eiga barnið ein og ætlaði að ala önn fyrir því sjálf. Ég kom henni fyrir á géðu heimili, þar sem ég var. kunnugur. NÚ var hún orðin þunglynd og hlátur hennar þagnaður, Mánuði síðar fæddi hún andvana barn. Þá var eins og þyrmdi yfir hana. HÚn virtist missa alla trú á lífið, og skömmu síðar varð hún vitfirrt. ári síðar kom ég á geðveikrahælið, þar sem DÚna dvaldi. Þegar hún sá mig byrjaði hún að hlæja -trylltum hlátri vitstola manneskju. HÚn hlé lengi og ákaflega, og þegar ég hélt bur.t frá þessum hræði- lega staö, glumdi hlátur hennar enn fyrir eyrum mér. NÚ er DÚna dáin, en í hvert skipti sem hún kemur mér í hug, mun ég heyra þennan tryllingslega hlátur glymj fyrir eyrum mér. Og ég mun aldrei gleyma henni, lífglöðu sveitastúlkunni, sem leitaði hamingjunnar í danssölum höfuðstaðarins. Leitaði langt yfir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.