Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 3
- 3 - f/ÁL L SVEINS SO N- yfirkennari- I N M E M.O R I A M NÚ er hinn mikli lEerimeistari, Pall Sveinsson látinn. Hinn virðulegi reyndi kennari, sen einna lengst hefur starfað við þennan skóla, er allt í einu horfinn. Við minnumst hans fyrot, er við komum í þennan skóla, Okkur fannst hann mjög sórkennilegur maður, ólíkur kenmirum þeim, sem við höfðum áður átt að venjast. Hann var ímynd þeirra kennara, sem áður fyrr höfðu kennt við gamla Latínuskólann, virðulegur á svip og í allri framkomu. k morgnanna sáum við hann ganga inn í hátíðesal til morgunsöngs. En kynni okkar af Páli Sveinssyni sem kennara urðu ekki long. í haust kom að því, að Páll tók við frönslcukennslu í okkar hekk. Þá kom í ljós, að hann var eins og við höfðum gert okkur £ hug:.*rlund, strangur og hafði '.ákveðnar skoðanir á allri kennslutilhögun og hvernig fram- koma nemenda ætti að vera. Dró hahn enga dul á, að hann ætlaðist til iðni og sam- vizkusemi af okkar hálfu. Sjál.fur var hann imynd skyldurækninnar, kom stundvís- lega í hvorja kennslustund og fór nákvæmlega yfir námsefnið. Engri okkar kom til hugar að koma illa lesin £ t£ma hjá Páli Sveinssyni, Við sáum, hve alvarlegum tök- um hann tók kennsluna, og hlutum þvi að reyna að gjalda liku likt. En kennsla Páls var ekki eingöngu frönskukennsla heldur lagði hann engu siður áherzlu á fágun fslenzkrar tungu, enda var hann mikill snillingur á islenzkt mál, En eins og oft vill verða likaði okkur misjafnlega við hann og fannst hann oft hæðinn og jafnvel napur. Og við skildum ,ekki fyrr en eftir á, hve mikið hann hafði lagt á sig. Hann var svo hressilegur í tali,að við áttum sízt von á, að hann væri að berjast við dauðann En síðasta kennslustundin verður okkur lengi minnisstæð. Hann fór ekki yfir námsefnið eins og venjulega, í stað þess talaði hann til okkar, lofaði okkur að heyra franska þjóðsönginn lesin upp og siðan leikinn. k meðan stóð hann við töfluna, teinrlttur og alvarlegur. Að lokum óskaði hann okkur gleðilegra jóla. Hvern gat grunað, að þetta yrði síðasta kennslustund þessa merka læriföður, sem virtist bundinn svo órjúfandi böndum þessu gamla menntasetri ? Það, sem við höfum um Pál Sveinsson að segja, byggist aðeins á stuttri viðkynningu, Þann tíma, sem við nutum kennslu hans, var hama orðinn gamall maður og vanheill og mun þvi hafa verið nokkuð breyttur frá því, sem áður var. DÓmar okkar á honum verða því mjög ófullnægjandi. En mikið mátti af páli Sveinssyni læra, manninum, sen með árvekni og skyldurækni vann starf sitt fram til hinztu stundar og fórnaði kröftum sínum í þágu þessa skóla. Stúlkur úr 6. bekk A

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.