Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 8
8 Einna giftudrýgst mun J>o starf Brynjólfs hafa verið í samhandi við stjórnarmál- efni íslands, og átti hann áreiðanlega . heillavænlega hlutdeild í því, að þau komust á rótta hraut. Undir eins og hann varð forstöðumaður íslenzku stjórn- ardeildarinnar, lcomu áhrif hans í Ijós. Auk ýmislegs annars má nefna, að hann samdi frumvarp að nýjum stjórnarlögum íslands. Það er ekki ofsögum sagt, þegar talað er um vinssldir hans og umhyggju fyrir velí'erðarmálum ættjarðar sinnar, sem hann har stíð fyrir hrjósti. Hann hafði líka hlotið vigsluna til þeirra starfa árið 1834 með hinum fólögunum. Svo vin- sæll er Brynjólfur, að hvar sem rekizt verður á urnmæli um hann, hníga þau öll í eina átt. Allir ljúka upp einum munni um ágæti þessa Fjölnismanns. Pall sagn- fræðingur Melsteð talar um ''hreinleik hjartans og mikilleik gáfnanna", og segir sig helzt kjósa "að vera sem hann'J Benedikt skáld Gröndal her honum þannig vitni, að hann hafði verið "einhver hinn drengíyndasti og göfuglyndasti maður", sem hann hafi þekkt, Slíkur er sá vitnishurður, sem honum er gefinn af þeim, er voru honum kunnugir. Örlæti, göfuglyndi, ljúflyndi og hjálpsemi voru hans aðalsmerki, Hefur hann vafalaust þurft á geðprýði sinni að halda i gust- sömum samvistum við fólagana og hvað fjárhag Fjölnis viðveik, hefur hann ekki legið á liði sínu. Er sórstaklega til þess tekið, hvað örlátur hann hafi verið, "en - reikning hjartað aldrei skildi", segir Grímur Thomsen £ kvæði sinu um hann. Á árinu 1850 tók að sækja á Bryn- jólf sinnisveiki, minnisdeyfð og annar sljóleiki, sem ágerðist, unz hann lózt 18. októher 1851. Var þessi öðlingur þá aðeins 41 árs að aldri og eiga því sann- arlega við orð Gríms Thomsen í kvæðinus "Þessi átti ei svo fljótt að deyja". ÞÓ að Konráði Gíslasyni hlotnaðist það hnoss, sem féll ekki hinum þremur £ skaut, að eiga langt líf fyrir höndum, væri þó engan veginn rótt að segja, að það hafi verið blómum stráð. Þegar hann hafði snúið ser allur að norrænum fræðum, varð hann styrkþegi árna Magnússonar sjóðsins árið 1839 og fókkst nú e&ngöngu við vísindastörf £ þágu málfræðinnar og fornritanna. Um i 1839-'40 hóf Konráð vinnu við forn- j islenzka orðahók fyrir auðugan Englend- i ing, Richard Cleashy, sem hann hafði | verið að kenna íslénzku, og ætlaði i Englendingurinn að gefa hókina út á sinn kostnað, Brynjólfur vann einnig að þessu verki, svo og ýmsir aðrir. Siðar, er Cleasby var látinn, var verkið rifið úr höndum Konráðs, algerlega ólokið, af i erfingjum Cleashy, en gefið út 20 árum ’ siðar án þess að Konráðs væri getið og | tók hann sór þetta mjög nærri, eins og | eðlilegt var, Frá ýmsum leiðinlegum ; atvikum, sem Konráð varð fyrir i sam- : handi við þetta rit, segir Björn M. Ól- sen rektor "hafa stafað va.rkárni su gagnvart öðrum mönnum og dulleiki, sem á þótti hridda hjá honum á ofanverðri ! æfi hans." Konráð var jafnan mikils j metinn málfræðingur með fráhæran lærdom j og skarpa þekkingu á norrænum fræðum. j Mesta stórvirki hans mun mega telja hina ! dansk-islenzku orðabok, sem kom út í j Khöfn 18513 Eins og Brynjólfur hefur Konráð haft S í huga að snúa til íslands, því að arið : 1846, er Lærðiskólinn var fluttur frá j Bessastöðum til Reykjavíkur, er honum j veitt kennaraemhætti við skólann. Konrað j var nú heithundinn danskri stúlku, og ! virtist allt leika í lyndi, En þá ! skellur ógæfan yfir, Stúlka þessi deyr ' skyndilega, og tók Konráð ekki á heilum j sór um langan tíma. Kennaraemhættinu I tók hann aldrei við, en ilengdist í j Khöfn og kvæntist 1855 systur hinnar ; látnu heitmeyjar sinnar. árið 1848 ! varð hann aukakennari í norrænum málum j við Kafnarháskóla, en varð reglulegur j prófessor við háskólann 1862 og hafði ! það embætti á hendi til 1886. Það hefur án efa sett varenlegt mark í á Konráð að sjá á hak einkavinum sínum jþremur með svo skömmu. millibili, og þa i ekki síður heitmeyjarmissirinn, - með |þeim framtíðarvonum, sem öllu þessu var samfara, Þetta gerði hann oft óánægðan með lífið. 0g mestan hluta ævinnar eftir þetta var Konráð niðursökkinn í Ivísindaiðkanir og hafði fremur lítið sam neyti við landa sina. Hann þótti stygg- lyndur, fáskiptinn, þögull og diilur á !skoðunum sínum, en ef því var að skipta, ígat hann verið hinn skemmtilegasti, jgamansamur og fjörugur og ágætloga skáld

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.