Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 14
14 - f J O L S K y L D Á M í iv j u [ í. a c a n u m. Það var graan og drungalegan dag að áliðnuhaueti sem Billingsfjölskyldan flutti í hverfið. Loftið var ennþá rakt af rigningu dagsins og nýkveikt götu- ljósin glömpuðu á" blautu asfeltinu. Við krakkarnir höfðum safnazt í kringum vagninn frá flutningafélagir.u, sem flutti þau og dótið þeirra í kjallarann nr. 17. Aldrei höfðum við séð annað eins samsafn af allskonar rusli sem okkur virtist ónýtt. Aðalhúsgagnið var stór og breiður dívan með bættu yfir- léðri og sumstaðar stungust gormarnir upp úr. Þarna var borð, sem spýta hafði verið negld undir í staðinn fyrir fjórða fótinn sem--vantaði, þrír stólar af sitt hvorri gerð meir-a og minna laskaðir og svo fjöldinn allur af kössum stórum og smáum, sem við höfðum ekki hugmynd til hvers hægt væri að nota. Og ofan á allri hrúgunni hiíktu sex krakkar á öllum aldri, organdi og vælandi, það sjöunda var í kjöltu^frú Billings. Þetta var sannarloga nýstárleg og skemmtileg sjón fyrir okkur, Bifrciðarstjorinn hjálpaoi þoim að taka dótið niður af vagninum en þverneitaði að bera það inn í húsið. Útaf þessu varð harðvítugt rifrildi milli hans og hinnar holdskó'rpu frú Billings. Það var samið um það að þú flyttir húsgögnin inn £ íbúðina, hvein £ frúnni, þar sem hún stóð innan um krakkana sina og dótið. - Ég snerti ekki á þessu djöfulsins drasli, sem þið kallið húsgögn, svaraði bilstjórinn um hæl, þið oruð ekkert of góð til að gera eitthvað sjálf, látið aðra þræla fyrir helvítis lúsaskrokkana á ykkur, Þetta var meira en frúin þoldi, ¦ hún rak upp hátt öskur og kallaði bilstjóra- greyið öllum óncfnum, sem hún mundi, en hann skeytti því eng^i, snaraðist upp í bílinn og ók á brott., Krakkarnir byr j- uðu nú að háöskra til samlætis móður sinni, og við rálcum einnig upp lang- dregið spangól til að votta kerlingunni virðingu okkar.svona langt hafði enginn okkar komizt í listinni að bölva, ekki einu sinni Joi, sonur skosmiosins. Nagrannarnir voru allir komnir ut £ glugga á næstu húsum og fylgdust vel með, sumir skellihlógu en aðrir skömmuðust. Á. meðan á þessu öllu stóð hafði herra Billings, veimiltitulegiir maður með brennivínsnef staðið fyrir aftan konu BÍua og látið sem minnst á sér bera. Eann hafði ekki mælt orð, og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann segja nokk- urn skapaðan hlut ófullan. Fjölskyldan hreiðraði nú um sig i kjallar.'.num £ þessum tveim herbergjum, sem virtust varla fullnægja einum manni, hvað þá n£u. En það var auðséð, að þau voru vön þrengslum, þvi að ekki voru þau lengi að koma ser fyrir. Við fylgd- umst vel mcð innum gluggann og hlógum dátt,er frú Billings var að reyna að hemja óþægðarormanna sína. Loks varð kerling reið er við byrjuðum að striða henni og espa krakkana upp á móti henni, hún kallaði okkur verstu ónefnun svo að við bliknuðuu af undrun og ógeoi, Siðan tók hún dagblað upp af góifinu og hengdi það fyrir gluggann, Þarna hékk svo dagblaðið áfram og var aldrei tekið niður, meðan Billingsfjölskyldan var í kjallaranum. Næstu daga kynntuiaot við svo smátt og smátt högum þessara hávaðasömu fjöl- skyldu og hlustuðum á, er mæður okkar voru að segja hvor annari álit sitt á henni0 Elzta barnið var stiílka, tólf ára gömul, lítil og horuð hnáta með gljáandi huð, Næstur var strákur, Anton að nafni, hann var einu ári yngri, óþægðarormur mesti, stór nokkuð eftir aldri og réð við okkur flesta. Hann var enginn eftirbátur móður sinnar hvað munninn snerti og lét okkur cft heyra til sín, þangað til við gátum ekki svarað nema með grjótkasti. Síðan komu hin börnin, af þeim höfðum við lítið að segja, þau voru oftast inni í rökum kjallaranum af þeirri einföldu ítstæðu, að þau áttu ekki föt til útivistar. Frúin vann úti flesta daga frá há- degi og fram á miðnætti við að þvo gólf í skrifstofum og matvöruvcrz,lunum í ¦

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.