Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 17
- 17 Sveinn Kristinsson: —Ivaóa réLLindiog skyldur eru sLúo oví samfara at) venöa enL ? (SKQLARIT6ERD) Höfuðréttindi stúdentsins eru þau að fá aðgang eð háskola og þennig fsri á að auka þekkingu sína og menntaþroska við æðstu menntastofnun þjóðar sinnar og leggja grundvöll undir starf það, sem hann hyggst takast á hendur £ fram- tíðinni. Þetta eru þau rettindi, sem flestir stefna að með menntaskólanámi. Auk þess veitir stúdentsprófið að sjálf- sögðu aðgangsrétt að hverri annarri inn- lendri eða erlendri menntastofnun, som er. llú má segja, að réttindin séu upp- talin. Og hverjar eru svo skyldurnar? f því sambandi ætti maour að hafa það vel hugfast, að hver einstaklingur er ábyrgur fyrir velferð þjóðar sinnar, eða þannig verður a.m.k. að líta a í lýðfrjálsu landi. Það liggur þá í augum uppi, að því meiri þekkingu sem hver einstaklingur hefur yfir að ráða, og því betri aðstöðu sem hann hefur til að fylgjst með og taka þátt í þeirri atburðarás, er snert- ir afkomu þjóðarinnar náið., því meiri áhyrgð hvílir á honum. Stúdentinn hefur fengið nasasjón af flestum þeim fróðleik, sem mannkynið hefur nurlað saman frá upphafsdegi sínum Þekking, sem leitandi og fróðleiks- þyrstir forfeður hans hefðu gefið hœgra auga sitt til að höndla, er honum jafn- samgróin og hamarinn Mjölnir Þór . Stúdentinn stendur í þakkarskuld við þá látnu vísindamenn og þekkingarfrömuði sem unnið hafa ao því að móta þann vís- dónsbikar, sem hann hefur bergt af. Starf þeirra og sveiti voru £ hans þágu. Framliðnir andar þeirra horfa vonaraugum á hverja athöfn hins nýbakaða stúdents. Að bregðast skyldum sinum £ þessum efnum, |>að er að kasta steini að leiðum þeirra, er sögðu manni til vegar. Það verður að teijast höfuðskylda hvers stúdents að vinna að þvi eftir þeirri getu og þeim hæfileikum, sem hann hefur yfir að ráöa, að fullnuma sig £ þeirri visdómsgrcin, sem hann er líklegur til að na mestum árangri £. Er þeirri fullnumun er lokið, ber honum að beita þekkingu sinni og . ¦ athafnaþrótti £ þágu vaxandi velferðar og greiðari þroskaleiða meðbræðra sinna. Þv£ miður virðist sá hugsunarháttur allalgengur meðal foreldra þeirra ung- linga, sem sendir eru til náms í fram- haldsskolum, að höfuðtilgangur þess sé sá að veita unga manninum þá uppfræðslu og þekkingu, sem nauðsynleg sé til þess, að hann geti siðan fengið ein- hverja vellaunaða og tiltölulega létta atvinnu, svo sem prestsembætti, lög- fræðistarf, læknisembætti, kennara- embætti o.s.fr. o.s.fr.. Sjóndeildarhringur þeirra, er þannig hugsa, er að v£su mannlegur og þannig að vissu leyti eðlilegur, en markast þo af hinu þrönga eigingirn- , innar. Einstaklingurinn er nefnilega alls ekki fæddur eingöngu i eigin þágu, heldur fyrst og fremst £ þágu mannkyn- sins sem heildar, Yæri hann eingongu fæddur £ oigin þágu, bæri honum að halda sér utan við , öll samskipti við aðra jarðabúa og byggja sér jarðhús eða snjókofa uppi á jöklum og nærast þar helst á ólifrænum efnum. NÚ má enginn skilja orð.min svo, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.