Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 10
9 <J%udeox3ki/uf'.- Ég átti raunar í gær tal viö einn af nemendum skólans frá fyrsta starfsári hans 1927-1928. Hann full- yrti aó Siguröur hefói á þessum vetri gert meira fyrir sig en nokkur annar vandalaus maður og það einkum i þá veru aó kenna sér aó ganga beinn og þora aó líta framan í hvern sem er. Sá hinn sami sagöi mér líka litla sögu frá þessum vetri. Þá bjó hér uppi í Haukadal á smábýli, sem stund- um var nefnt Haukadalskot en þó oftar Torta, einsetukona sem hét Guölaug Runólfsdóttir, upprunnin austur i Skaftafellssýslu. Hún var oróin gömul og svo slitin af erfiði og harórétti allt frá barnæsku aó hún gat ekki rétt úr baki og gekk alveg i keng. Hún hafói þó gaman af aó fylgjast meö skólastarfinu, sem i hennar augum hlýtur aö hafa verió nokkuó framandi. Einu sinni sem oftar stóó hún i iþróttasalnum og horfói á strákana i leikfimi. Stekkur þá einn gáskafullur piltur til og hleypur höfrungahlaup yfir kerlinguna. Ekki reiddist sú gamla, en gaut augunum á strákinn og sagói: "Þetta gat hann, helvitis kvikindiö." Meö Laugu gömlu i Tortu er rétt aó hverfa aftur upp i Haukadal. Hún var enda sióasti heimi1ismaöurinn þar áöur en byggö lagóist þar niöur upp úr 1930. Nýtt skeió hefst i sögu staðar- ins skömmu sióar, er "á 26.stjórnarári Kristjáns Konungs X." eins og stendur á steindrangnum vió brautina þar upp- frá, Kristján Kirk, danskur maóur kaupir mikiö land i Haukadal og var þaó girt af 1938, landspilda sem gæti verió 3-4 sæmilega landstórar jaróir. Var land þetta sióan afhent Skógrækt rikisins og allar götur sióan hefur þar verió unnió aö skógrækt. Upp úr 1960 girti svo Landgræðsla rikisins af efri hluta landsins, Haukadalsheiö- ina og hefur unnió þar aó uppgræöslu sióan. Vió ræktunarstarfió hefur bæöi á vegum Skógræktar og Landgræóslu veriö notaðar jöfnum höndum innlendar og erlendar plöntur. 1 Haukadal eru hávaxin tré af ýmsum tegundum og birki sem sáö var til um þaó leyti sem ræktunarstarfió var aö hefjast þar, hefur náó miklum vexti. NÚ teygir lúpina, dugmikil jurt ættuó frá Alaska sig upp eftir skorningum i hliöum Sandfells og undirbýr jaróveg fyrir aörar plöntur. Þarna má þvi segja aó sé einn af þeim stöóum sem vió getum gert okkur vonir um aó draumsýnin i aldamóta- ljóóum Einars Benediktssonar verói aó veruleika, er hann segir: SÚ kemur tiö aö sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauó veitir sonum móðurmoldin frjóa. Menningin vex i lundi nýrra skóga. Enn hef ég ekki minnst á þaö i Haukadal sem þekktast er, en þaó er Geysir. Mér finnst óþarfi aó fara mörgum oróum um hann hér, en vil þó benda á aö jafnvel hann hefur þurft á aðfengnum hlutum aó halda til aó halda reisn sinni bæói i formi sápu og meitils til aó lækka vatnsboróió i skálinni. Stundum hafa slikar aó- gerðir valdiö deilum og hörðum ásök- unum, en aö lokum hafa liklega flestir sætst á aó þó ósnortin islensk nátt- úra sé heillandi er stundum æskilegt aö blanda vió hana aðfluttum hlutum. Ég vil svo aö lokum biója ykkur aö hverfa meö mér enn i huganum upp aó gamla bæjarstæöinu i Haukadal. Þar stendur nú kirkjan ein húsa. Hún er i eigu Skógræktar rikisins og hefur jafnan verió gott samstarf milli hennar og safnaöarins og er starfs- mannahús Skógræktarinnar, sem reist var fyrir nokkrum árum i skógarlundi skammt frá, einnig safnaóarheimili þar sem kirkjukaffi er drukkið aó lokinni messu aö gömlum sió. Kirkjunni er vel vió haldió og er hún búin nútima þægindum svo þar er ekki lengur dimmt og kalt á vetrum. Haukadalskirkja

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.