Litli Bergþór - 10.12.1987, Side 18
7
VÍSNAMTTUR.:
j<h Jíar/tton.
Einhverju sinni rifjaói ég upp fá-
einar stökur fyrir kvöldvöku á for-
mannafundi Búnaóarsambandsins. Vís-
urnar eru úr lausu lofti gripnar og
sumar jafnvel rangfærðar og rang-
feðraðar. En hér fylgja nokkrar
þeirra.
Lýóir knáir, látum þá
ljóðin smáu flakka,
ef vió fáum sióar sjá
Seyóisáarbakka.
Höfundur þessarar vísu hefur
hugsaó gott til fararinnar til móts
vió Húnvetninga á Kili, en þá var
dregió sundur vió Seyóisá.
önnur visa, nýrri úr upphafi
fjallferóar:
Norðan kilja næöir svöl,
nú er haust á fjöllum.
NÚ skal hafa næturdvöl
noróur á Hveravöllum.
u . K .
Hjörmundur Guðmundsson á Hjálms-
stöóum i Laugardal orti á þessa leiö.
Fjalla bliknar fifill enn,
fýkur lauf af bölum.
Tungnakarlar sópa senn
sauóunum fram úr dölum.
Fúlakvisl er leió og ljót,
lemur hún bláa steina.
Ekki er fyrir fúinn fót
fang viö hana aö reyna.
H.G.
Guójón Gunnarsson bóndi á Tjörn
gerir stundum visur i gamansömum
tón. Um hest sinn kvaó hann:
Besti hestur Bleikur minn,
oæói knár og fljótur.
Hann er eins og eigandinn
ákaflega ljótur.
En eins og þjóö veit er Guðjón
myndarmaöur, eins og viö flestir
aér i Tungunum. Sjálfum varó mér
augsaó til hesta á ári trésins:
Yndi vekur öllum hjá
iógrænn skógur frióur
og hrislu þarf i hendi sá
sem hesti lötum rióur.
J. K.
Kristján á Gýgjarhóli gerói oft
visur um hversdagsleg efni. Um hest
kvaö hann:
Fár á betri færleik hér,
flesta letja árin.
Ei þarf hvetja undir mér
átján vetra klárinn.
Maóur kom á bæ og skoóaói nýsmiöi en
Kristján taldi að hann væri aö skyggn-
ast eftir heimasætunni á bænum.
Maður gáir út og inn,
ofan i sá og tunnu,
upp i háu herbergin,
en hvergi sá hann Gunnu.
Um kveóskap sinn orti Kristján:
Mörgum hef ég sálma sungió
þó sumir þessa fari á mis.
1 hverja bögu hef ég stungið
hortitti til auókennis.
í kreppunni var heimilisiónaóur
helsta úrræói manna til sjálfsbjargar,
þó sumt yrói aó fara leynt vegna
strangra laga og löggæslu. Einu sinni
kom Kristján á bæ og varö þá aó orói:
Ekki finnst mér alveg tryggt
aó einhver kunni aó brugga.
Hér er mikil landalykt
þótt liggi hann í skugga.
Þóróur Kárason á Litla-Fljóti kvað
svo einhverntíma á bannárunum:
Oss mun lífgun láta í té
ljúfa vinió þekka.
Þó aó lokaó syóra sé
samt vió skulum drekka.