Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 22
öméaséjómarmal Or fundargerðum hrep^snefndar- Eftir sumarfn 1 juli og agúst, kom hreppsnefnd saman 8.september. Þá var meóal annars tekiö fyrir: 1) Erindi frá náttúruverndarráði um uppbyggingu aóstöóu fyrir feróafólk vió Gullfoss. Hreppsnefnd var ánægó meó þær tillögur. 2) Samþykkt var beióni um byggingu sumarbústaóa á Norðurbrún, alls á 12 lóöir. 3) Næst á dagskrá var samningur vió Landgræósluna um að giróa af 80 ha. land viö Rótarmannagi1 í Biskups- tungnaafrétti til uppgræóslu. Næsti fundur var um Gullfossmál eingönci, var hann 7.oktöber. Þar mættu .kipulagsstjóri, fulltrúi frá Náttúruverndarráði og Feróamálaráói. Þingmenn Suöurlands voru einnig boóaóir, en aðeins tveir mættu. Voru allir sammála um hvaö gera þyrfti vió Gullfoss. Kosin var nefnd þriggja manna til aó vinna aö málinu áfram. Þeir Gísli Einarsson, Gísli Gislason frá Náttúruverndarráói og Birgir Þorgilsson frá Ferðamálaráói. Næsti fundur 14.október. Þá var meóal annars samþykkt aó heimila kaup á tölvum fyrir skólann fyrir allt að kr. 300.000,-. Því næst var tekió fyrir erindi frá leik- skólanum. Beöiö var um auknar fjár- veitingu. Samþykkt var kr.40.000,- til tækjakaupa og í rekstrarstyrk kr.25.000,- á mánuöi. ll.nóvember var næsti fundur. Þá var farió í heimsókn í leikskólann álfaborg sem er til húsa i sumar- búóunum i Skálholti. Oddvitinn i góóum hóp Sióan var fundur haldinn i Ara- tungu. 11 mál voru á dagskrá sem er venjulegur málafjöldi. Rióumál voru rædd itarlega. Umsókn um aö fá aó byggja aðstöóuhús vió flugvöllinn á Geysi. Byggingarnefnd mætti á fundinn til vióræóna vió hreppsnefnd. Þetta er nú þaó helsta og mark- veróasta úr fundargeröum hrepps- nefndar. Ýmis mál koma á borð hreppsnefndar, bæði til kynningar og einnig fjárbeiónir sem ekki eru hér tiundaóar. hb Brunavarnir Brunavarnanefnd Biskupstungna ákvaó aó athuguó skyldu slökkvitæki á öllum bæjum i sveitinni nú fyrir skömmu. Slökkvilióió, sem i eru 12 iienn, tók aó sér aó sjá um framkvæmd- ina. Var fariö á alla bæi, tækjunum safnaó saman, farió meö þau til Reykjavikur og þau yfirfarin. Einnig ^ar fólki gefið kostur á aó kaupa ný tæki og reykskynjara, en það mun i/era töluvert ódýrara aó kaupa slikt meö hreppsfélagió sem millilið, neldur en i smásölu. Þetta gekk allt vel fyrir sig og /ar safnaó saman 110 tækjum og þurfti aö endurnýja duftiö i all- flestum dufttækjunum og öll tækin /oru yfirfarin. Meöalkostnaóur á tæki var 1230 kr. Þóróur J. Halldórsson Litla-Fljóti á slökkviæfingu Auk þess voru keypt 30 ný tæki og 20 reykskynjarar. Þessi nýju slökk- /itæki eru af svonefndri HALON-geró ng eru þau talin einn besti kostur- inn i dag. Þau eru alhliða og gilda fyrir alla elda. Þeir sem söfnuóu tækjunum saman voru sammála um aö alltof algengt væri aó tækin væru_ höfó inn i skápum og geymslum. Rétt er aftur á móti aó hengja tækin á vegg nálægt útidyrum. Þaö er mjög áriðandi aö tækin séu á áberandi staó, þannig- aö heimilisfólk festi þaó i huga sér hvar tækió er. Þaö er nefnilega lit- ill timi til aó leita þegar kviknaó er i. Einnig er það aö dufttækin eru sérstaklega viókvæm fyrir slaga, þvi þá veróur duftió að einum stump og tækiö þar meö ónothæft. í ráói er aó slökkvitæki i sveitinni verói hér eftir athuguó árlega. JM

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.