Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 4
4 Ungmennafélag Biskupstungna áttrætt Á sumardaginn tyrsta árið 1908 var Ungmennafélag Biskupstungna stofnað. Starf þess heíur verið samfellt síðan og oft á tíðum margþætt menningar-, líknar- og æskulýðsstarf. Fýrstu áratugina var mikil áhersla lögð á fundarstarf, skemmtanir og ýmislegt annað. Sama má segja um íþróttir, sem á síðari árum hefur orðið stöðugt veigameiri þáttur í félagsstarfinu. í tilefhi af áttræðisaf- mælinu er ýmislegt gert til hátíðabrigða. Þegar hefur ver- ið sett á svið leikrit. Það er gamanleikurinn, ,Ó þú..“ sem Edda Guðmundsdóttir leikstýrði. í sumar mun verða tek- inn í notkun íþróttavöllur, sem félagið hefúr útbúið í Reykholti í samstarfi við Biskupstungnahrepp og ríkis- sjóð. 3. tölublað 9. árgangs Litla-Bergþórs verður helgað sögu, starfi og framtíð félagsins. Afmælishátið var í Ara- tungu á sumardaginn fýrsta, 21. apríl sl. Formaður af- mælisnefndar, Amór Karlsson, settihátíðinaogvarjafn- framt veislustjóri. Rifjuð var upp saga félagsins á fyrstu árum þess og Skálholtskórinn söng undir stjórn Ólafs Sigurjónssonar í Forsæti í Villingaholtshreppi. Félaginu bárust margar góðar gjafir á þessum tímamótum, frá hreppsnefnd, félögum innansveitar, stjórn HSK og ftá ungmennafélögum úr nágrannasveitum. Formaður fé- lagsins, Jens Pétur Jóhannsson lýsti kjöri eins heiðursfé- laga, Eiríks Sæland á Espiflöt. Um kvöldið var síðan haldinn , ,dansleikur“ fýrir yngstu Túngnamennina, 1 árs til 12 ára. Börnin skemmtu sér vel í aftnælinu, döns- uðu og fóm í leiki. A.K. og S.J.S. Eiríkur Sæland, nýkjörinn heiðursfélagi í ræðustól. Það var kátt um kvöldið hjá yngri kynslóðinni og veitti ekki af röggsarnri stjórn. Afmælisnefnd les þætti úr sögu Ungmennafélagsins.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.