Litli Bergþór - 01.06.1988, Síða 15

Litli Bergþór - 01.06.1988, Síða 15
15 FRETTIR Það hefur varla farið ffam hjá neinum hér í sveit að keypt hefur verið vatnsrennibraut í sundlaugina að hætti æðstráðanda í borg Davíðs. Fyrir um einu og hálfu ári síðan kom þessi umræða fyrst upp á borðið hjá sundlaugarnefnd. Kannaður var vilji hjá sveitarstjórn, sem gaf vilyrði fyrir kr. 200.000,- sem þá dugði fyrir lítilli braut eins og á Selfossi. Einnig var reynt að fá smíðaða braut hér innaniands fyrir svip- aðan pening en það mistókst á síðustu stundu. Þrátt fyr- ir svekkelsi fyrra árs efldust nefndarmenn (flestir) í þeim ásetningi að braut skyldi koma. Var nú aftur leitað til- boða hjá innflytjendum og innlendum framleiðanda. Margt stóð til boða og misdýrt. Af þeim möguleikum sem okkur buðust tókum við þann stærsta, sem menn hafa nú barið augum. Samtals áætiaður kostnaður var liðlega kr. 700.000,- Framlag hreppsins fékkst hækkað í kr. 300.000.- en afganginn ætluðum við að afla sjálf. Héldu þá flestir að sundlaugarnefnd væri orðin alveg gufurugluð. Nú voru góð ráð dýr, brautina þurfti að panta strax, enda komið fram í mars og fjármögnun vægast sagt mjög ótrygg. Þá var sest niður og lögð drög að áhlaupi á alla þá aðila sem okkur datt í hug að væru verkinu vel- viljaðir. Flestum starfandi félögum í sveitinni var ritað bréf, haft var samband við fyrirtæki í sveitinni, lögð drög að áheitasundi hjá skólabörnunum og sent bréf til þeirra fé- lagasamtaka sem eiga sumarbústaði í sveitinni. Þó töluverð vinna fylgdi áheitasundinu var það fyrir okkur sem að þessu stóðu, langskemmtilegasti þáttur verksins. Áhuginn og leikgleðin hjá börnunum hvatti alla til dáða og var án efa hvatinn að þeim velvilja, sem við mættum víðast hvar. Það er skemmtilegt frá því að segja að hernaðaráætl- unin er í þann veginn að ganga upp. í dag er staðan þessi: TEKJUR Biskupstungnahreppur kr. 300.000,- Áheitasöfnun kr. 162.000,- Lionsklúbburinn Geysir kr. 50.000,- Starfsmannafélag ÍSAL kr. 50.000,- Kvenfélag Biskupstungna kr. 37.600.- Bjarnabúð kr. 25.000,- Ungmennafélagið kr. 20.000,- Búnaðarfélagið kr. 15.000,- Meðferðarheimilið Torfastöðum kr. 10.000,- Féiagsbúið Espiflöt kr. 10.000.- GJÖLD Rennibraut kr. 589.378,- Dæla kr. 54.600,- Vinna við uppsetningu og raflögn ca. kr. 90.000.- Annar efniskostnaður ca. kr. 40.000,- Unnið við uppsetningu brautarinnar. Það sem á vantar teljum við alls ekki útilokað að skili sér með einhverju móti á næstu vikum. Að lokum vil ég fyrir hönd Reyhholtsiaugar þakka öll- um þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt, í formi peninga, vinnu eða annars velvilja, kærlega fyrir og vona að rennibrautin eigi eftir að upp- fylla þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Alla vega hefur aðsóknin fyrrihluta júnímánaðar aukist um hátt í helming. Sveinn A. Sæland

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.