Litli Bergþór - 01.06.1988, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.06.1988, Qupperneq 17
Af Loga Aðalfimdur Loga var haldinn í Aratungu 18.apríl 1988. Formaður setti fundinn og kynnti dagskrá hans. Þá var lesin fundargerð síðasta félagsfundar og gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins. Niðurstöðutölur reikninga voru 325.156,93 kr. Formaður tók næst til máls og rakti starfsemi félagsins á liðnu ári. Gerði hann einkum að umtalsefni húsnæðismál, væntanlegan efnis- flutning í hringvöll og unglingastarfið. Táldi hann að þar mætti margt betur fara og að foreldrar þyrftu að hvetja börnin til þátttöku. Nokkrar umræður urðu um félags- starfið og reikninga félagsins. Síðan var gengið til kosn- inga. Úr stjórn gengu Kristján Kristjánsson ritari og Helga Karlsdóttir meðstjórnandi, en hvorugt þeirra gaf kost á sér til endurkjörs. í þeirra stað voru kosin Kjartan Sveinsson ritari og Þórey Jónasdóttir meðstjórnandi. Fulltrúar á þing Landssambands hestamannafélaga voru kosnir Olafur Einarsson og Kristinn Antonsson en varamenn þeirra Þráinn Jónsson og Guðni Ölversson. Aðrar nefndir voru þannig skipaðar: Kappreiðanefnd: Kristján Kristjánsson, Guðni Ölvers- son,Karl Jónsson, Þráinn jónsson,Trausti Kristjánsson. Varamaður: Ólafúr Einarsson. Skeiðvallarnefnd: Kjartan Sveinsson, Ingvar R. Ingvarsson, Magnús Kristinsson. Varamaður: Haraldur Kristjánsson. Firma- og reiðnámskeiðanefnd: Kristinn Antonsson, Jakob Hjaltason, Loftur Jónasson. Varamaður: Ágúst Sæland. Kappreiðadómnefnd: Arnór Karlsson.Guðni Karlsson, Njörður Jónsson.Varamaður: Valur Lýðsson. Útbreiðslunefnd: Kjartan Sveinsson, Þórey Jónasdóttir, Varamaður: Gunnlaugur Skúlason. Útreiðanefnd: Haraldur Kristjánsson.Einar P. Sigurðs- son,Elsa Fjóla Þráinsdóttir. Varamaður: Þórarinn Guð- laugsson. Æskulýðsnefnd: Sigurlína Kristinsdóttir.Svavar Njarð- arson,Skúli Gunnlaugsson. Varamaður: Sigríður J. Sigur- finnsdóttir. Veitinganefnd: Helga Karlsdóttir, Þórdís Sigfúsdóttit Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.Varamaður: Þórey Jónasdótt- ir. Kjartan Sveinsson. FÉLAGSMÁL Magnhildur Indriðadóttir með afrekshornið góða. Afrekshornið Á aðalfúndi Búnaðarfélags Biskupstungna 15. apríl s.l. var tilkynnt um veitingu affekshorns Búnaðarfélagsins. Það hlaut að þessu sinni Magnhildur Indriðadóttir ffá Drumboddsstöðum, nú til heimilis að Bergholti. Magn- hildur hóf störf sem ljósmóðir hér í sveit 1940 og starfaði um áratugaskeið sem slík, auk þess að standa með manni sínum, Sveini Kristjánssyni, að einu mesta myndarbúi og rausnarheimili hér um slóðir. Auk þessa, sem að ffaman greinir, hefúr Magnhildur oftsinnis sýnt hlýhug sinn til sveitarinnar og sveitunga sinna í verki. Litli-Bergþór óskar Magnhildi til hamingju. Hún er sann- arlega vel að þessari viðurkenningu komin. s j s

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.