Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 2

Litli Bergþór - 01.12.1989, Page 2
Litli Bergþór - 3. tbl. 10. árg. des. 1989. Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna. Ritstjórn: Forsíða: Toril M. Sveinsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, formaður, (S.J.S.). Setning: Anna Björg Þorláksdóttir. Drífa Kristjánsdóttir, gjaldkeri, (D.K.). Umbrot: Stefán Böðvarsson. Arnór Karlsson, ritari, (A.K.). Myndir: Ymsir. Stefán Böðvarsson, (S.B.). Prófarkalestur: Amór Karlsson o. fl. Þorfinnur Þórarinsson, (Þ.Þ.). Prentun: Geirsprent. EfnhyfirlitlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIHIIIIIUIIHIIIIIIIIIIIIIIIÍI Litli - Bergþór 10 ára bls. 2 Smaelki / smámyndir bls. 14 Jólahugleiöing bls.3 Vikivaki bls. 16 Ritstjórnarspjall bls. 4 Þingmannsferill bls. 18 Vísnaspjall bls. 5 Skipulagsmál bls. 19 Sveitarfundur bls. 6 Ferðasaga b!s. 20 Viötal við húsveröi bls. 7 Frá sundnefnd bls. 22 Frá íþróttanefnd bis. 9 Afmælisvísur bls. 23 Hlíöaveitan bls. 10 Vélvæðing í heyskap bls. 24 YL-eining bls. 11 Umhverfismál bls. 26 Haustfundir bis. 13 Litli-Bergþór 10 ára. Seinasta blað Litla-Bergþórs var unnið í miklum flýti, sem það og bar merki. Verst af öllu þótti mér að þar “gleymdist” nokkuð sem síst mátti. Það var að þakka Sveini Sæland mörg undanfarin ár. Hann ritstýrði LB með miklum sóma í 5 ár og er það eins og hans var von og vísa að endast vel og eldast vel með þessum góða vini sínum. Báðir eru þeir þó enn á besta aldri og ekkert svo alvarlega famir að vaxa upp úr hárinu. Með útkomu þessa 3. tölublaðs 10. árgangs af Litla-Bergþór telst hann þó hafa náð þeim merka áfanga að fylla tuginn. Að vísu eru skiptar skoðanir um það hver viðmiðunin á að vera, e.t.v. hefði mátt telja blað 10.1 afmælisblað. Þetta er eins og með aldamótin: Eru þau eftir 10 eða 11 ár? Afmælisbarnið sem komið er á 11. ár hefur þroskast vel og dafnað æskuárin og er óskandi að unglingsárin verði honum ekki of erfið. Það er ýmist með unglingana að þeir leiðist út á glapstigu og láti allt reka á reiðanum ellegar þeir eflist við hveija raun og haldi ótrauðir sínu striki. Eg vona að svo verði með Litla-Bergþór og óska honum til hamingju með tímamótin. S.J.S. Litli - Bergþór 2

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.