Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 5

Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 5
Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri. mötuneytið yrði til frambúðar í Ara- tungu og húsið var minnkað og þrengt að svona á allan hátt sem við töldum mögulegt og sett á tvær hæðir. Þannig tók það nokkuð langan tíma á teikniborðinu að aðlaga þetta greiðslugetu hrepps- ins og okkar aðstæðum. Svo var það árið 1987 að fyrsta fram- kvæmdafjárveitingin fékkst frá ríkinu og þá hófumst við handa. Við réðum Verkfræðistofu Siguröar Thoroddsen til að sjá um alla verkfræðilegar hliðar málsins og það var hafist handa við jarðvinnu. Boðin var út jarðvinnan og frágangur á lóð. Róbert Róberts- son á Brún tók það að sér. Sökklar voru steyptir líka um haustið og sáu heimamenn um það. Síðan var það í júní 1988 að húsið var boðið út, til að gera það fokhelt. Það bárust 10 tilboð. Nú var byggingarnefndinni mikill vandi að velja úr, en niðurstaðan varð sú að samið var við SH-verktaka í Hafnarfiröi og byrjuðu þeir í nóvem- ber, fyrir 14 mánuðum síðan. Veturinn í fyrra var ekki sá albesti til að standa í því að byggja upp svonahúsog nákvæmlegafyrirári síöanurðusmiðirnirað berjaklaka og moka snjó af þessari plötu sem við stöndu m á til að koma steypunni fyrir. Þetta haföist nú allt. Síðan var það í framhaldi af þessu þegar við sáum húsið rísa upp, þá fór að koma upp sá vandi fyrir bygg- ingarnefndina hvað gera skyldi. Skyldi klára húsið fokhelt og bíða þangað til safnaðist í hreppssjóð eða halda áfram? Niðurstaðan varð sú að samið var við SH- verktaka um lokafrágang á húsinu. Þeir skyldu skila því nú í janúar. Rökin fyrir þessum byggingar- hraða voru þrjú: Okkurvantaðitil- finnanlega skólahúsnæði. f öðru lagi er mjög dýrt að vera með fokhelt hús og bíöa með það í nokkur ár og vera með allan fjármagns- kostnaðinnáherðunum. Ogíþriðja lagi vantaði leikskólann hérna til- finnanlega hús. Hugmyndin ersú og búið að ákveða það að hann fari í gamla barnaskólann. Sumirsegja að það hafi bara verið ein ástæða fyrir þessu og hún er nokkuð góð, og hún er sú að það verða sveitastjórnarkosningar hérna í vor. Hún getur verið alveg eins gild og margt annað. En í sambandi við það get ég sagt að það hefur verið algjör samstaða hjá öllum hér í sveit að standa svona að málum. Þá er að geta þeirra sem hafa að þessu unnið. í byggingarnefnd hafaverið, aukmín, Gísli Einars- son.oddviti, oghefurhannséðum peningamálin, sem hlýtur að hafa verið létt verk, eða við skyldum ætlaþað. Sveinn A. Sæland.sem varhérnakynnir, ereinnig íbygg- ingarnefnd. Eins og fram hefur komið þá var dr. Maggi Jónsson arkitekt og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá um verkfræðilega hlutannogNarfiHjörleifsson hefur verið þeirra tengiliður. Eftirlits- maður á vegum verkkaupa hefur verið allan tímann Kristinn Antons- son, bóndi í Fellskoti. Byggingar- stjóri var Gunnar Einarsson frá SH- verktökum. Yfirsmiður var Einar P. Sigurðsson hér á Norðurbrún. Múrverk annaðist Sigurður Heimir Sigurðsson. Pípulagnir: Snittvélin, Hafnarfirði, svoégtelji nú þá helstu upp. Raflagnir: Rafver í Þorláks- höfn, loftræstibúnað: K.K. blikk í Kópavogi, dúkalögn: Steinþór Eyþórsson Garðabæ og Máln- ingarverk s.f. Reykjavík sá um málninguna. Égvilnúþakkaöllum þessum aðilum fyrir vel unnið verk og gott samstarf. Ég vil líkaþakka skólastjóranum og kennurum fyrir mikið umburðarlyndi, því það fór ekki hjá því að síðustu vikurnar blandaðist þetta allt saman. Það voru kennarar, málarar og nem- endur og smiðir hér á göngunum og varla hægt að sjá hver væri hvað en tókst allt saman með ágætum. Arkitekt og verktaka vil ég þakka sérstaklega og ég gef þeim bara mín bestu meðmæli eins oghandbragðiðbermeðsér. Bygg- ingarnefndin varoft dálítið leiðinleg við þá og við vorum kröfuharðir. Við vildum fá vandað, ódýrt og gott hús. Þessum kröfumernúdálítið erfitt að fullnægja en ég veit ekki nema það hafi tekist að mörgu leyti. Að lokum vil ég bara þakka þeim sem að þessu unnu og óska Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.