Litli Bergþór - 01.04.1990, Side 8

Litli Bergþór - 01.04.1990, Side 8
UMHVERFIS JÖRÐINA Á TVEIMUR ÁRUM F OG MANUÐI BETUR. (12. nóvember'81 til 14. desember'83.) Lítil feröasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúöi Sighvatsdóttur á Miöhúsum. Það eru nú orðin 6-7 ár síðan ég kom heim úr hnattreisu minni, og enn hef ég ekki komið því í verk að skrifa útdrátt úr ferðasögunni. Svo þegar Sigga Jóna spurði mig um daginn, hvort ég væri til í að skrifa ferðapistil í Litla-Begga, fannst mér það ekkert svo vitlaus hugmynd. Ferðaáráttan hefur alla tíð verið rík í Islendingum, og ferðasögur vinsælar, svo ég vona að sveitungar mínir hafi eitthvað gaman af þessum endurminningum, - allavega hafði ég gaman af því að rifja upp viðburðaríka ferð. Aðdragandinn Hugmyndin aö þessu ferðalagi má segja aö hafi fæöst smámsaman meöan ég dvaldi viö nám og vinnu í Danmörku á árunum 1976 - 1981. (Eöa var þaö kannski miklu fyrr, - eftir aö ég sá bíómyndina "Umhverfis jöröina á 80 dögum" í Trípolíbíói, 7 ára gömul? - Og segi svo enginn aö kvikmyndir hafi ekki áhrif á börn!) Danir eru mikið fyrir aö ferðast og þar þykir ekkert tiltökumál aö stúdentartaki sér allt aö ársleyfi frá námi til aö ferðast og víkka sjóndeildarhringinn, ef þeim veröur mál. Og maður kynntist mörgum, sem höföu ferðast í ár hingaö eöa hálft ár þangað. Ég smitaöist fljótlega, en byrjaöi rólega á stuttum sumarleyfisferöum. Fór í 2-3ggja vikna gönguferð til Svíþjóöarog Noregs, og sólarferöirtil Grikklands og Júgóslavíu. Sumariö 1980 komst ég meö dönskum læknastúdentum í 6 vikna hópferö til Kína meö viðkomu í Thailandi, Burma og Hong Kong. Og meö þeim kynnum mínum af Asíu, má segja aö ferðabakterían hafi fyrst náö sérverulegaástrik. Þettavaráöuren Kínaopnaöi landamæri sín fyrir"venjulegum" feröamönnum, svo hópurinn haföi þaö aö yfirlýstu markmiði aö skoöa heilbrigðiskerfið í Kína. Viö undirbjuggum okkur í heilt ár meö lestri og hópvinnu um Kína, og eftir feröina urðum viö aö skrifa skýrslu í bókarformi til aö skila Dansk-Kínverska vináttufélaginu og danska læknastúdentafélaginu, sem skipulagði feröina. Þaö kostaöi auðvitað nokkurra mánaöa helgarvinnu til viðbótar, en þaö var vel ómaksins viröi. Meö í Kínaferöinni var íslensk hjúkrunarkona, Anna Halldórsdóttir, kunningjakona mín. Og fljótleg eftir heimkomuna fórum viö aö tala um þaö, aö gaman væri aö komast aftur til Asíu og helsttil Ástralíu og Nýja Sjálands líka. Guöbjörgu, vinkonu okkar Önnu, (sem sumir hér í sveit kannast viö sem dýra-lækninn), leist vel á þessar hugmyndir okkar líka, og viö þrjár gáfum okkurártil undirbúnings. Ég dreif í að Ijúka lyfjafræðináminu, sem haföi dregist á langinn, þar sem ég þurfti aö vinna meö námi fyrir Kínaferðinni. Þegar þaö var búiö, réöi ég mig í hálfs árs afleysingavinnu sem lyfjafræðingur í smábænum Tonder á Suöur Jótlandi. Þénaöi og sparaði grimmt. Um haustið '81 skrapp ég svo heim á Frón aö kveöja ættingja og vini, - og vinna nokkrar vikur til viðbótar fyrir fargjaldinu heim og út aftur. Litli - Bergþór 8 Geirþrúður.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.