Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 12
Umhverfis iöröina... mun það ekki skipta máli, hvaða leið farin er, eða á hvað er trúað, ef það bara gerir mann að betri manneskju. Og er kristin trú þar ekki undanskilin. Jesús, Múhameð, Búdda, þetta voru allt spámenn, eða gúrúar, sem hjálpuðu fólki til að skilja siða- boðskapinn. (Boðorðin 10 gildalíkaíhindúisma). Dýr og allskonardauðir hlutireru gjamandýrkaðir, þar sem hver verður að finna sína leið til að komast í samband við almættið og endurfæðast sem betri maður. - En auðvitað hefur breisk mannskepnan túlkað og mistúlkað boðskapinn, og komið sér upp fordómum, með því að hengja sig í smáatriði í kenningunni. Þar eins og annarsstaðar. - A kvöldin sjatnaði í mannhafinu, og ef maður fékk sér kvöldgöngu mátti sjá þá húsnæðislausu leggjast til svefns á götunni, í röðum upp við húsveggina. Heilagar kýr vafra um í leit að snöpum í göturæsinu. Og með stuttu millibili voru litlir matvagnar eða -standar, þar sem vegfarendum var boðið upp á ristaðar hnetur, te og fleira ætilegt við lampaskímu. Þetta voru fyrstu kynni okkar af Indlandi og nálgaðist að vera menningarsjokk! - Og maður fór strax að kunna að meta þægindin og tryggingamar heima á gamla góða Islandi. - Dögunum í Delhi eyddum við aðallega í göturáp, en skoðuðum líka helstu merkisstaði, m.a. gamla borgarhlutann, forsetabústaðinn, söfn o.fl. Næturlífið könnuðum við líka lítillega. Eftir að hafa meðtekið fyrstu áhrifin af Asíu þessa viku í Delhi, og fengið vegabréfsáritun til Nepals, héldum við ferðinni áfram með lest til bæjar í austur Indlandi, sem heitir Patna, þaðan sem við flugum til Kathmandu, höfuðborgar Nepal. Þessi fyrsta lestarferð okkar í Indlandi var lífs- reynsla út af fyrir sig. Að ætla að komast inn í ákveðinn lestarvagn ásamt öðrumþijúþúsundlnd- verjum, er ekkert spaug! Manni er ýtt, hrint, og jafnvel klifrað yfir mann, þegar maður reynir að olnboga sig í áttina að vagninum. Og ekki batnar það þegar maður loksins er kominn inn í lestina, með þessa stóru klunnalegu bakpoka, sem virka ennþá stærri í þrengslunum. - Þetta kenndi okkur allavega að vera komnar a.m.k. 1-2 klst. fyrir brottfarartíma, ef við ætluðum að komast í sætin okkar. Við áttum pöntuð sæti í "the Ladies room", 6 manna klefa. En þegar við komumst þangað eftir marga pústra og stympingar, vom þar þegar 9 manns fyrir - og átján og hálfrar klukkustundar ferð fyrir höndum. - Þegar leið á daginn tókst okkur þó að varna nýju fólki að komast inn í staðinn fyrir það sem fór út, gátum læst að okkur og lagst til svefns. Akváðum einbeittar að opna ekki nema við gífurlegt bank, - sem bitnaði m.a. á lestarverðinum, sem kom til að líta á miðana okkar,- Seinni hluti ferðarinnar var því nokkum- veginn þægilegur, en hvílíkt öngþ veiti fyrripartinn! Næst verður sagt frá ferðinni áfram um Nepal, Indland og Sri Lanka (sem hét áður Ceylon). Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.