Litli Bergþór - 01.04.1990, Side 16

Litli Bergþór - 01.04.1990, Side 16
Fjölbraut í fjölbrautaskólum er ekki notast við bekkjakerfi eins og í öðrum skólum. Fyrst er brautin valin sem ætlunin er að stunda nám á, s vo velur maður fög sem heppilegt er talið að byrja með. Þrátt fyrir að margir séu á sömu braut og byrji á sama tíma í skólanum, hefur hver nemi sína eigin stundatöflu. Ástæðan er sú að menn velja misjafnar greinar og einnig það að í grunn- fögum eru s vo margir fyrstu tvö árin að þeim er skipt í marga hópa, þó að þeir séu allir að læra það sama. Helstu kostir við fjölbrauta- skólakerfið eru að um margar brautir er hægt að velja, hægt er að fara bæði í verknám og einnig bóklegt nám. Nemendur geta ráðið stundum í töflu og stunda- fjölda og einnig hvaða fög eru tekin þetta árið og hvað næsta. Þetta kerfi hentar liTca mjög vel fyrir þá sem hafa staðið sig vel því að þeir geta valið hraðferð og verið búnir í skólanum á UR KOSNINÍiALOÍíUM undan þeim sem fara hægar. Hægt er að fara hraðar yfir í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Ef svo illa tekst til í náminu að nemandi fellur þá er hægt að halda áfram á s ama hraða í öllum fögum þó að illa gangi í einu. Síðan er hægt á næstu önn að taka upp þau fög sem menn hafa ekki staðist lámarkskröfur í. Ef nemandi hefur ekki efni á að vera í skólanum öll fjögur árin í einu, er lítið mál að taka helminginn og halda síðan áfram seinna, enda er fólk á mjög misjöfnum aldri í skólanum. Helstu gallar eru að nemendur innan skólans kynnastlftið. Þaðervegnaþess að verið er í einum tíma með þessum nemendum og í öðrum tíma með allt öðrum. Mönnum hættir til að gleyma sér í þessu kerfi vegna þess að það er enginn sem skipar þeim að fara í þetta mörg fög, heldur eru nemendur sjálfráðir með III. kafli sveitarstjómarlaga er um kosningu sveitarstjóma. 13. gr. er á þessa leið: (Skýringar í svigum.) Ingvi. það. Sumir nemendur átta sig kannski á því eftir tvö ár í skólanum að þeir hafi svo að segja ekkert lært. Þessi skóli hentar þeim illa sem eiga erfitt með að ráða sér sjálfir og einnig þeim sem eru latir, vegnaþess aðþaðerenginn sem rekur á eftir nemendum. Félagslíf: Þessi skóli býður upp á mjög lítið félagslíf, vegna þess að nemendurþekkjastlítið og strax að loknum skóladegi fer hver til síns heima. Þeir sem eiga heima á Selfossi ganga heim en þeir sem eiga lengra að fara, fara með rútum.. Faraþær til Hveragerðis, Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og einnig ganga rútur í Rangár- vallasýslu. Margir koma þó á eigin bílum enda er bílastæða- vandamál þar eins og í miðborg Reykjavikur. Ingvi Þorfinnsson. -Kjörtímabil sveitastjórnar er fjögur ár. Almennar sveitastjómarkpsningar fara fram síðasta laugardag í maímánuði (nú 26.) sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Heimilt er, að ósk sveitarstjóma, að fresta kosningum í sveitarfélögum, þar sem færri en 3/4 hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúnum, til annars laugardags í júní (nú 9.). Ósk um frestun kosninga skal hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. apríl kosningaársins. Nýkjörin sveitarstjóm tekur við störfum 15 dögum eftir kjördag.- Litii - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.