Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 17
Menntó Menntaskólinn að Laugar- vatni var stofnaður 1953 og er þar af leiðandi orðinn rótgróinn, kannski gamaldags, t.d. er hér bekkjakerfi sem er að leggjast niður í flestum öðrum fram- haldsskólum. Þettaereingöngu bóknámsskóli og aðeins þrjár deildir: mála-, eðlisfræði- og náttúrufræðideild. Fyrstavetur- inn læra allir almennt bóknám. Á öðru ári er skipt í mála- og stærðfræðideild en á þriðja ári skiptist stærðfræðideildin í eðlis-ognáttúrufræðideild. I 3. og 4. bekk eru svo ýmis valfög. Hér hafa skapast ýmsar hefðir til að lífga upp á skóla- starfið. T.d. var gengið á Hest- fjallíhaust. Söngsalurerþegar allir koma saman fyrir framan kennarastofunaog syngjaíeina kennslustund, einnig er venja að nemendur bjóði kennurum í göngufrí og kaffitíma í hverju fagi einu sinni á önn. I kaffi- tímumer helstrættumallt annað en námsefnið. Eitt af sérkennum skólans er heimavistin sem hefur bæði kosti og galla. Kostimir eru að hér þekkja allir alla og sam- skiptin verða heimilisleg og náin sem skapar ríka samkennd meðal Laugvetninga. Til að ná árangri í náminu þarf sjálfsaga því við eru sjálfra okkar herrar og alltaf er hægt að gera eitthvað skemmtilegra. Það vill því stundum henda að félagslífið taki of mikinn tíma. Nemendafélagið heitir Mímir og innan þess eru ýmsar nefndir og klúbbar sem eru reyndar misvirk, s.s. íþrótta- nefnd, árshátíðarnefnd og lista- nefnd og innan hennar eru dans- klúbbur og myndbandaklúbbur Jórunn. ogfl. Böllin hafa verið haldin um svokallaðar stuttar helgar, þ.e. kennt er á laugardögum en nú á að leggja þá skipan niður til reynslu. Hætta er á að félagslífið dofni ef flestir geta farið heim um hveija helgi. Á Laugarvatni er Iþrótta- miðstöð íslands og ÍKÍ og að sjálfsögðu eflir það íþróttalífið að aðstaðan er mjög góð. Geta menn verið á fullu allan daginn því leikfimi er skylda og svo er frjálsíþróttaval fyrir sérstaka “sportista”. Á kvöldin leigir Mímir einnig salinn fyrir blak, körfu-, hand- og fótbolta. Jórunn Svavarsdóttir. LfXJFRÆÐIÞJÓNUSTA Öll almenn lögfræðiþjónusta. Viðtalstímar í Aratungu síðasta föstudag í hverium mánuði kl. 1 - 3 . Ólafur Björnsson lögfr. frá Úthlíð. Símar 98-68810 og 91 -21560. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.