Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 24

Litli Bergþór - 01.04.1990, Síða 24
Frá Torfastööum... frekur og ákveðinn og kraft- mikill og það verður aftur erfitt fyrir hann þegar hann er úti í samfélaginu, sínum skóla o.s.frv. Við sjáum þetta vel og tölum mikið um það og reynum að mæta því. En um leið er svona uppeldi heilmikils virði fyrir þau. Þetta er mjög ögrandi umhverfi og bömin okkar læra mjög margt gott á okkar þétta samfélagi. Hér þarf stöðugt að vera að fylgj as t með þ ví h vernig öðrum líður og þau njóta góðs af því. Nú og svo njóta þau okkar, foreldra sinna, allan dagi- nn og mér finnst mjög mikils virði að fá að sjá um uppeldi barna minna sjálf. - Getakrakkarnir sótt einverjar venjulegar unglingaskemmtanir epa tómstundir hér? Óli: Já, hér er töluvert öflugt ungmennafélag. ínágrenniokk- ar er sundlaug og hún er mikið notuð af okkar krökkum. Á veturna eru íþróttaæfingar og svo höfum við okkar eigin tómstundaiðju, sem er hesta- mennskan en við byrjum með hana strax eftir áramót og það eru fáir dagar í viku sem að þau fara ekki á bak. Drífa: Já ég verð að segja að mér finnst samfélagið hér hafa verið mjög velviljað okkur og krakkamir hafa verið tekin mjög skemmtilega og jákvætt inní það. Þau fá að fara á diskótek sem Reykholtsskóli heldur og þau njóta alls þess sem að samfélagið hér býður uppá. Þeim hefur verið boðið með skólanum í skíðaferð og á þorrablót. Þannig hefur sam- félagið hér tekið einstaklega vel á móti þeim og okkur hér á Torfastöðum. - Þið saknið ekkertfyrristunda úr borginni? Á sínum tíma voruð þið bœði dálítið áberandi þar, þú að syngja Drífa og þú í handboltanum, Óli. Hvaðfinnst ykkur þegar þið lítið til baka? Óli: Nei, ég get ekki sagt það, þetta var skemmtilegur tími og um leið ákveðinn kafli, en hon- um lauk 1979 og þá tók við annar kafli í mínu lífi og mér finnst sá kafli ekki minna skemmtilegur og gefandi en handboltinn hér áður fyrr. - Þegar égkveð heimilisfólkið á Torfastöðum er komin nið- dimm þoka og skyggni nánast ekkert, en það er í hrópandi andstöðu við þá birtu sem er innan dyra á Torfastöðum og þá bjartsýni sem er ríkjandj í starfi heimilismanna þar. Ég þakka Ólafi Einarssyni ogDrífu Kristjánsdóttur fyrir viðtök- urnar og krökkunum fyrir spjallið ífjárhúsinu. Verið þið sœl. Slegið uppfyrir grunnveggjum verksmiðjuhússins. Helgi Jakobsson, EinarP. Sigurðsson og Valgeir Harðarson brosa til Ijósmyndarans. AF YLEININGU Hluthafafundur Yleiningar h.f. var haldinn í Aratungu 12.janúar 1990. Þar kom m.a. fram að söfnun hlutafjár hefði gengið vel og rúmlega 100 hluthafar voru búnir að skrá sig fyrir um 47,5 milljónir króna. Yleining tók við rekstri einingaverksmiðjunnar á Akureyri umáramótin. Stjómarkjörfór fram og skipti stjórnin þegar með sér verkum. Er hún þannig skipuð: Pétur Reimarsson, formaður, Gísli Einarsson,varaformaður, JónEiríksson,ritari,GuðmundurMagnússon,meðstjómandi,SverrirSveinsson, meðstjórnandi. I varastjórn voru kjörnir: Jón Gunnarsson, Steinþór Ingvarsson, Gunnar Gissurarson, Bjarni Kristinsson, Loftur Þorsteinsson. Á síðustu vikum hefur verið unnið við grunn verksmiðjuhússins eftir því sem veður hefur leyft. Tveir menneruístarfsþjálfuníverksmiðjunniáAkureyri ogframleiðaþeirm.a.þakeiningaráverksmiðjuhúsið. í límtrésverksmiðjunni á Flúðum em veggeiningar á það búnar til svo og burðarvirkið. A.K. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.