Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 3
Kæru vinir!. Vissuð þið hvað það er ofboðslega erfitt að koma sér að því að skrifa svona ritstjórnargrein? Það er ekki svo að maður hafi ekki hugmyndir í kollinum, - en að koma þeim á blað, það er nú heldur erfiðara. En nú erég þó byrjaður. Eitter það sem mig langar að vekja athygli á og það eru þessar miklu breytingar sem eru að verða allt í kringum okkur. Nú á stuttum tíma hafa orðið ótrúlega miklarframfarir í Biskupstungum. Við höfum byggt við skólann, reist brú, dvalarheimili fyrir aldraða, hér spratt upp verksmiðja nánast á einni nóttu og hitaveituframkvæmdir eru í gangi. Ef þetta er ekki uppgangur, þáveit ég ekki hvað það orð táknar. En vandi fylgir vegsemd hverri. Og þó vandinn snúi kannski helst að hreppsnefndinni (sem er nú reyndar ein nýjungin tii, að miklu leyti), þá erum við meðaljónarnir og siggurnar aldeilis ekki stikkfrí, því okkar hlutverk er að standa við bakið á okkar fólki. En það er annað að gerast og það gerist með öðrum hætti, en það sem hér á undan var talið upp. Það gerist rólega, án alls brambolts, jafnt og þétt. Þettaerhinduldafólksfjölgun ÍTungunum.sumarbústaðaríbúarnir. Þeir eru Tungnamenn, reyndar í misjafnlega langan tíma á hverju ári og þeimfjölgarjafnt og þétt. Ogþaðervel. Þaðferekki mikiðfyrirþessum hulduheren hann er langt í frá aðgerðarlaus. Hann fer í sund og verslun og þaðsemskiptirekki minnstu máli erhvaðsumarbústaðareigendureru virkiríað fegra íkringum sig og plantaúttrjám. Það mætti margurbóndinn læra af því. Ein er sú nýjung sem vert er að gefa gaum en hún er nefnd á vegum hreppsins sem nefnist ferðamálanefnd. Ég tel þessi mál veratiltölulega óplægðan akur hér í sveit og bíð dálítið spenntur eftir að sjá hvað kemur út úr vinnu þessarar nefndar. Mérsegir svo hugur um að ég sé ekki einn um það. Jæja, hm... vissi nokkur hve erfitt er að hætta þegar maður er kominn í gang? En svona í lokin, þá langar mig að minnast á eitt. Stundum hefur Litli- Bergþórverið kallaðurafréttarblað og það ekki að ástæðulausu, stundum. En við skulum hafa það í huga að efni blaðsins er að mestu leyti aðsent efni og vissulega væri fengur í að fá meira að heyra frá yngra fólki, hugmyndir - skoðanir - frásagnir - nánast hvað sem er. Með pennakveðju. Jón Þór. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.