Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 4
Frá formarmi Umf. Bisk. Mætu lesendur! Miklar breytingar urðu á Umf. Bisk á síðasta aðalfundi, en þá var félaginu deildaskipt. Ný lög félagsins voru samþykkt þó svo að ekki hafi allir verið vissir um ágæti þessara breytinga. Ekki er hægt að dæma um þetta strax og ef svo færi að þetta gengi ekki upp er hægt að snúa til baka. Fyrst skulum við láta reyna á þetta ogdæma svo. Nú eru sem sagt fjórar deildir í félaginu: Skógræktardeild, Leiklistardeild, Iþróttadeild og Allsherjardeild, sem er sú deild semhefur aðalstjóm yfir séren hinardeildimarhafa sjálfstæða stjóm. Allsheijardeild er hugsuð fyrir þá sem almennt vilja vera í félaginu en ekki í neinni sérstakri deild og vonum við að þessi deild geti starfað á víðum gmnni. Upphaf að þessu brölti okkar er vegna þeirrar óánægju sem hefur komið upp meðal félaga sem hafa skráð sig í félagið t.d. eingöngu til að sinna leiklistarfsemi en eru svo komnir í nefnd sem á að sjá um fótbolta sem þeir kæra sig ekkert um og segja sig þar með úr félaginu. Því miður var þetta svona, en með þessari brey tingu þá vonumst við til að hver og einn finni eitthvað við sitt hæfi og geti gengið í eina deild og þurfi ekki að óttast að vera kosinn í nefnd hjá annarri deild. Eg ætla ekki að telja hér upp það sem við höfum verið að fást við í sumar en það hefur verið sitt lítið af hverju og einnig er best að telja ekki upp allt það sem okkur hefur dottið í hug að framkvæma í vetur því á meðan enginn veit þá svíkjum við ekkert. Ekki satt? Þegar hugsað er almennt um félagsstarfið í sveitinni er margt um að vera en þó eru til þeir sem finna lítið eða ekkert við sitt hæfi og væri gaman að fá tillögur frá þeim sem hafa eitthvað sérstakt í huga og við munum reyna að vinna úr þeim. Þær hugmyndir komu fram á haustfundi að hafa myndakvöld þar sem sýndar yrðu skuggamyndir úr starfi Umf. Bisk. og eru þeir sem lúra á einhverjum gömlum eða nýjum myndum beðnir um að hafa samband því ekki er ólíklegt að einhverjir burtfluttir Tungnamenn hafi myndir hjá sér. Einnig kom sú tillaga að hafa ættfræðikvöld þar sem við Tungnamenn gætum ættað okkur saman. Svo gætum við fengið okkur kaffi á eftir og gert úr þessu huggulegustu kvöldstund. Svona hugmyndir eru vel þegnar. Margrét Sverrisdóttir. Af starfi deildarinnar er helst þetta að ffétta. Við fengum um 1.000 plöntur í vor sem settar voru niður í landi Skálholtsbúða í afmarkaðan reit sem deildin hefur fengið þar til umráða. Gekk það starf vel. Nokkrir úr deildinni komu saman í girðingu við Tungnaréttir, þar sem fyrrum skógræktarnefnd Umf. Bisk. sá um að planta trjáplöntum í mörg ár. Þama hefur vöxtur víða verið með ágætum. Ætlunin er að flytja um 30 greniplöntur næsta vor niður í Reykholt og setja niður norðan við íþróttavöllinn. Þetta er liður í að mynda skjólbelti þar. Af þessu tilefni var stungið í kringum þessar plöntur nú í sumar og þær merktar til að undirbúa fyrir þetta verkefni næsta vor. Bráðlega verður sent út dreifibréf með auglýsingu um aðalfund deildarinnar þar sem öll þessi mál verða rædd nánar. F.h. stjómar Skógræktardeildarinnar: Gylfi Haraldsson. Stjórnarkjör Umf. Bisk. 1990. iFormaöur: Margrét Sverrisdóttir. Gjaldkeri: Brynjar Sigurösson. Ritari: Sigurjón Sæland. Til vara: Eiríkur Georgsson, Róbert Jensson. Ég ætla bara að vera áfram í SkynsemisdeildinniL O Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.