Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 8
Ur Biskupstunaum til Finnlands! Sáorörómur hefurveriö á kreiki aö Björn bóndi á Stöllum hygöist bregöa búi og flytja ásamt fjölskyldu sinni til ann- ars landsog setjastþaráskólabekk. Þarsem blaöamanni LB þótti þetta mjög forvitnilegt fór hann fram áviðtal og var það auðsótt. Þaö var síöan eitt koldimmt rigningarkvöld í október sl. aö viö komum okkur fyrir í notalegri stofunni á Stöllum meö nýlagað kaffi rjúkandi í bollunum og fer viötaliö hér á eftir. LB: Hvernig byrjaði þetta svo? Björn: Það má segja að þetta hafi byrjað í fyrravetur þegar ég gerði mér ljóst að ég vildi breytingar á mínu lífi. Framhaldið var síðan að ég fór í Garðyrkjuskóla ríkisins og fékk Grétar Unnsteinsson skólastjóra til að spyijast fyrir um skóla í Sví- þjóð, sem eru með allskyns námskeið í skógrækt. Eins var búið að benda mér á skóla í Finnlandi, sem væri mjög álitlegur. Grétar byijaði síðan að leita fyrir sér í Finnlandi og þá kom í ljós aðFinnarhöfðuákveðið aðgefaVigdísiFinnbogadótturforseta, námsdvöl fyrir tvo Islendinga í tilefni 60 ára afmælis hennar. Sendiráð Finna á íslandi bauð mér síðan þetta. LB: Nú veit ég að þið eruð búin aðfara út og skoða. - Hvernig líst þér á skólann og aðstöðuna? Björn: Skólinn er í smábæ sem heitir Ekenás, (finnska nafnið er Tammisari) sem er sænskumælandi svæði. Mér leist mjög vel á allar aðstæður og mér var strax ljóst að verið er að yngja skól- ann upp og stefnt er að því að gera hann alþjóðlegan á næstu ár- um. Einn liður í því er einmitt að bjóða okkur þessum tveimur Islendingum til náms. Þessi braut sem ég fer á er önnur af tveim sem eru á háskólastigi. Þessi braut leggur áherslu á ræktun trjáa, úrvinnslu efnis og leiðbeinendastörf. Kennt er 10 mánuði á ári. Beint bóklegt nám tekur þrjú og hálft ár, en að auki þarf ég að skila verknámstímum bæði á undan og eins í miðju námi, þannig að námið tekur alls fjögur og hálft ár. Það sem mér finnst einna mest spennandi við skólann er að hann á 1.100 ha. svæði sem er á ýmsum stöðum í Suður-Finnlandi og námið fer fram að nokkru leyti þar. Þeir hafa yfir að ráða smárútum, sem eru notaðar sem einskonar “skólastofur á hjólum”. Þess má geta til gamans að í skógum þessum mega nemendur stunda veiðar á villtum dýrum og eins eru smábátar sem skólinn á og eru ætlaðir til veiðiferða á vötnunum. LB: Hvernig verður með íbúðarhúsnæði? Björn: Þegar ég fer út í lok mars þá mun ég búa á heimavist sem er tengd skólanum þar til fjölskyldan kemur í sumar, en þá flytjum við í íbúð sem skólinn útvegar. Námsstyrkurinn er fólginn í skólavistinni, fbúðarhúsnæði og styrk til uppihalds, sem er einhver fáein þúsund á mánuði. LB: Hvernigfer með skólagöngu hjá strákunum? Björn: Þeir koma til með að verða í sænskumælandi skóla en verða engu að síður að læra finnsku sem er skyldunámsgrein hjá sænskumælandi Finnum. LB: Nú hafa þeir verið mikið í íþróttum. Hvernig er sú aðstaða? Björn: Oll aðstaða til íþróttaiðkana er eins góð þarna og hugsast getur. Til að mynda er þama nýr íþróttavöllur, sem er með tartan-efni á hlaupabrautum, nýtt íþróttahús, yfirbyggðir tennisvellir o.s.frv. Jóharma og Björn. LB: Hvað tekursíðan við hjá þérað námi loknu? Björn: Það em margir möguleikar að námi loknu og of snemmt að segja nákvæmlega til um hvað verður ofaná. Ég lít svo á að skógrækt sé ekki bara það að rækta skóg til að nýta hann síðan í borðvið eftir ákveðið mörg ár, heldur jafnvel og frekar að skógarplöntur em í dag til þess að halda í okkur lífinu, en eins og flestir vita þá framleiða grænar plöntur það súrefni sem við öndum að okkur. Unnar Steinn og Jóhann Haukur. Ég sé fyrir mér mikla framþróun í skógrækt á Islandi næstu ár og áratugi og vonast ég til að verða þátttakandi í því verkefni. Viö látum þetta veröa lokaorðin og LB óskar Birni og hans fjöl- skyldu alls hins besta í fram- tíðinni. J.Þ.Þ. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.